Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953
m-m
í smábænum Northam í Sussex hafa félögin „Vinir mállausu vinanna okkar“ og „Blái krossinn“ í sameiningu
komið upp elliheimili fyrir hesta, þir sem þeir njóta ellidaganna í vistlegu hesthúsi og góðu beitilandi til
skiptis. — Núlega var haldin „þakka- og jólahátíð" á elliheimilinu, að viðstöddum öllum hestunum.
KERTALJÓSIÐ.
Framhald af bls. 17.
Síðastliðið ár höf.ðu samyerustundir
ok'kar jafnan verið þrungnar beiskju
og sálarkvöl en samverustund okkar
á þessum kyrrláta jólamorgni var
helguð friði og kærleika. Ég grúfði
höfuðið við öxl hans. „Ég hefi l'arið
illa að ráði nhnu,“ sagði ég.
Hann liorfði beint í augu mér. „Eng-
in tár?“
„Nei, engin tár.“ Ég hló og í fyrsta
skipti í langan tíma hljómaði hlátur
um húsið.
Akafur fögnuður skein lir svip
Chris.
„Ég er búin að heimta konuna mína
aftur!“ hrópaði hann hástöfum.
Drengirnir konni hlaupandi. Roy
nam snöggt staðar i dyrunum.
„Mannna er að hlæja!" kallaði liann
til Chris yngra sem kom á hæla hon-
um.“
Börn geta verið undursamlega
skilningsgóð. Þeir kysstu mig og
föðnniðu án jæss að undrast um eða
spyrja hvað ylli því að ég væri þeim
móðir á ný. Þeir skynjuðu umsvifa-
iaust, eins og faðir þeirra, að ég var
komin til sjálfrar mín á ný.“
„Gleðileg jól,“ lirópaði ég til að
yfirgnæfa hávaðann. „Gleðileg jól.“
Þetta voru sannarlega gleðileg jól.
Einhvern tíma síðar mun ég segja
þeim draum minn. Þeir halda að ég
hafi sigrað án hjálpar á sálarkvöl
minni. Ég ein veit að svo var ekki.
Ég mun segja þeim að kraftaverk guðs,
dulbúið sem draumur, hafi bjargað
mér. Það voru hin dapurlegu orð
Carol litlu sem komu mér í skilning
um hversu syndsamleg sjá'lfsmeð-
aumkun min var.
Eg mun síðar segja þeim að ég geti
aldrei framar grátið Carol litlu; ]ivi
að mér gleynhst aldrei litla stúlkan
mín sem þráði svo heitt að láta loga
á kertinu sínu.
V * ♦ A
JÓLASVEINAR OG IIRUNADANS.
Framhald af bls. 15.
þau þekkja tölustafina en vita ekkert
um talnagildi. Eftir þvi verða jóla-
sveinarnir 18 talsins eða jafnmargir
og dagarnir frá Nikulásarmessu til
jóladags að öðrum deginum frátöld-
um þó. En hvað um það, að einn jóla-
sveinn fari á dag og sá siðasti á síð-
asta dag jóla? Hér er vandinn rneiri,
því að dagssetning jólanna var mjög
á reiki i fornum sið. Fyrstu kristin
jól voru haldin G. janúar, á þrettánd-
anum, sem nú er, rómversk „jól“ 17.
deseinber og ársskiptahátíð á nýáras-
dag, norræn jól um sólstöður og náði
jólamánuður að fornu fram í miðjan
janúar, sem við teljuin. Getur þá allt
komið heim um tölu jólasveinanna, ef
síðasti dagur jóla er talinn 11. janúar,
eða réttum tveimur mánuðum að
fornu tali frá fyrsta degi blótmánaðar,
11. nóvember.
En hvað táknuðu íslensku jólasvein-
arnir, sem þrátt fyrir nálægðina við
Nikulásarmessu og drengjabiskup
týndu ekki tölunni að fullu í með-
vitund þjóðarinnar? Þeir heita fárán-
legum nöfnum og þeim er lagt flest
til lasts en fátt til góðs, og loks eru
þeir sagðir Grýlu-börn. Allt þetta er
nákvæmlega af sama toga spunnið
og ógnarsögurnar um dansinn í Hruna
og Bakkastaðadansinn. Krislin kirkja,
og í þessu falli að ég ætla, líka sú
kaþólska, liefir reynt að eyða fornum
minnum, breiða yfir það, sem var ó-
samrimanlegl kristnum sið. Ég liygg,
að jólasveinatrúin sé miklu eldri en
íslandsbyggð. Hún hafi orðið til hjá
frumstæðum ættstofni, löngu áður en
jólin urðu ljóssins hátíð, meðan þau
voru haldin til þess að blíðkast við
vætti myrkursins, meðan þau voru
minningarhátíð dauðra ættmenna, áð-
ur en hin ljósu goð byggðu uppheima.
Hjá frumstæðum indó-evrópskum ætt-
bálkum er frændsemi innan ættar,
sem saman á og saman byggir, þar
sem hver einstaklingur „á vigt“ fyrir
annan, táknuð með 17 heitum, sjálfur
einstaklingurinn sá átjándi. Það getur
verið, að það sé tilviljun ein, að töl-
urnar eru hinar sömu, en það er freist-
andi að álykta, að fyrstu nöfnin á
þessum hollvættum miðsvetrarmyrk-
ursins, sem við nú köllum jólasveina,
hafi verið dregin af hinum ævafornu
frændsemisheitum.
Það, sem hér hefir verið sagt um
jólasveina og Hrunadans, ætti að
nægja til þess að sýna, að þjóðsögur
og þjóðtrú og það, sem menn fyrr og
síðar liafa kallað liindurvitni er ekki
allt á borði. Hér eru þeir námar, sem
seint verða unnir til fulls.
L. S.
IIUGREKKI BARNS.
Framhald af bls. 29.
standa við ílilið mér og segja: „Mikið
ertu fal'leg, Laura.“
„Ó, Mark,“ hað ég, „láttu þér alltaf
þykja vænt um mig, hvar sem þú ert!“
Ekkert svar annað en skrjáfið í
kjólnum, er ég setti kápuna yl'ir axl-
irnar. Ég staldraði við. Litlum stúlk-
■um geðjaðist best að léttum og mjúk-
um kjólum. Blái kjóllinn væri því til-
valinn. Mark hélt lika mest upp á
hann. Þá gæli ég líka notað fallegu
perlurnar, sem Mark gaf mér, þegar
við gif'tum okkur.
Siðar þennan sama dag barði ég að
dyrum rislágs húss frú Bryans. Glað-
værðin og hlátrasköllin hjaðnaði i
hili er ég kom inn, og undrunaróp
kváðu við, er ég fór úr kápunni.
Eg svipaðist um í herberginu með
bættu gólfábreiðunni og óvönduðu
húsgögnunum. Daufa birtu vétrarsól-
arinnar lagði inn u.m gluggann og
setti rauðleitan hlæ á kökudiskinn,
þar sem tegundamergðin var ekki
mikil. Og sólargeisli lýsti upp vasa
með gulum blómum. En mestan ljóma
lagði úr bíáum augum Lil litlu, sem
sat í stóluum sínum, dúðuð í leppum.
„Ég er komin til að syngja fyrir af-
mælisbarnið.“ Ég virti fyrir mér and-
litin, sem störðu á mig.
Lil teygði fram hendurnar til mín.
Ég kraup á kné við stólinn hennar
til þess að hylja þann grátklökkva,
sem sótti að mér. En þegar ég stóð
upp, brosti ég og fagnaði því, að ég
skyldi hafa skartað mínu besta, því
að jiessa mynd mundi Lil geyma af
mér út yfir gröf og dauða.
Ég söng án undirleiks þau lög, sem
hún óskaði, og brátt fóru öll að syngja
með mér.
„Betra en nokkur útvarpsdagskrá,"
sagði Lil og hjúfraði sig að mér. „Nú
v.eit ég það,“ sagði hún fagnandi
röddu og kinkaði kolli til ömmu sinn-
ar. „Nú veit ég ]>að amma.“
Ég spurði hana ekki, hvað hún
vissi nú, sem veitti henni þvilika
gleði, en ég þurfti þess ekki heldur.
Ég fann það lika sjálf mér til ósegj-
anlegs fagnaðar, að á þessari stundu
vissi ég líka það, sem áður var mér
dulið: Að dauðinn slciptir ekki máli,
heldur viðhorfið til hans, og að skiln-
aður ástvina er ekki það, sem öllu
skiptir, heldur það, hvernig honum
er tekið.
Hughrif þessa augnabliks fylgd'u
mér frá afmælisveislu litlu stúlkunn-
ar og fylgja mér enn til ókomins lifs
og starfs meðal þeirra, sem Mark
hefði kosið okkur að förunautum.
Þann styrk liefi ég öðlasl til svo
langra lífdaga, sem guð mér gefur. *
Hafið hugfast
góður vefnaður þarf
góða umönnun.
■rfffr}
,030
VðttT
Notið LUX! Nær-
fatnaður, sokkar,
silki og ullarefni
endast betur eí þau eru þvegin úr hinu froðu-
ríka LUX-þvæli.
Látiö LUX vern^a fatnaöinn.
a LEVER proi-uct
jbp ..m'