Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Side 19

Fálkinn - 17.12.1953, Side 19
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 Gáttaþefur. theatrales og Personagiorum ludi, ]). e. sjónleikir og eftirlíerniur. Eg vil nú ails ekki segja, að „festum stultorum", sem nú var lýst, liafi ver- ið i hávegum höfð í kaþólskum sið hér á landi. Eins er það öldungis ó- víst, hve mörg atriði úr þessum kirkju- legu „skemmtunum fyrir fólkið" hafi borist liingað og verið höfð unt hönd hér á miðöldum. Drykkja og spil i Hruna-sögunni gœti bent til ])ess, að nokkuð langt hafi verið gengið í þessu efni. Og sagan i Lárentíusarsögu virð- ist mér benda til þess, að leikir ein- hverrar tegundar innan kirkju hafi ekki verið ásteytingarsteinn i ka- þólskum sið hér á landi frekar en annars staðar, en eins og áður segir, var því aðeins amast við þeim, að þeir keyrðu úr hófi eða spjöll á kirkju eða kirkjunmnum hlytust af. Petta kom einmitt fyrir Lárentíus, þegar hann var ungur skólapiltur í heima- skóla að Völlum. Hann var að leik í kirkju ásamt öðrum sveinum og lienti hann þá það óhapp að skadda Mariulíkneski. Sagan segir greinilega, að refsingin, sem ieggja átti á Láren- tíus einan allra sveinanna var miðuð við þetta óhapp hans, en hvorki liann né hinir sveinarnir hlutu átölur fyrir önnur helgispjöll. Ef þetta hefði ekki komið fyrir Lárentius, hefði gleymsk- an líka verið búin að draga hulu sina yfir leik skólasveinanna á Völlum, eins og hún hefir eytt öllum minjum um þessa gömlu kirkjulegu leiki hér á landi, nema ef vera kynni, að þær fælust enn í þjóðsögum um dansinn í Hruna og Bakkastaðadans. Vera má, að það sé heldur ofsögum sagt, að klerkleg gleði hafi ckki skilið eftir sig neinar minjar. Þess er að minnast, að veraldlegar gleðir voru hafðar á ýmsum árstíðum á vökum helgra manna „og var þá dansað heil- ar nætur, og annað veifið líafðir leikir og hlægileg sjónarspii" eins og Sig- urður Stefánsson skólameistari segir 1593, og bætir við útfrá sinu lúterska sjónarmiði: „og létu mcnn öllúm iil- um látum sem óðir væru. Því hvað á að kalla það annað, þar sem það cr vist, að á þess liáttar samkomum voru hafðar i frammi margar hlægilegar, blautlegar og léttúðugar athafnir og fyrst og fremst mansöngskvæði, sem hættuleg freisting var i“. Síðar segir hann, að kirkjuleg yfirvöld liafi vit- urlega risið gegn þessum ósiðum og fyrirdæmt þá og að þeir séu víðast að miklu leyti lagðir niður. Þessi um- sögn stangast við þá staðreynd, að vikivakaleikir voru í góðu gengi langt fram yfir 1700, og þykir mér því lik- legt, að skilja betri umsögn skólameist- arans i Skálhoíti á þá leið, að um 1600 hafi einhverjir sérstaklega hneikslanlegir leikir verið um það bil liðnir undir lok eða þeim breytt i skaplegra liorf. Ekkert var nú meiri þyrnir i augum lúterskra manna en skopstæling kirkjulegra athafna og sumir frumkvöðlar siðabólanna höfðu það beinlinis fyrir svipu á hinn eldri sið, að í honum hafði þróast annar eins ófagnaður, svo þess vegna getur það staðist, að Sigurður hafi meint til einhverra slíkra „léttúðugra at- hafna“. Sigurður er fyrsti maður, sem nefnir vikivakaleikina ]). e. a. s. „lilægileg sjónarspil“, Arngrimur lærði leiðir hjá sér að ræða um þá: „Ég tala hér aðeins um siðsamlega dansa“, segir hann, og utan máls í Crymogæa nefnir hann dansana fyrst- ur manna Vikivaka, hvernig sem það orð er tiikomið. En „léltúðugar at- hafnir" urðu hýsna langlífar í viki- vakaleikjunum. Um 1700 kenmr lýs- ingin af Þórhildarprestinunj, sem hef- ir það hlutverk á hendi að gefa sam- an gleðifólkið, og þykir mér líklegt, að þetta sé ein elsla leikpersónan. Nálæg fyrirmynd er vitanlega klerk- urinn, sem hefir dansferð í kirkju sinni, en hún gcymir ef til vill heiðin minni frá því jólin voru frjósemis- hátið. Annars stingur skopstæling kirkju- legra athafna upp höfðinu löngu síð- ar í „Messulátum á Leirgerðarmessu", sem sennilegast er skólapiltaháð um Leirgerði eða sálmabók Magnúsar Stephensens, sem kom út 1801, og enn síðar eymir eftir af þessum messu- látum í tið Páis Melsteds sagnfræðings í Bessastaðaskóla og á þó lýsing Páls í aðra röndina skylt við annan skóla- piltasið: Herranóttina. Til þess að sýna, hversu skylt leikathafnir þess- ar eiga hvor við aðra, tilfæri ég hér lýsingu Páls eftir endurminningum hans: „Einn er sá siðurinn, að litlu eftir að skóli var settur á haustin og um það leyti sem „agenda“ (þ. e. lestrar- timar) byrjuðu, voru neðribekkingar allir kailaðir eitt kvöld i efra bekk. N'ovi (!