Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 14

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 14
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 lvftir Giiðrúmi Skiiladóltur finna til eins konar ókyrrðar í mag- anum og ónota í kokinu. Og nú sátu sumir og góndu beint út í bláinn en höfSu enga sinnu á að njóta neinnar fegurðar, hvorki fjallshlíðarinnar, himinsblámans né fallegu itölsku stúlkunnar, sem reri hvað eftir annað kringum bátinn okkar og viidi versla við okkur. Hún bauð strákörfur, strá- liatta, skartgripi og minjagripi, cn cnginn sinnti þvi. Hins vegar gæti ég vel hugsað að hún hefði getað verslað ef hún hefði haft sjóveikispillur á boðstólum. Loks kom að þvi, að við fengum að fara i litlu 'bátana. Það gekk nú b.eldur ekki þrautalaust, og einn úr okkar hóp, sem var orðinn grænn i framan, kom riðandi ofan í bátinn, missteig sig og datt og munaði minnstu að liaiin hvolfdi undir okkur kæn- unni. Rann svo mikill sjór inn að við urðum vot upp í hné, og ferjumaður- inn byrsti sig og hélt ræðu, sem varð löng þó að hann væri óðamála. Ég var guðsfegin að skilja ekki orð af þvi sem hann sagði, því að ég réði það af svipnum og handapatinu að það hafi ekki vcrið sem fallegast. Þegar við réttum úr okkur eftir að að hafa kengbeigt okkur meðan verið var að róa inn úr hellismunnanum, höfðum við gleymt öllum okkar vand- ræðum, því að nú blasti við töfrandi sýn. Eg ætla mér ekki þá dul að reyna að lýsa henni, að öðru leyti en þvi, að þarna var allt svo óscgjanlega blátt og sjównn undurtær og ljósblár, líklega vegna kalklaganna og skelja- sándsins, sem víða er í botni þarna. Þarna í fjailinu eru sem sé margar ólíkar bergtegundir, sumar harðár og sumar mjúkar. Þær mjúku eyðast fljótar i viðureigninni við brimið og á jiann hátt myndast sjávarhellarnir. Eg minntist á ]iað áðan, að við urð- um að beygjá okkur þcgar við fórum inn um heflismunnann. En þegar inn er komið er Jiellirinn 13 metrar undir loft, þar sem hann er hæstur. Og hann er 52 mctrar á lengd og 32 metrar þar sem hann er breiðastur. Þegar við vorum komin aftur til Marina Grande heilu og höldnu héld- um við til Capri, með járnbraut, sem draga verður á streng vegna þess hve hallinn er mikill. Sams konar sam- göngutæki og Flöjbanen í Bergen er, en liana kannast ýmsir lesendur mínir lengra upp í hlíðarnar, til þess að forðast sjóræningja, og settust þá að á tveimur stöðum, Capri og Anacapri. Það var ekki fyrr en 1874 sem vegur var lagður milli þessara tveggja liæja, en fyrir þann tíma var beinn stigur á milli, með 784 þrepum. Undir eins og við stigum í land vorum við umkringd af „Capri-skeggj- um“, sem buðu fram varning sinn eða buðust til að ferja okkur. Við leigðum í skammdegishretum þykir flest- um gott að hugsa til Iilýrra og bjartra sumardaga og ihlakka til þeirra kom- andi. Að minnsta kosti er mér svo farið. Og þegar næðingarnir eru sem naprastir núna og aldrei verður sæmi- lega bjart um miðjan daginn, finnst mér birta yfir og draga úr kuldanurn er ég hugsa til bjartra sólardaga, sem ég lifði á Ítalíu i sumar sem leið. Og best hlýnar mér er ég hugsa til Capri, undraeyjunnar i Napoliflóa. Frá barnæsku hefir maður heyrt talað unr þessa Paradís á jörðu, og hver hefir ekki þráð að fá að stíga þar fæti? Með mikilli eftirvæntingu fór ég um borð í flóabátinn, sem átti að flytja mig frá Napoli til draumalands- ins (og ánægjan yfir að komast um borð var tvöföld, vegna þess að minnstu munaði að ég kæmist ekki með skipinu). Það var svo mikill ferðahugur í okkur um morguninn að við fórum alltof snemma af gistihús- inu, og ítalinn sem var með farseðl- ana okkar kom þess vegna of seint á strætisvagnabiðstöðina, sem liann átti að liitta okkur á til að afhenda okkur miðana. Afleiðingin var sú, að hann slóð á torginu og beið eftir okkur, en við stóðum á bryggjunni og biðurn eftir Iionum. Tíminn leið og ekki kom farmiðamaðurinn og við urðum óró- legri með hverri mínútunni sem klukkan færðist nær burtfarartíma skipsins. Sendimenn voru gerðir út í allar áttir til að hafa uppi á miða- manninum. Ég vil ekki hafa eftir öll fúkyrðin, sem samferðafólkið lét sér um munn fara um þennan langþráða mann; það lá við að ég væri farin að óska að hann kæmi ahlrei í leit- irnar, vegna þess hve ég var hrædd við að samferðamenn mínir, sem allir voru af norrænum víkingaættum, mundu misþyrma honum. En samt varð ég glöð þegar ítalinn kom Iilaup- andi i öllum hitanum tveimur mín- útum áður en skipið átti að leggja af stað. S'vo var siglt út úr höfninni i Napoli og von bráðar gátum við dáðsl að hve borgin er falleg er maður sér hana af sjónum. Napooli er fegurst úr fjar- lægð, og þarna utan úr flóanum var hún dásamleg með öllu hvítu húsin. Þó var maður alltaf að renna augun um í hina áttina — til Capri, þó að eyjan væri svo fjarri að ekki sá enn nema gráan díl í móðunni. Mér fannst eilífðartími þangað til við vorum komin svo nærri eyjunni að við sáum liana greinilega — há fjöll og sæ- bratta kletta, og siðan byggðina við höfnina, Marina Grande, smábæinn Capri fjær uppi i hlíðinni og Anacapri cnn ofar. Marina Grande er á norðan- verðri eyjunni, en Marina Piccolo er að sunnanverðu og er sú höfn notuð í norðanátt. Á miðöldum var aðalbær- inn við Marina Grande, en á fimmt- ándu öld fluttu íbúarnir sig um set, Villa San Michele á Anacapri. . Við hellismunnann á Bláa hcllinum á Capri. Útsýni yfir Capri. okkur lítinn vél'bát og svo var haldið á stað og ferðinni vitanlega heitið út i hinn fræga Bláhelli. Talsvert rok var og bátskelin hoppaði og hossnðist i öldunum. Þarna var mikil bátaum- ferð meðfram snarbrattri fjallshlið- inni, sem rís eins og veggur beint upp úr sjónum. Og hátt uppi i fjallinu gát- um við grillt í dálítinn hluta af Ana- capri, en hinn fræga stað, San Mich- ele sáum við vel, því að hvítu húsin þar standa fremst á fjallsbrúninni. Á leiðinni sáum við víða skúta i berginu niður i sjávarmáli, smáhella sem verða að sætta sig við að þeim sé ekki gaumur gefinn, fremur en Smið síðan Geysir fór að gjósa aftur. Okkur var ekki leyft að staldra við þessa smáhella, báturinn rann áfram viðstöðulaust þangað til hann stöðv- aðist allt í einu beint fram undar Blá- helli. Þar var heil torfa af bátum með farþega, sem 'biðu eftir að fá að kom- ast inn í hellinn. Fjöldi af hvít- máluðum smábátum ferjaði fólkið inn í hellinn. Við urðum að taka á þolinmæðinni og bíða 'þangað til að okkur kæmi. Þessi biðtími varð mjög erfiður. Sumum leið nefnilega illa i bátnum, sem hossaðist þarna og stakk stöfnum og lét illa, en það var ekki bátgreyinu að kenna. Það var talsvert hvasst og þarna var mikil alda. Við fórum livert eftir annað að fölna og DAGUM Á CAPRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 47.-49. Tölublað (17.12.1953)
https://timarit.is/issue/295146

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47.-49. Tölublað (17.12.1953)

Aðgerðir: