Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Síða 51

Fálkinn - 17.12.1953, Síða 51
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 *^*^#^*^*^*^*>^**^*>^#^*>^*^tó^*^*47 Hún tók á móti honum opnum örmum, og hann hefði verið „úr skrítnum steini“ ef hann hefði ekki þrýst henni að sér og kysst hana á kinnina. Og á broti úr sekúndu fór þessi hugsun um hann eins og elding: Kannske ég geti unnið hana enn? En hann sigraðist brátt á veikleika sínu.m. Hann vissi að hún mundi aldrei verða ham- ingjusöm hjá honum, og hann elskaði hana meira en svo að hann vildi vita hana ógæfu- sama. Hann ýtti henni varlega frá sér. — Rósalinda, byrjaði hann alvarlegur. — Eg þarf að tala við þig um alvarlegt mál. — Hvað er það? Brúnu augun urðu þegar angistarfull. — Komdu og sestu. Þau settust saman í sófann og prinsinn byrjaði: — Eg hefi hugsað mikið um okkur bæði meðan ég var í sveitinni .... Hann hik- aði og varaðist að líta í spyrjandi augu henn- ar. —: Rósalinda, ég hefi komist að sárri óum- flýjanlegri niðurstöðu. Okkur hefir skjátlast báðum. — Skjátlast? — Já, og ég held að við höfum vitað það bæði undir niðri, frá byrjun. Það væri rangt að við giftumst. Það brýtur í bág við það innsta í okkur sjálfum: átrúnað, siðalögmál — og uppruna. Það er brot á náttúrulögmál- inu. Þú ert ensk. Eg er Tyrki. — En, Ali .... þú .... ég .... — Eg elska þig, sagði hann. — Eg elska þig af hug og hjarta. En það er ekki nóg, Rósalinda. Lifið er langt og erfitt, og ástin getur ekki bætt allt upp. — Áttu við .... að þú viljir ekki giftast mér? — Eg get það ekki, Rósalinda. Eg mundi gera þig ógæfusama. — Nei, Ali. — Þér finnst ég kannske harðbrjósta, en mér eru ekki aðrir vegir færir. Eg hefi séð að það er ómögulegt að við verðum hjón. — Sástu það eftir að þú fórst heim? — Já. — Það er þá með öðrum orðum f jölskyida þín .... — Já, Rósalinda, hún mundi ekki hafa boðið þig velkomna. Eg mundi nema þig á burt frá þínu fólki en gæti ekki gefið þér annað fólk í staðinn. Þú mundir verða kona, sem ættir i rauninni hvergi heima. — En þetta gerði ég mér allt ljóst fyrir- fi'am. Ali. Eg veit að það yrði ekki létt. En við höfum 'hvort annað .... — Ö, Rósalinda! Eg elska þig! — Það er það eina sem máli skiptir. Þú .... hugsar aðeins um mig .... Hann stóð upp. — Nei, Rósalinda, ég hugsa um sjálfan mig líka. Við verðum að hugsa fram í tímann. Börn okkar .... sonur minn mundi verða erfingi minn, en hann mundi verða útskúfaður úr ættinni. Hann mundi hvergi eiga heima. Og hugur hans mundi verða tvístraður .... Eg hefi séð þess konar áður. — Sonur þinn .... Eg hefi aldrei hugsað um hvernig börnin .... Hann sá hvernig þessi rök orkuðu á hana. — Eg veit ekki hvað segja skal, sagði hún vandræðalega. — Segðu ekkert. Hugsaðu hvað sem þú vilt um mig, Rósalinda, ég á það skilið. Eg hefi hagað mér óafsakanlega. En ég hefði bakað þér miklu meiri ógæfu ef ég hefði gifst þér. Þú skilur þetta einhvern tíma .... og fyrirgefur mér. Hann fór vel með hlutverk sitt. Hún efaðist ekki um að hann ryfi trúlofunina eins mikið sín sjálfs vegna og hennar. — Þér er þetta þá alvara? — Já. Eg yfirgef þig núna og fer til útlanda undir eins og ég kemst. Við látum kunningja okkar verða þess áskynja að það sért þú, sem hafir slitið trúlofuninni, en þú verður að segja þeim það sjálf. Segðu hvað sem þú vilt um mig .... — 0, Ali, þú mátt ekki fara frá mér svona .... — Gráttu ekki Rósalinda. Það væri meira en ég gæti afborið. Eg er ekki tára þinna verður. — Jú, Ali, þú ert miklu meira verður. Nú gat hún ekki haldið tárunum aftur lengur. — Eg get ekki misst þig, Ali .... — Vertu ekki að gera mér þetta erfiðara en þörf er á, Rósalinda, sagði hann hás. — Sérðu ekki að það er óhugsandi að við verð- um hjón? Hún leit upp og þurrkaði af sér tárin. — Kannske við höfum farið flónslega að ráði okkar . .. . ? — Við höfum verið bjánar, sagði hann með uppgerðarkátinu, en nú höfum við vitkast aftur. Eg verð að fara núna, áður en vinafólk FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á fimmtudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. Spennandi ástar- og leynilögreglusaga eftir Phyllis Hambledon. Leyndavmál (12) sifStrnnnA „Þrátt fyrir það 'hygg ég að Martin hafi rétt að mæla — j)að ætti að skýra lögregluforingjanum frá atburðum næturinnar," sagði ég. „En góða Rosalind!" Nú gat Suzy eltki lengur á sér setið. „Er ekki nógu slæmt að svefnfriði okkar sé raskað, þarf í þokkabót að flækja lögreglunni í málið. Eg álít raunar að ])að sé mesta heppni að ekkert þessu líkt skyldi koma fyrir meðan lögreglu- þjónarnir héldu vörð á nóttinni hér i húsinu. Eg er sannfærð um að Helen byði ])ess aldrei bætiir, yrði lnin tekin til yfirheyrslu einu sinni enn. Eg gcri ráð fyrir að það sé mitt að gæta hags- muna Helenar, og úr því sem komið er, verð ég að taka meira tillit til hennar en Mollý frænku. Það getur liaft al- varlegar afleiðingar fyrir hana, verði gert of mikið veður út af þessu. Og hvað sem öllu öðru líður er ég búin áð fá nóg af lögregluforingjanum upp á lífstdð." „Hann kernur eflaust fyrr en nokk- an útförin var gerð,“ sagði Martin. „Hann kemur eflaust fyrr en nokk- urn varir,“ sagði Suzy mæðulega. „Eg spurði hann hvort við gætum farið héðan — það væri Helen eflaust fyr- ir bestu. En bann svaraði: „Nei, ekki fyrst um sinn.“ Hamingjan gefi að lionum takist að hafa upp á morðingj- anum. Eg gæti ekki sofið eina einustu nótt fremur en Ilelen án ])ess að iiafa svefnmeðul.“ Læknirinn var að koma og hún gekk til móts við liann. Eg gerði mig líklega til að fara á eftir henni en Martin greip um handlegg minn. „Hvað er um að vera?“ sagði ég og ég sagði það ekki sérlega vingjarn- lega. „Eg ])arf að tala við þig. Komdu niður i sumarhúsið.“ „Það er ekkert um að tala.“ „Jæja, þá tölum við um ekkert.“ „HVAÐ er að þér?“ spurði hann hvasslega er við komum niður í sum- arhúsið. „Að mér? Nei, lieyrðu nú — nú ertu orðinn full gamansamur!" „Jæja, er ])að þá ég sem eitthvað er að?“ Hann liélt áfram hraðmæltur og opinskár. „Þú heldur að ég sé lirif- inn af Suzy!“ „Rg veit það.“ Það varð ])ögn. Hann virtist að minnsta kosti of heiðarlegur til að þræta fyrir það. „Það er satt,“ sagði hann hægt. „Þvi miður — er það satt! Rosie, við verðum að tala alvarlega saman. Þetta breytir engu um ást mína á þér ....“ „Þessi síðustu orð þin kalla ég ó- svífni!“ „Nei, því fer fjarri. Þetta kalla ég hreinskilni! Tilfinningar mínar gagn- varl Suzy eru allt annars eðlis — það er eins og ég hafi sýkst af næmum sjúkdómi! Rosalind, þegar ég var veikur varstu mér svo undur góð og hjálpsöm! Eg hefði aldrei komist yi'ir það hefði þin ekki nootið við. 1 hvert skipti, sem ég var að jafna mig eftir uppskurðina „Þér skjátlast ef þú heldur að ég ætli að sitja og halda i hendina á þér meðan þú ert að jafna þig eftir Suzy!“ sagði ég. „Hún er yiulisleg, finnst þér það ekki?“ sagði Martin. Rödd hans var dreymandi. „Gremst þér mjög að mér skuli finnast hún yndisleg? Mér er vel Ijóst, að hún hefir ekki jafn stór- brotna skapgerð til að bera og þú. Hún er óáreiðanleg og myndi eflaust bregð- ast ef á reyndi. Hefði hún verið gift mér, þegar ég lenti í flugslysinu, myndi hún haía forðað sér sem fæt- ur toguðu og aldrei sést framar. En luin er indæl engu að siður. Ó, Rosie, ég grálbað þig um að reyna að skilja mig! Þú mátt ekki bregðast mér vegna þessa!" „Asninn þinn!“ sagði ég. „Þú ert aunii ræfillinn að dirfast þess að íara fram á slikt við inig. Eg ætla rétt að segja þér það, að ég er á góðri leið með að verða ástfangin af Sebastian. Mér er vel ljóst að hann myndi bregð- ast ef á reyndi, en finnsl þér hann ekki laglegur og myndarlegur? Mér þætti gaman að vita hvort ég gæti komið honum til að kyssa mig — hann er engum bundinn eins og er ....“ „Eg hlusta ekki meira af svo góðu. Láttu mig í friði!“ „Ekkert er sjálfsagðara," sagði ég. Hann hljóp niður að ströndinni. Skönnnu síðar sá ég hann bisa við að ná bátnum út úr bátaskýjinu, og síðan reri hann sein vitstola út á flóann. Það lá meira að segja nærri, að eitl gufuskipið sigldi hann í kaf. „Guð minn góður,“ hugsaði ég. Mig langaði mest til að háskæla en ég gerði það ekki. Vandinn var jafn óleystur, þótt ég skældi. Eitthvað varð ég til bragðs að taka. Eða var ef til vill skynsamlegast að leyfa Martin að jafna sig á þessu án þess að gera nokkrar ráðstafanir? ÞEGAR ég kom heim aftur stóð lækn- irinn með Suzy sér við lilið. Eg heyrði á tali hans, að hann myndi vera að tala'við heilsuhælið, og það var auð- heyrt á orðum hans að ekkert pláss væri fáanlegt þar eins og á stæði. „Er þá ekki hægt að senda hana?“ sagði Suzy um leið og hann lagði heyrnartólið á. „Nei, og ég fullvissa yður um að það keinur ekki að sök. Systur yðar er nú ljóst að hér var aðeins um drnum að ræða. Það hefir hún þegar viður- kennt fyrir mér. Að sumu leyti líður henni betur hér en á heilsuliælinu. Heilsuliæli eru ekki ávallt heppileg- ustu staðirnir fyrir sjúklinga, scm erti að verða albata.“ „Hún er alls ekki albata.“ Rödd Suzy Framhald á bls. V.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.