Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 9 Úr garði sendiherrabústaðarins. Inn um dyrnar á miðjum vegg sér inn í borðstofuna. sem er í sambandi við forsalinn á neðri bæðinni. Stiginn á milli forsalanna sést hér á einni mynd- inni. Þessi efri forsalur er notað- ur sem setusofa heimilisfólksins hversdagslega. Á efri hæðinni eru lika tvö stór baðherbergi og tvö vatnssalerni. Og þrennar svalir alls, tvennar stórar og einar minni, eru í sambandi við herberg- in og gangana á efri hæðinni. Auk stigans milli forsalanna er annar stigi bakatil sem nær áfram alla leið á háaloftið. Á neðri hæðinni er forstofa fyrst með marmaragólfi og marm- araklæddum veggjum að neðan- verðu. Lokuð fatahengi eru þar með veggjunum og tvö vatnssal- erni. Inn af forstofunni tekur við rúmgóður forsalur og uppgengt þaðan á efri hæðina, eins og áð- ur segir. Úr forsalnum eru einnig dyr inn að eldhússganginum og inn í skrifstofu sendiherrans og enn aðrar inn í aðalstofuna. 1 henni er opinn arinn úr marmara. Þetta er stærsta stofan í húsinu, um 50 fermetrar. En inn af henni er borðstofan. Þar geta rúmast 30 manns í sæti. Úr borðstofunni eru dyr að framreiðsluherbergi og aðrar út á verönd og í garðinn. Allar gluggakistur í stofunum á neðri hæð eru úr marmara og miðstöðvarofnarnir innbyggðir í veggina og með marmarahillum yfir. Eldhús, búr og framreiðsluher- bergi er í röð meðfram vesturhlið hússins og gangur meðfram, sem nær að bakdyrunum og stigunum, sem ganga upp á efri hæð og þak- hæð. Undir húsinu er vandaður kjall- ari, hólfaður sundur í tíu geymslu- herbergi og miðstöðvarklefa. Sjálfvirk olíukynding hitar mið- stöðvarkerfið, en rafmagn er not- að til suðu og ljósa. 1 kjallaranum er einnig þvottahús með full- komnum vélum, bað og salerni. Steinsteyptur bílskúr er við annað innkeyrsluhliðið á lóðinni. Húsið sjálft er byggt úr timbri kringum 1920, en steinsteyptur kjallari undir og hellt^þak. Hefir verið afar vel til þess vandað og ávallt verið vel haldið við, enda var það einn af kunnustu iðju- höldum Noregs, sem byggði það á sínum tíma og bjó þar til dauða- dags, Throne-Holst aðaleigandi og framkvæmdastjóri hinnar kunnu súkkulaðigerða ,,Freya“ í Noregi og „Marabou“ í Svíþjóð. Hann dó árið 1947 eh ekkja hans, sem bjó áfram í húsinu eftir har.n, dó árið 1952, og kusu syn- ir þeirra þá heldur að selja húsið vægu verði en að selja það Pétri eða Páli fyrir fullt verð og eiga á hættu að það lenti í braski eða yrði nítt niður. Má því með full- um rétti segja, að íslenska ríkið hafi fengið tækifæriskaup á þessu stórmyndarlega húsi. Umhverfis húsið er garður og vönduð girðing í kring. Er öll girðingarlóðin um 3000 fermetr- ar. Garðurinn er einkar fagur með skógartrjám og aldintrjám en sléttur grasflötur í miðju, en gosbrunnur er andspænis verönd- inni fyrir borðstofudyrunum. Liggur garðurinn að tveimur göt- um, Langviksveien og Fredriks- borgveien, þvi að húsið stendur á hornlóð. Trén í garðinum loka úti umferðarþysinn frá götunni, og húsið virðist standa á kyrrum stað einhvers staðar í skógi. En af efri hæðunum er ljómandi fagurt útsýni inn til borgarinnar og út yfir fjörðinn. 1 garðinum eru kringum 70 tré af um tuttugu mis- munandi tegundum, og væntan- lega bætist þar við bæði Vagla- skógarbirki og íslenskur reynir er tímar liða fram. Af aldinum vaxa i garðinum bæði epli, perur og plómur og blómskrúð er þar mikið undir eins og vorar. Langviksveien 6 er hinn prýði- legasti sendiherrabústaður og ágætlega búinn að húsgögnum. Borðstofuhúsgögnin eru þau sömu og voru í tíð Trone-Holst, því að þau voru keypt með húsinu, en önnur húsgögn eru eign sendi- herrans og ríkisins. Það er ís- lenskur svipur yfir stofunum og eiga málverkin á veggjunum eigi síst þátt í því. Þarna eru þrettán málverk frá Islandi, eftir Ásgrím, Jón Stefánsson, Kjarval, Jón Þor- leifsson, Guðmund Einarsson, Ás- geir Bjarnþórsson og Svein Þór- arinsson. En vitanlega eru það fyrst og fremst húsbændurnir, Bjarni Ás- geirsson sendiherra og frú Ásta Jónsdóttir, sem setja íslenska svipinn á heimilið. Þau hafa nú dvalist í Osló á þriðja ár og voru framan af á hrakhólum hvað hús- næði snertir, en hafa loks fengið ákjósanlegt heimili og geta sýnt gestum og gangandi þá gestrisni, sem þeim er lagin. Þau eru bæði vön stóru heimili og gestagangi frá fyrri árum á Reykjum og kippa sér ekki upp við það að mannmargt sé kringum þau. Þann 17. júní síðastlðinn var mannmargt á Langviksveien 6. Svo stóð á að þann dag var statt í Osló skemmtiferðaskip frá Islandi, „Hekla“ með hátt á annað hundr- að manns og einnig tveir hópar af fólki, sem verið hafði á ferða- Framhald á bls. JfS. Bústaður sendiherra íslands við Langviksveien 6 á Bygdö í Osló.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 47.-49. Tölublað (17.12.1953)
https://timarit.is/issue/295146

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47.-49. Tölublað (17.12.1953)

Aðgerðir: