Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Qupperneq 10

Fálkinn - 17.12.1953, Qupperneq 10
6 *^*^*^*^*>^*^*^M^*^*^*^*^*^*^* JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 ★ UNDIR STJÖRNUNUM ANGT austur í lðndum látu þrír vitringar í djiip- um hugleiðingum. Þeir gátu lesið úr stjörnum og túlkað hreyfingar þeirra og nú höfðu þeir mœlt sér mót til að reyna að finna nýja stjörnu, sem birtast skyldi og verða óvenjulega skær. Sú stjarna boðaði komu heimsdrottnarans. Því hafði verið spáð að liann mundi fæðast í Gyðingalandi, í ómerkileg- um smábæ, og verða voldugri en Al- exander mikli, vitrari en Salómon og færa veröldinni nýja friðaröld. Þeir vitringarnir höfðu komist að þessu með þvi að grúska í ævagöml- um handritum, og ákveðið að undir eins og stjarnan sæist skyldu þeir taka sér staf í hönd og láta stjörnurn- ar leiðbeina sér til að finna þennan konung Gyðinganna, sem verða skyldi konungur alheimsins. En það varð dráttur á að stjarnan birtist. Nú höfðu ]>eir vakað nokkrar nætur, en þá stakk einn þeirra upp á því, að þeir skyldu nota biðina til þess að verða sér úti um gjafir handa hinum væntanlega konungi, svo að þeir kæmu ekki tómhentir til lians. — Og hinum fannst þetta góð til- laga. Og svo varð það að ráði, að undir eins og þeir sæju stjörnuna, skyldu þeir hittast á tilteknum stað i jaðri eyðimerkurinnar og verða siðan sam- ferða til Gyðingalands. Sá fjórði og yngsti af þessuni vitr- ingum átti akra og vingarða, sem hann ^eldi nú, og fyrir megnið af andvirðinu keypti hann þrjá sjald- gæfa dýrgripi: safír, sem var blár ög tær eins og úthafið sjálft, rúbín, sem glóði eins og hjartablóð, og perlu, bjarta og hvíta eins og mjöll á fjalls- tindi, eða saklaus sál. Þessir þrír gripir inundu allir sóma sér vel í gull- kórónu heimsdrottnarans. Og eina dularfulla nótt, er jörðin hvíldist í djúpum, dreymandi friði og himininn var heiður og tær, birtist stjarna í austri og virtist draga að sér skin allra annarra stjarna. Og þessi stjarna gat leiðbeint vitringun- um að markinu. Vitringurinn fyrrnefndi var fús til að ferðbúast undir eins, en um þessar mundir hafði illkynjuð farsótt gosið upp í þorpinu, sem hnnn átti heima i. Hraustir menn, ungar konur, börn og gamalmenni fengu að kcnna á henni. Og þörfin á að likna þeim, sem bágt áttu, var svo brýn, að þeir sem heilbrigðir voru gátu ekki hliðrað sér hjá að lijálpa sjúkum og deyjandi. ' Vitringurinn hjálpaði til að hjúkra hinum þjáðu, hampa kveinandi I)örn- um á handleggnum og bera hina dánu á hinsta hvildarstað. Og þegar sóttin rénaði voru mörg heimili hjálpar- þurfi, af því að heimilisfaðirinn eða synirnir voru látnir. Og nú ncyddist vitringurinn til að selja bláa gimstein- inn sinn, sem hafði átt að prýða kór- ónu konungsins mikla. Það var um- ferðakaupmaður sem keypti bann, og andvirðið rann til þess að hjálpa hin- um bágstöddustu. Þegar vitringurinn varð loksins ferðbúinn hélt hann sem hraðast á EFTIR INGEBORG MARIA SICK hinn tiltekna stað. En þá voru hinir vitringarnir þrír farnir þaðan fyrir löngu og komnir vestur i eyðimörk- ina. Og ekki sú hann hcldur neina stjörnu til að leiðbeina sér. En þó i'annst honum samt alltaf sem ein- liver bjarmi vísaði sér veg, og hann vonaði að hann mundi draga félaga sína uppi von bráðar. En dagar og nætur liðu, og það var komið fram á vor jíegar hann — alltaf einn sins liðs — komst til landa Juda og sá einn morguninn hvíta hús- veggina í Betlehem á næsta leiti framundan sér. Ilm frá fjólunum við vegarbrúnina lagði að vitum honum, blá iris-blóm og stórar anemónur stóðu upp úr vorgrænu grasinu, og skammt frá stóð legsteinn undir ungu ólífutré. Hann spurði mann, sem rak asna sinn fram veginn, hver væri grafinn þarna, og maðurinn svaraði: „Rakel ættmóðir okkar. Hún dó af barnsförum hérna við veginn. Farðu ekki þangað því að nú grætur hún und- ir moldinni, yfir því að börn hennar eru ekki framar lifs. Og sú sem heyr- ir grát hennar gleymir honum aldrei.