Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 18

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 18
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 ^ólasvcinar og ■Urunadans &$lir Cárus Sigurbiörnsson rithöfund LLIR kannast vi8 sög- una uni dansinn i Hruna. •^iyöKiYrií — i’ar segir frá því, að einu sinni til forna var ])restur i Hruna, scm var mjög gefinn fyrir skemmtanir og gleðskap. Hann hafði dansferð í kirkju sinni með sóknarfólkinu, drykkju og spil og aðr- ar skemmtanir, sem sagan tilgreinir ekki nánar. Og til þessa fagnaðar valdi Hrunapresturinn sjálfa jólanóttina, eftir þvi sem sagan segir, embættaði ekki fyrri part nætur sem skylt var, lieldur tók upp dansleik í kirkjunni i staðinn. Auðvitað hefndist honum geypilega fyrir þennan verknað. Sag- an er einmitt sögð til þess að leiða al- veg ótvirætt í Ijós, hver syndagjöld prestur þessi hlaut og við hverju má búast, ef veraldlegar skemmtanir eru hafðar um hönd í kirkjum. Hvert mannsbarn veit, að ])að var sjálfur myrkrahöfðinginn, scm kvað vísuna fyrir utan Hrunakirkju og sökkti síð- an kirkjunni og öllum söfnuðinum i jörð niður. — Og eins til sanninda- merkis, að svona geti aftur farið, er sagan um Bakkastaðadansinn. Þar för allt á sömu leið, og var dansinn þó ekki stiginn inni í lcirkjunni, heldur í kirkjugarðinum — skuggalegur ná- ungi birtist, þá hæst fór leikurinn, liélt sér í hurðarliring kirkjunnar og kvað vísu fyrir munni sér. Síðan sökk kirkjan, en presti og meðhjálpara var bjargað — sennilcga vegna ])ess, að þeir höfðu þó þyrmt sjálfri kirkjunni. Þessum þjóðsögum hefir ekki verið sá gaumur gefinn, sem þær réttilega eiga skiiið. Þær liafa alltaf verið tekn- ar fyrir það, sem þær óneitanlega eru á yfirborðinu: Grýlusögur, í öðr 11 orðinu, sagðar til viðvörunar gegn ósæmilegri notkun kirkna, en í liinu orðinu eru þær hafðar til að sanna syndsamlegt og guði vanþóknanlegt athæfi gleðileikjanna gömlu. Þjóð- sagnasafnendur á öldinni sem leið höfðu' jafnvel heyrt, að kölski hafi komið í Jörfagleði og haft þar sömu aðferð og á Bakkastað og enda kveðið sömu visuna: Held ég mér i hurðarhring, hver scm það vill lasta liér hafa kappar kvcðið í kring kemur til kasta kemur til minna kasta. Og með sannindum er sagt frá því, að sama persóna hafi komið á Hóla- stað í líð Steins biskups, þegar skóla- piltar höfðu leikveislu á staðnum, og haft þar yfir orðrétt þessa vísu og því næst gert sig líklega til að sökkva embættismannaefnum þjóðarinnar í jörð, en einhverjum skólapilti átli að detta það snjallræði í hug að hefja upp Jesú-rimur og með þvi bjargaði hann skálanpm, sem leikveislan var höfð í. — Það er greinilegt, að þjóð- sagan hefir gert sér eins konar mynda- mót af refsiaðgerðunum við kirkjurn- ar i Hruna og á Bakkastað og síðan þrýst þvi til aðvörunar á gleðileiki sögn í Lárentíusar-sögu um leik skóla- sveina í kirkju að Völlum, að ieikat liafnir vissrar tegundar voru engu síður ])ekktar hér á iandi innan kirkj- unnar en hjá öðrum og stærri þjóð- um, en til þessara leikáthafna verður að rekja ýmislegt það, sem síðar stingur upp kollinum i alþýðlegum gleðileikjum og þó einkum í þeim leik, sem skólapiltar í Skálholti höfðu á Herranóttum sinum. Báðar hniga sög- urnar að kaþólskum minnum, sem færð eru til verri vegar eftir siðbót og það er í raun og veru orðið Jólasveinar ofan koma af fjöllunum. tíðarinnar. Ilér er ekki tækifæri til að fara út í það, hvc sögurnar eru þjóðlegar og vel til fundnar, en benda má á hliðstæða þjóðsögu þýska um kirkjufólkið í Kölbigk, sem dansaði á jóladaginn utan Magnúsarkirkju. A það var lagt í refsingarskyni að dansa allan ársins hring. Þar var ekki nærtækur kveðskapurinn og þar var ekki kunnugt um jarðsprungur og eldsumbrot, og þar var ekki einu sinni kölska til að dreifa, því að hann varð snemma hálf-meinlauS grínfígúra í kaþólskum sið og komst ekki til vegs og vakla aftur fyrr en með siðbótinni. — Þessi síðasta athugasemd bendir nokkuð fram á veg um það, hvar svipast eigi um eftir upptökum Hruna- og Bakkastaðasagnanna, þó ekki segi hún neitt um tilefni þeirra, og er þá komið að merg málsins: Sagnirnar eru tiikomnar í Lúterskum sið hér á landi og uppspuni einn um afdrif kirknanna, en fela í sér sannindi um athafnir, sem í raun og vcru liafa farið fram í kirkjum hér á landi í kaþólskum sið. Þær bera þess vitni, eins og raunar lika gerir stutt frá- hneykslunarefni að safnast til kirkju sinnar i nokkrum öðrum tilgangi en þeim, að hlýða helgum tíðum. Því miður segja sögurnar ákaflega lítið um það, sem fram fór í Hruna og á Bakkastað. En þó má fóta sig á nokkru. Á öðrum staðnum er dans- ferðin höfð utan kirkju, í kirkjugarð- i'num, á hinum staðnum innan kirkju og þar er höfð drykkja og spil með dansleiknum. Hvort tveggja gleðskap- urinn fór svo fram á jólum. — Ef litið er nú til messuláta í kaþólskum sið einmitt um jólaleytið, þá rekur maður þegar í stað augun í það, að þá komust ýmsir skringilegir siðir i liefð, ýmist leyfðir eða. liðnir af kirkjulegum yfirvöldum, meðan ekki keyrðu úr hófi eða spjöll urðu að. Það sem einlcum þarf að athugast í þessu sambandi er hin svokallaða „Festum stultorum“ eða hátið heimsk- ingjanna, sem var samnefnari fyrir ýmiss konar ærslafengnar gleðir skólapilta og klerka lægstu vígslu og fóru einatt fram innan sjálfra kirkju- veggjanna ýmist, að því er virðist, í þröngum hópi eða með þátttöku alls ahnennings, sem ])á lél ekki sitl eftir liggja. Eins og nærri má geta keyrðu ærslin langt fram úr hófi, áður en yfir lauk, og voru þá ekki látin átölu- laus af yfirvöldum kirkjunnar. Meiri háttar prelátar og alvarlega hugsandi guðfræðingar höfðu alitaf liorn i síðu ])essarar klerklegu gleði en þrátt fyrir boð og bann reyndist erfitt að út- liýsa henni úr kirkjunum. Almenning- ur á miðiildum leit ekki á athafnir leikjanna sem hneykslanlegar, livað þá syndsamlegar. Samband hans við hin æðri máttarvöld var barnslegra og einfaldara en siðar varð. Klerk- dómurinn skipti beinlínis á milli sín hátíðisdögum jólanna til þess að fremja messulæti sín. Þannig höfðu djáknar Stefánsdag, 2(5. des., prestar: Jónsdag, 27. des., skólapiltar og ung- viðið Barnadaginn, 28. des., en sub- djáknar ýmist gamlaársdag, þrettánd- ann eða 11. janúar. Þess er þó að geta, að skólapiltar völdu sér biskup úr eigin höpi með sérstökum fagnaði á Nikulásarvöku G. des og hélt hann tign sinni fram á Barnadag. Kemur þessi drengjabiskup síðar við sögu. Nokkra hugmynd um það, sem frairí fór á þessum tyllidögum, gefur bréf dekána guðfræðideildar Parísarhá- skóla til franskra biskupa, dagsett 12. mars 1445. Þar segir svo: „Þar getur að líta presta og klerka með grímur og óskaplegan höfuðbún- að um sjálft messuleytið. Þeir dansá í kórnum klæddir kvennafötum eða lauslætisbúnaði eða sem trúðár. Þeir syngja léttúðar kvæði. Þeir éta blóð- pylsur á altarisbríkinni meðan sung- in er íhessa. Þar hafa þeir og tcn- ingsspil. Þeir fórna gömlum daun- illum skósólum í reykelsis slað. Þcir endasendast um alla kirkjuna án nokk- urs kinnroða fyrir athæfi sín. Loks- ins aka þeir kerrum um stræti og torg og vekja hlátur áhorfenda með skrípalátum og skcfjalausum kveð-* skap.“ Lolcs segir í bréfi þessu, hvernig kosinn var „biskup heimskingjanna", sem færður er í futlan skrúða, „klerk- dómurinn ífæriiy sig tötra leikmanna og trúða, en leikmenn iklæðast prest- legum skrúða". Sýndir eru Ludi Myndin er frá 1555 og sýnir „jóla- púka“ af sama stofni og íslensku jólasveinarnir eru. Einn er að brjóta vök í ís til að brynna skepnum, annar mokar hesthús og þriðji ferjar yfir á, o. s. frv. Mynd frá Miinchen, frá árinu 1493, af dansfólki, sem dæmt hefir verið til að dansa allt árið, vegna þess að það dansaði á jólanóttina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 47.-49. Tölublað (17.12.1953)
https://timarit.is/issue/295146

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47.-49. Tölublað (17.12.1953)

Aðgerðir: