Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 47

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 47
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 43 SENDIHEURAHEIMILIÐ. Framhald af bls. 9. lagi um Norðurlönd. Allt þetta fólk og að auk Islendingar búsett- ir í Osló var boðið til sendiherra- hjónanna í tilefni af deginum, en auk þess hafði verið móttaka fyr- ir sendiherra annarra þjóða og ýmsa norska íslandsvini fyrr um daginn. I ræðunni sem sendiherra hélt fyrir okkur Islendingana lét hann þess getið að hann teldi þetta eins konar skírnarveislu, en hins vegar nefndi hann ekki heitið. En á þessum stað voru gestirnir eins og heima hjá sér og þarna voru „þægileg þrengsli", þrátt fyrir hin góðu húsakynni, því að sjálfsagt hafa verið þarna á þriðja hundrað manns samtímis, þegar flest var. En svo hafði verið til ætlast að gestirnir gætu verið bæði úti og inni enda höfðu veit- ingaborð verið sett úti í garðin- UNDIR STJORNUNUM. Framhald af bls. 7. um götum í Jerúsalem var fólk á ferð og flugi, eins og eitthvað óvenjulegt vœri að gerast. Það var einhver æs- ingur i öllum. „Hvað er um að vera hér?“ spurði vitringurinn háan mann í síðri kápu, sem hafði numið staðar skammt frá honum. „Veistu það ekki?“ svaraði hái maðurinn þunglega. „Þeir hafa farið með spámanninn frá Galileu — „kon- ung Gyðinga“ — út á aftökustaðinn til að krossfesta hann.“ „Konung Gyðinganna!" hrópaði vitringurinn. „Segðu mér, í guðs bæn- um, hvert þeir hafa farið með liann. Hann má ekki deyja! Ég — ég get keypt lionum frelsi!“ „Bara að það væri nú svo vel!“ Maðurinn hristi höfuðið. „Jæja, þarna er vegurinn, beint á Golgata. En flýttu þér — flýttu þér — þeir fóru með hann þangað i morgun.“ Vitringurinn flýtti sér eins og þreyttir fætur hans leyfðu. Hann vildi — hann varð að komast í tæka tíð. Hann hlaut að geta keypt líf kon- ungsins fyrir perluna mjallhvítu. Þá heyrði hann nístandi óp. — Ung kona kom hlaupandi í ofboði og róm- um. En síðari hluta dags, um það leyti sem flestir gestirnir komu, gerði þrumuveður og aus- andi rigningu, svo að hvergi var verandi nema undir þaki. En allir undu sér vel þessa stund sem stað- ið var við. Það er víst, að aldrei hafa fleiri Islendingar verið sam- an komnir á einu heimili utan Is- lands, svo að þetta varð stór og fjölmenn „skírnarveisla". Hinn nýlátni biskup Islands var á ferð í Osló nokkru síðar, er hann kom af kirkjuhátíðinni í Niðarósi, og vigði hann þá bú- staðinn með stuttri athöfn. Hornlóðin á Langviksveien og Fredriksborgveien er eini blett- urinn í Noregi, sem íslensk lög gilda á. Og þar mun einnig ráða íslensk gestrisni og alúð, svo lengi sem þau Bjarni sendiherra og frú Ásta ráða þar húsum. * Sk. Sk. verskur leiguherliði á eftir henni. Hún þreif í kyrtil vitrihgsins: „Vertu miskunnsamur!" æpti hún. „Hjálp- aðu mér! Þeir Iiafa sett föður minn í fangelsi og scgja að h'ann eigi að sitja af sér skuld — og svo ætla þeir að selja mig í ánauð. — Bjargaðu mér!“ „Ég gel það ekki, barnið gott!“ sagði vitringurinn titrandi, „ég get það ekki. Ég þarf að bjarga öðrum. Þú verður að sleppa mér ■— þú mátt til að sleppa mér!“ „Þá verður þú að láta þá drepa mig — bið þú þá um að drepa mig!“ stundi hún og hneig niður og andlit hennar snart fót vitringsins. Þá greip hann perluna á brjósti sér — liann gat ekki annað — og rétti hermanninum hana. „Eg kaupi henni lausn,“ sagði liann. „Þetta er miklu meira en nóg fyrir skuld mannsins. Látið hann lausan og látið dóttur hans fara í friði.