Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 22

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 22
£>l)&* JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 %ona Cúthcrs - diaikarina von Bora STRAUK 0R KLAUSTRI EN VARÐ FYRIRMYNDAR IIUSMÓÐIR OG MIKLU RÁÐDEILDARSAMARI EN MAÐURINN HENNAR. Þessi mynd ai' Lúther er máluð 1526, er hann var 43 ára. NDA ÞÓTT við lifuni á kvenréttindaöld og kon- ur h.a-fi að löguin jafn- rétti við karlmennina í flestum hvítra manna löndum, vantar mikið á að þær njóti sannmælis fyrir störf sín, sem að jafnaði eru unnin í kyrrþei. Og þegar verið er að vegsaina mennina þeirra er þeirra sjaldan að nokkru getið, þó að það sé kannske fyrir tilverknað þeirra, sem mennirnir hafa orðið að manni og getið sér orðstír. Svona er þetta enn. Og hvað mundi þá hafa verið fyrir nokkrum öldum, þegar konurnar voru réttindalansar og spek- ingarnir deildu um hvort þær hefðu sál. Fyrrum voru hjákonur konung- anna þær einu kvenpersónur, sem sagan virti svo mikils að nefna þær. Katharina von Bora, kona Martins Lútliers, er undantekning. Enda hefir hún verið mikiil forkur, svipað tii Bergþóru og stundum verið bæði bóndinn og húsfreyjan, þó að býsna væru ]>ær ólíkir Lúther og Njáll. Saga samtíðarinnar geymir margt um Katharinu, svo að hægt er að gera sér glögga mynd af henni. Um bernskuheimili hennar vita menn lítið annað en það að faðir hennar var saxneskur aðalsmaður. Og Lútlier liefir skrifað einhvers staðar hjá sér, að hún sé fædd 29. janúar 1499. Hennar er fyrst getið þegar lnin er níu ára. Þá er hún í nunnuklaustrinu Nimtsch við Grimma. Líklega Iiefir faðir hennar verið fátækur, en þá var algengt að fátækir aðalsmenn kæniu dætrum sínum í klaustur, því að það var ódýrt uppeldi. Vitanlega hvíldi ekki ævilöng klaustursskylda á svona telpum, en margar ílentust Magdalena dóttir Lúthers, sem dó 13 ára. þó innan múranna, og þá sluppu for- eldrarnir við lieimanmundinn. Líklega hefir Katharia, eða Káthe, sem Lúther kallaði liana jafnan, ver- ið heittrúuð í bernsku. Hún sagði síðar að hún hefði beðið „ákaft, kost- gæfilega og oft“. Og sextán ára gerðist liún nunna. Maður getur hugsað sér þá athöfn í drungalegri klausturkirkjunni. Telp- an kemur inn í fótsíðum hvítum slopp, jarpt hárið tekur niður undir mitti og nunnurnar mynda hring kvingum hana i kórnum. Svo gengur ein af þeim eldri fram með skæri, klippir af henni hárið og leggur klútinn yfir höfuð hcnni. Lágur sönglandi kliður heyrist um kirkjuna og Kiitlie ])rýstir krossmarkinu að brjósti sér, fellur á kné við altarið og vinnur heitið. Hún er að afsala sér voninni imi ]>að sem ungar stúlkur þrá: eigið heimili, mann og börn. Nokkrum árum síðar frétta nunn- urnar í Nimtsch um Martin Lúther, ágústinamunkinn, sem dirfist að ganga í skrokk á páfanum. Þetta er lærður maður, 23 ára tók hann doktoríjpróf og sex árum síðar varð liann prófessor í Wittenberg, við háskólann sem Friðrik kjörfursti af Saxlandi hafði nýlega stofnað. Þá voru þeir ekki margir, sem vissu liver hann var. En er hann hafði birt mót- mælin gegn aflátasölunni á hallar- kirkjudyrunum í Wittenbcrg haustið 1517 komst nafn hans á allra varir. Engan grunaði þá, að ])etta tiltæki yrði jafn afdrifaríkt og siðar reynd- ist, síst af öllum Lúther sjálfan. Hann var enn í klaustri og klæddist munka- kufli. Það var ekki fyrr en i kyrrð- inni í Wartburgarkastala, sem hann gerði sér Ijóst hvaða afstöðu liann yrði að taka til kaþólskunnar og þá gaf hann út ritið: „Um klerka og klausturlieit" og síðan mörg áróðurs- ril önnur. Rit þessi og kenningar Lútbers vöktu ólgu. Það komst hreyfing á molluloft- ið undir klausturhvelfingunum, munk- ar og nunnur fóru að strjúka og sum klaustrin stóðu auð. Nunnurnar í Nimtsch frétta líka af Lúther og komast yfir ritin hans. Þau eru bannfærð, en þær lesa þau i laumi. Ungu stúlkurnar sem hafa lært að kristindómurinn sé sjálfsaf- neitun og ytri helgisiðir, verða hrifn- ar af kenningu Lútliers, og svo fer að Káthe og átta aðrar afráða að strjúka úr klaustrinu. En vörðurinn er strangur og þær vita ekki hver'ráð hafa skuli. Þær sem eiga fjölskyldu skrifa heim og biðja um hjálp, en er neitað. Og ráðagerð- in kemst upp, abbadísin verður fok- reið og stúlkunum er refsað. En aðfaranótt páska 1523 fá þær fretsið. Þrír menn frá Torgau nema þær á burt, og líklegt þykir að Lúther hafi verið potturinn og pannan i þessu. Sagt er að þær Káthe og stall- systur hennar hafi verið bornar út úr klaustrinu í tómum síldartunnum. Lúther tekur þær að sér þegar þær koma til Torgau, sem er smábær skammt frá Wittenberg. Hann biður vin sinn og verndara, Friðrik kjör- fursta um peninga og fær þá. Stúlk- unum er komið fyrir hjá ýmsum fjöl- skyldum, og Káthe lendir lijá borg- arstjóranum, Philip Reichenbach. — En þetta er aðeins bráðabirgðaráð- stöfun ])ví að Lúther ætlar sér að út- vegá stúlkunum gott gjaforð. Hann hefir þegar lýst skoðunum sínum á einlífinu og telur það fyrir- litlegt. Hvetur hann munka og nunnur til að giftast og ýmsir vinir hans eru þegar komnir í hjónaband. Eftir nokkur ár eru þegar allar nunnurnar frá Nimtsch giftar nema Kathe. Lúther er í vandræðum með að koma lienni út, því að liún hafnar hverjum biðlinum eftir annan. Loks þykist Lúther hafa fundið henni gott gjaforð, Glatz magister frá Örla- múnde, og sendir nú Amsdorff vin sinn til Káthe til að tala um málið. En hún tekur því fjarri. „Ef ])ér sjálfur, doktor Amsdorff, eða Martin Lúther biðjið mín, þá mundi ég svara já. En annars ekki,“ segir hún. Lúther fór að liugleiða það sem Káthe hafði sagt. Honum var í raun- inni skylt að giftast og taka afleiðing- unum af kenningu sinni. En hann var i vafa um Káthe. „Eg grunaði hana um að vera státna og drembiláta,“ sagði hann síðar. En honum snerist lnigur von bráðar. Síðdegis 13. júní 1525 heimsækir hann borgarstjórann og biður Káthe von Bora hátíðlega. Kiitlie svarar ját- andi og nokkrum klukkutimum siðar eru þau gefin saman í stofunni borg- arstjórans. Aðeins fáir eru viðstaddir — doktor Justus Jonas, Lucas Cranach eldri, sem síðar varð frægur málari, og kona hans. Bugenhagen prestur giftir þau — vottorðalaust og lýsinga- laust. Lúthcr er 42 ára og Katharina 2(i. Og svo er snæddur óbreyttur kvöldverður hjá borgarstjóranum og þar með búið’. / Giftingarliringirnir voru fallegir og einkennilegir. Eigi er vitað livar I.út- her lét smiða þá. Þeir eru enn til á þýsku safni og giskað á að Albrecht Dúrer hafi gert teikningu af þeim. Eiginlega er þetta einn hringur, sem hægt er að skipta i tvennt. í hring Lúthers er demantur, tákn festu og þróttar, en í Katrínar rúbín: ástar- steinninn. Fangamark brúðhjónanna er á bringunum og orðin: „Það sem guð hefir sameihað má maðurinn ekki sundur skilja“ og „Guðs orð helgar hjúskapinn“. Á mynd af Katharinu, sem máluð var eftir að hún varð ekkja, má sjá að hún er með báða hringina á fingr- unum. Að þeirra tíma hætti bar luin hringinn á vísifingri. 1 bréfi sem Lúther skrifar Amsdorff um þennan atburð, segir svo: „Eg hefi kvongast — til að gleðja englana og ergja djöfulinn". Og í sama bréfi stendur: „Eg er ekki ofsalega ást- fanginn, en mér þykir siðsamlega vænt um Káthe mína“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 47.-49. Tölublað (17.12.1953)
https://timarit.is/issue/295146

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47.-49. Tölublað (17.12.1953)

Aðgerðir: