Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 32
28 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953
Tveir Appollóar
er nafnið á heimsfrægum fimleika-
mönnum. Það er dimmt á leiksviðinu
þegar [>eir koma inn, en allt í einu
kviknar á kastljósunum og sýningin
byrjar. Þeir leika hinar ótrúiegustu
listir, sem sýna að [>eir eru afar sterk-
ir í höndunum.
Það merkilegasta við þessa menn
er, að þeir eru báðir alveg máttlausir
fyrir neðan bringu. Þeir eru báðir
sænskir og fæddir í sama bænum,
en þegar þeir voru ellefu mánaða
fengu þeir báðir lömunarveiki. Þeir
kynntusta fyrst á hæli fyrir örkumla
börn. Og í skólanum ientu þeir í
sama bekk og stunduðu námið vel.
Máttleysinu tóku þeir eins og sjálf-
sögðum hlut, þeir liöfðu aldrei munað
eftir sér öðru vísi. En þegar þeir
komu í þriðja bekk voru félagar þeirra
látnir l>yrja á leikfiminni. En þar urðu
þéir nð ganga úr leik. Og nú fyrst
varð þeim ljóst hve illa ]>eir voru á
vegi staddir. En einu sinni þegar teik-
fimitíminn byrjaði, læddust þeir út
í skóg. Þeir liöfðu komið sér saman
um að reyna dálítið skrítið. Þeir ætl-
uðu hvorki meira né minna en reyna
að verða eins sterkir og hinir. Þeir
fundu sér felustað í skóginum og þar
tóku þeir af sér spelkurnar og leður-
æstin og fóru að æfa handleggjavöðv-
STÆRSTA FRÆ í HEIMI.
Framhald af bls. 2fi.
Það geta liðið 15 ár frá því að blóm-
ið springur út og þnngað til ávöxt-
urinn er fullþroskaður, og síðan geta
liðið [>rjú ár þangað til hann fer að
spira.
ana. Þeir keyptu sér hringi, sem þeir
liengdu upp í tré, og æfðu sig í þeim,
og þegar frá leið fundu þeir að kraft-
arnir í handleggjunum fóru að auk-
ast. Og meira að segja varð máttur-
inn í fótunum meiri líka. Þegar for-
eldrar þeirra komust á snoðir um
hvað þeir höfðu fyrir stafni, þegar
þeir áttu fri i leikfimitimunum, sann-
færðust þeir brátt um, að drengirnir
liöfðu haft gagn af þessum æfingum.
Læknirinn varð hissa, og leyfði þeim
að halda áfram. Og þeir urðu duglegri
og duglegri.
Einn góðan veðurdag gátu þeir
gengið niður skólatröppurnar á hönd-
unum, En það gátu engir hinna
drengjanna. Siðar sýndu þeir ýmsar
listir á skólaskemmtununum og loks
fóru ]>eir að ferðast milli bæja í Sví-
þjóð og sýna listir sinar. Og loks
byrjuðu þeir sýningar í fjölleikahús-
urn heimsborganna.
o o o o
Fræið hefst enn vel við í Botanisk
Have, en garðyrkjumaðurinn sem
hugsar um það, fær ekki að sjá það
sem fullvaxna jurt. Það liða nfl. 100
ár þangað til jurtin er fullþroska,
en þá er iiún líka orðin 35 metra há.
Blöðin eru um 2 metrar í þvermál og
blaðleggirnir ]>riggja metra langir.
Seychell-hnetan er oft kölluð „coeo
de mer“ — kokoshnot hafsins. Fyrr-
um trúði fólk því nefnilega að hún
yxi á hafsbotni.
Gömul sólhlíf handa jólatrénu.
Þessi sólhiíf er ekki stór. Beygðu
pípuhreinsara eða 15—16 cm. langan
stálþráð svo að handfangið verði að
neðanverðu (1). Taktu svo ganila silki-
pappírsservíettu og klipptu utan af
henni svo að hún myndi hring (2).
Þið getið gert tvær sólhlífar úr lienni,
sína úr hvorum lielmingi og bindið
þær um legginn, eins og sýnt er á 3.
Límið jaðrana saman með (helst gegn:
sæjum) limpappír og bindið svo litl-a
slaufu utan um legginn. (sjá 4).
,,Jólaeyjarnar“
Enski landkönnuðurinn James
Cook stóð á stjórnpallinum og mændi
út á hafið. Þetta var snemma á að-
fangadagsmorgun árið 1777. Skipið
var í Kyrrahafi, skammt frá miðjarð-
arbaugnum. Þetta var þriðja ferð
Cooks og hann var hræddur um að
það mundi verða sú síðasta. Ilún var
orðin löng. Veðrið hafði verið slæmt,
sífellt andbyri, vistir og vatn á þrot-
um og kurr kominn upp hjá áhöfn-
inni. Þegar Cook stóð þarna og Iiorfði
í sjónaukann datt honum i hug annar
landkönnuður, Magellan frá Portúgal,
sem hafði verið myrtur í rúmsjó af
áhöfninni, sem gerði samsæri gegn
honum. Það stóð líkt á hjá Cook.
Um miðjan dag, er Cook var inni
í klefa sínum heyrðist óp frá varð-
manninum: „Landsýn!“ Eða voru
þetta bara hillingar?
Staða skipsins var mæld, og það
kom á daginn að ekki var minna en
fjögurra daga sigling til næstu eyjar
sem menn vissu um þá.
En bráðum tók af allan vafa —
allir gátu séð kóralrif fram undan.
Nú varð pat á þilfarinu. Öllum þreytt-
um og svöngum óx hugur. Þeir lilökk-
uðu til að fá hreint vatn — og liver
veit nema þeir fengi ket líka.
Nokkrum klukkutímum siðar var
farið í land. Eyjan var óbyggð, en
þarna var mikið af kókospálmum,
banönum og fleiri ágætum ávöxtum.
Og villt dýr voru þarna líka og inn-
an skamms var kveikt bál og steikt-
ur besti jólamatur, svo góður að þeir
hefðu ekki fengið annan betri í Eng-
landi.
Og Cook tók fram sjókortið sitt
og teiknaði nýju eyjuna á það og ná-
lægar eyjar. Þær voru nefnilega
margar. Og svo gaf liann þeim nafn
og kallaði þær Christmas Islands —
jólaeyjar.
Ilún kom inn og veitti honum viðtal . ...
S N J Ó Ií A It L I N N .
Framhald af. bls. 23.
fötin, sem hún hafði fengið í
jólagjöf. Hún' leit út til að sjá
hvernig skíðafærið mundi vera,
en nú fékk hún annað að hugsa.
Á blettinum fyrir.neðan glugg-
ann hennar var snjókarl á hnján-
um með uppréttar hendurnar,
biðjandi og með andlit sem var
uppmáluð örvænting. Henni
fannst hún aldrei hafa séð jafn
talandi listaverk. Enginn nema
efnilegasti nemandinn á listahá-
skólanum gat hafa gert þessa
mynd, sem var svo nauðalík hon-
um sjálfum.
Hún hljóp niður stigann eins og
elding og þar tóku foreldrar
hennar á móti henni og trúðu
henni brosandi fyrir því, að inni
í stofu sæti ískældur ungur mað-
ur, sem verið væri að þíða með
heitu morgunkaffi. Og eftir því
sem þeim hefði skilist þá mundi
hann ekki amast við því að hún
kæmi inn og veitti honum viðtal.