“ Hún kyssti fætur vitringsins og blessaði hánn. En liann seiglaðist áfram, tómhentur, rændur allri gctu til að bjarga konungi sínum! Bara að hann gæti boðið fram sitt eigið líf til að bjarga lifi lians! Hann varð að reyna það. Og hann neytti siðustu orkunnar og staulaðist áfram. Nú heyrðust drunur og þrumur — jörðin nötraði undir fótum hans og stórir steinar þyrluðust í loft upp yfir Hausaskeljaklettinum, sem gnæfði við loft skammt fyrir framan liann. Éinn steinninn lenti á enninu á hon- um og gamli maðurinn hneig niður meðvitundarlaus .... Þegar birti í lofti eftir fárviðrið lyftu miskunnsamir menn hinum meðvitundarlausa upp og báru liann inn í hús við veginn og lögðu hann þar og þvoðu blóðið af andliti hans og báru varlega vatn að vörum hans. Loks opnaði liann augun og starði út í fjarska. Varir Iians bærðust, eins og hann væri að reyna að segja eitt- hvað — og loks var hægt að heyra orð í samhengi: „Eg skil það ekki,“ hvísláði liann, „nei, alls ekki .... Hann segir að ég sé kominn til sin fyrir löngu .... á undan hinum þremur — að ég sé kom- inn í stjörnublikið fyrir ásjónu Iians .... Hann segir að ég hafi fórnað honum síðasta fjársjóðnum mínum — að ég hafi fært honum alla dýrgrip- ina mína þrjá. Já, já — nú sé ég þá .... Þeir ljóma eins og sjálf stjarnan i austri .... glitra í kórónunni á liöfði kon- ungsins míns ....“ Svo ljómaði bros á andliti hans, liann reyndi að lyfta höndunum, en þær duttu máttlausar niður. Og augu hans brustu í dauðanum. „Hann gat dáið, þessi virðulegi framandi maður,“ sagði hár maður í siðri kápu, sem stóð þarna i hópn- um við dánarbeðinn — hann gat dá- ið sæll og í friði. Þvi að augu hans sáu eilifa lífið áður en þau brustu .... Milli himins og jarðar liggur stjörnuslóð — sem heitir kærleikur til náungans. Þar sem liann er full- kominn er markinu náð. — Mættu allir ná því marki cins og hann.“ „Amen!“ sögðu allir í hópnum. Og lýkur hér helgisögunni um fjórða vitringinn frá Austurlöndmn. * y * ♦ a VIÐKVÆMUR STRENGUR. Framhald af bls. 41. — Gjörið svo vel, sagði hún og rétti gamla manninum nokkrar krónur. — Já, en þér hafið þegar gefið mér, sagði hann og rétti höndina hikandi fram. Hún kinkaði kolli vingjarnlega og sagði: — Gleðileg jól. — Þökk fyrir, sömuleiðis. Guð blessi yður fyrir góðvild yðar. Hún stóð kyrr. — Það er mitt að þakka. Góðvild mín nær skammt, en ég vildi gjarna, að hún næði lengra. % % vfc Hann opnaði dyrnar sjálfur, og hún hljóp upp um háls á honum. — Fyrirgefðu mér, sagði hún. — En ástin mín, sagði hann bljúgur, ])ú áltir ekki sök á þessu. Það er ég, sem ætti að biðja um fyrirgefningu, því að ég gerði þig 'hrygga. — Nefndu það ekki. Það var eigin- girni og afbrýðisemi, scm hljóp með mig í gönur. Hann faðmaði hana að sér, og i fjarska fannst henni hún heyra óma af lagi: „Upp er runninn dýrðardagur". V * ♦ A Hannes Friðsteinsson, yfirstýrimaður á varðskipinu Þór, verður 60 ára 3/1 1954. 4* 4* 4* 4* 4* 4? 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* GALDRAGLETTUR II Á Ð N I N G : Urskífan stendur á höfði. Bjúga í stað pendúls á klukkunni. Jólsveinsmyndin á höfði. Blóm í tréskó gamla jólasveinsins, og jurtapottarnir þar sem skórnir eiga að vera. Fiskur bundinn i annan fótinn á jóla- sveini.num og tvær slaufur linýttar í skeggið á 'honum. Hann hefir fengið lúttu í munninn, en barnið reykir pípuna hans. Kötturinn er i fuglabúrinu, en fuglinn við músarholuna, óg músagildran yfir dyrunum. Sokkur kerlu er rakinn upp og skórnir negldir í gólfið. Tvær lappir brotnar af stólnum og bjúgu sett í staðinn. Borðinu hefir verið hvolft. Þetta mikla jólatré skreylti garðinn fyrir utan St. Pauls dómkirkju í Lon- don, og var konungleg gjöf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.