“ Það hvarflaði að vitringnum að maðurinn mundi ekki vera með öll- um mjalla, og hann hélt áfram til Betlehem. En þegar hann kom inn í bæinn ríkti annarleg dauðaþögn á götunum þar. Öll hús voru lokuð og fólkið sem hann mætti var þögult eins og afturgöngur. Hann leitaði árangurslaust að fé- lögum sínum þremur. Þótt hann spyrði fólk, hvort það hefði ekki orðið vart við þrjá stjörnuspámenn frá Medeu, varð hann einskis vísari. Og þegar hann spurði, hvort ekki hefði fæðst þarna barn, sem verða ætti konungur, fékk hann ekkert svar. En einn daginn kom hann að lnisi í útjaðri bæjarins. Þar stóð föl kona með ógreitt hár í dyrunum og kall- aði til hans: „Getur þú stöðvað blóð- rás?“ spurði hún og tók andköf. „Geturðu það? Annars deyr barnið!" Hann flýtti sér að svara: „Já, ég kann nokkuð til lækninga. Hefir barnið þitt slasast?“ Hún leiddi hann inn í stofu og að breiðri flatsæng og sagði: „Þarna liggur hann — flýttu þér nú! Hann er eina barnið okkar Barúks — og hann má ekki deyja! Hjálpaðu hon- um aður en honum blæðir út!“ En i fletinu var ekkert barn. Nú kom maður inn úr dyrunum, liristi höfuðið framan í vitringinn og horfði raunalegum augum á hann, en mælti við konuna: „Já, Mirjam, já — okkur tekst sjálfsagt að stöðva blóðrásina.“ Nú þóttist vitringurinn sjá að kon- an væri brjáluð, liann kinkaði kolli þegjandi til að kveðja — og fór út. Framundan honum voru græn, hólótt beitilöndin, sem umkringja Betlehem eins og mjúk faðmlög, og ósjálfrátt varð honum gengið þang- að sem smalarnir reikuðu um með hjarðir sínar. Þegar hann ávarpaði þá tóku þeir honum vel og vingjarn- lega og svöruðu greiðlega spurning- unum, sem honum var svo mikið áhugamál að fá svarað: „Jú — eina kynlega liljóða nótt, er við vöktum yfir fénu, sáúm við stjörnu í austri, sem varð svo björt að líkast var að dagur væri hérna á völlunum. Og við sáum sýn — engla sem sungu og er við gengum á hljóð- ið fundum við barn, sem hafði fæðst í einum fjárhellinum og verið lagt i jötu .... Og til barnsins komu þrir vitringar sem höfðu farið langa vegu — það eru víst þeir, sem þú ert að spyrja eftir — til að hylla þetta barn sem konung. En — þei! — Þegar Heródes frétti þetta varð liann lafhræddur við nýja konunginn og gerði út menn til að drepa barnið, svo að foreldrar þess urðu að flýja með það til Egyptalands. En þei — ])ei! — Heródes var svo hræddur um völd sín, að hann lét myrða öll svein- börn í Betleliem, yngri en tveggja ára. Þér er ráðlegast að hverfa héð- an sem fyrst, maður minn, því að þetta er bær dauðans, rændur lífi og gleði.“ Jú, vitringunum fannst líka sjálf- um að ráðlegast væri að hypja sig á burt. Honnm þótti gott að frétta að vinir hans hefðu náð markinu — en þvi miður svo löngu á undan honum sjálfum. Og nú varð hann að fara til Egyptalands og leita barnið uppi þar. Hann fór heim í gististaðinn, seni hann dvaldist i, til að sækja kúpuna sína og hækuraar og horga nætur- greiðann áður en hann færi. En hið náföla vitfirringsandlit konunnar hvarf honum ekki sjónum og ekki heldur andlit mannsins með rauna- legu augun. Nú skildi liann harm þeirra; og gat hann liorfið á burt án þess að reyna að draga úr sálarkvöl- um þeirra? Átti hann eklci að fórna nokkrum dögum til að reyna að milda harm þeirra? Dagarnir urðu að vikum og mán- uðum — mánuðirnir að árum. En ennþá var fjórði vitringurinn á vakki um Betlehem. Því að þessi tvö, sem liann ætlaði að lijálpa, voru svo að scgja i hverju lu’isi í Betlehem. Blóð- ug lík litlu barnanna voru fyrir liingu komin í jörðina, en ennþú blæddi hjörtum foreldranna við endur- minninguna um morðdagana og kvíð- ann fyrir því, sem gæti komið næst, svo að fólkinu féllust bæði hendur og hugur. Heimilunum hnignaði og stærri börnin, sem þyrmt hafði ver- ið, voru hrædd og huglaus. Vitringurinn varð vinur allra. Hann þckkti leynimátt jurtanna og sauð úr þeim róandi og sefjandi vökva, svo að sjúkir fengu svefn og hvild og karlmennirnir styrk, og fólkið fór að starfa og vinna fyrir daglegu brauði á ný. Hann safnaði börnunum kringum sig og talaði við þau, sagði þeim und- ursamlega hluti um gang himintungl- anna, um lækningamátt jurta og ávaxta, um lif og athafnir dýra og fugla, kenndi þeim svo margt nytsani- legt og skemmtilegt að þau þyrptust að honum. En bæði við börn og fullorðna talaði hann um konunginn, sem hafði fæðst þarna eina nóttina í stljörnuljóina og eldist nú upp í útlegð en mundi einhvern tíma koma til baka, heimta kórónu sína og drottna — ekki aðeins yfir Gyðingalandi héídur allri ver- öldinni. Hann mundi ekki vinna völd sin með morðvopnum, svo að bÖrnum blæddi út og hjörtu mæðranna kremd- ust. Hann ætlaði að láta réttinn sigra, í stað þess að aðrir létu óréttinn sigra, og vald hans skyldi verða almætti kærleikans. Þessi konungur, sagði vitringurinn við fólkið, átti lnig lians allan, og eirðarlaus mundi liann verða þangað til löngun hans yrði svo sterk að hún sliti öll bönd og hann færi til Egypta- lands og hitti þar konunginn mikla. En þeir sem næst stóðu vitringnum grátbændu hann um að verða hjá sér og fara hvergi. Loks kom sá dagur að löngunin bar hann ofurliði og honum fannst að lokið væri starfi sínu í Betlehem. Aðeins eitt var eftir: í sorginni miklu, sem lamað hafði þrótt fólksins, liöfðu margir orðið öreigar, og þurftu mjög á hjálp að lialda til að rétta við. Þess vegna afréð vitringurinn, ])ó að hann tæki sér það nærri, að láta af hendi annan dýrgripinn sinn: liinn konunglega blóðrúbín, til að hjálpa vinum sínum í Betlehem. En þegar hann hafði gert það hélt hann af stað, en allir óskuðu honum blessunar og sögðu: „Nú grætur Rakel ekki framar i moldir.ni. Því að þú hefir hjálpað börnum liennar." Árin liðu. Vitringurinn var í Egypta- landi — liann hafði farið víða um landið, en ekki fundið konunginn, sem liann var að leita að, en liins vegar fjölda bágstaddra til að hjálpa. Hann gat aldrei neitað neinum, sem bað hann ásjár — liann hjálpaði þeim öllum af lijartans mildi sinni, ])ó að buddan léttist smátt og smátt. En siðasta dýrgripinn hafði hann jafann inni á brjósti sér, perlan sem var hvít eins og mjöllin mátti aldrei verða seld fyrir fé til að gefa öðrum. Hann gat ekki gengið tómhentur fyrir konunginn, sem liann hafði gert sér að ævimarki að hitta. 1 kórónunni um enni lians átti perlan að skarta eins og stjarnan í austri, svo að allir gætu rákið hin lireinu spor hennar. Vitringurinn var orðinn gamall. Ilárið var orðið hvitt og bakið bogið, en hugsun hans var skýr, vilji hans sterkur og lifandi. Þá bar ])að við dag nokkurn i Alexandríu að hann rakst á Gyðing frá Betlehem, sem sagði honum frá einkennilegum manni i Galileu, sem gerði tákn og stórmerki, læknaði holdsveika og blinda — hann hefði

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.