þ. e. nýsveinar) voru allir settir á cinn bekk. Afið ofninn stóð borð og brunnu þar tvö kertaljós. Um oliulampa var ekki að tala fyrr en löngu seinna. Yfir öllu var hátíð- legur svipur og dauðaþögn. Því næst kom inn maður, einn af efribckking- um, i kápu með gleraugu á nefi og roðaugu utan um gleraugun. Hann gekk með mestu tign og verðung að borðinu og nam þar staðar, öllum varð starsýnt á þennan furðulega mann. Hann leit yfir allan söfnuðinn, þvi næst hóf hann röddina og tónaði: „Óðinn sé með yður“ — Honum svöruðu þar til kjörnir menn: „Og með þínum þembingi“. Því næst flntti hann ræðu liáfleyga og andríka um félagsskap og samtök, þagmælsku og ótal aðrar dyggðir. Bæðunni var snúið til okkar nýsveinanna. Að ræðu lokum var þar lil kvöddum mönnum boðið að taka okkur og framkvæma á okk- ur „Ceremóniur" forfeðranna. Þar næst gengu fram hinir útvöldu menn, tólcu tveir að þeim livern af okkur „busunum", leiddu okkur út og suður að tjörn, óðu út í hana en héldu okk- ur á lofti. Síðan höfðu þeir á okkur cndaskipti og dýfðu höfðinu ofan í sjóinn upp að öxlum og það svo rælci- lega, að mér hélt við köfnun. Eftir það var haldið heim í processíu, hald- inn ylir okkur ræðustúfur og við sagðir velkomnir í félagið." í þessum Bessastaðaskólaleik kem- ur fram persóna, sem að búningi minn- ir á Þórhildarprest, minnsta kosti tala roðaugun sínu máli. Ávarp ræð- unnar er „Óðinn sé með yður“ i ein- um vikivakaleiknum er kynning kerl- ingar sótt til Óðins. Og þarna kemur fyrir skirn, þó að Páll segi síðar, að þá hafi verið hætt að gefa viðurnefni í skírninni, en það var m. a. hlutverk Vítusar, persónu, sem kemur við viki- vakaleikina, að uppnefna gleðifólkið og þá einkum þá, sem þóttust vera öðrum fremri. Loks er hér „process- ía“, en þær eru farnar við fleiri tæki- færi i skólunum og er vafalítið fyrir- myndanna að leita í kaþólskum sið, í Skálholti til að mynda á Þorláks- messu á sumri, þegar borið var skrin Þorláks biskups helga. En það er fleira en klcrkurinn undir Þórhiklarkuflinum, sem lifir fram eft- ir öldum. Um miðja 18. öld og ])ó lik- lega nokkru fyrr kemur fyrir leikper- sóna nokkur í skólapiltaleik, sem minnir í einu og öllu á gamlan kunn- ingja, „biskupinn yfir heimskingjum" eins og hann birtist í festum stultorum á meginlandinu, eða þó öllu heldur „the Boy-Bisliop“ eða drengja-bisk- upinn eins og þessi pcrsóna er kölluð í hliðstæðum leikjum enskum. Það er næsta furðulegt að rekast svo seint á þessa persónu í íslenskum leik, ])ví hin ærslafengna gleði hafði þá fyrir löngu lifað sitt fegursta annars stað- ar. Er þó ekki fyrir það að synja, að þann dag i dag þekkist siðurinn sums staðar í Englandi og er þar drengjabiskup kjörinn i sumum skól- um. Það getur verið að skólapilta- gleðin í Skálholti, sem kcnnd er við Herranótt, en þá var kjörinn biskup úr hópi skólapilta, sé nokkru eldri en skrif eru fyrir i þeirri mynd, sem vér þekkjum hana. Eins cr það liklegt að Þorsteinn Pétursson prófastur á Staðarbakka hafi haft hana í huga, þegar liann 1757 segir, að skólapiltar í Skálholti hafi þá fyrir nokkrum ár- um telcið upp pápíska ósiði i slcól- anum, en tiltekur ekki hvort fyrir- myndin sé útlend eða innlend. Nokk- uð er víst, að elsta íslensk heimild um drengjabiskup er i Guðmundar- sögu Arasonar þar sem segir frá barnaleikjum að Ingimyndar á Vögl- um „að Guðmundi var ger mítra og bagall og messuföt, og altari, og skyldi hann vera biskup þeirra ávallt í leikjum þeirra“. Drengjahiskupinn er mjög athyglis- verður. í kaþólskum sið hófst vegur hans á Nikulásarmessu, 6. desember, og stóð allt til Barnadagsins á jól- um. Heilagur Nikulás var einmitt verndardýrlingur æskumanna, skóla- pilta og barna. Hér á andi var mikill átrúnaður á lieilagan Nikulás sem fjölmargar Nikulásarkirkjur sanna, en hann réð lika fyrir sjófarendum. Þeg- ar timar liðu fram hlaut hann það kynlega hlutskipti að umbreytast i jólasvein. í öðrum löndum rekst mað- ur á nafn lians afbakað i heiti jóla- sveinsins: Sankta Klás. Þessa nýju vegtyllu hlaut heilagur Nikulás fyrir gjafmildi sína, sem hann var rómaður fyrir í lifanda lífi. En jólagjafir eru miklu eldri en kristin jól, í rómverskri heiðni var smágjöfum vikið að hjúum og börnum 17. desember á Saturnus- bátíðinni. 1 þessu efni sem öðrum „kristnaði" kirkjan heiðnar siðvenj- ur, sem voru svo rótgrónar, að þeim varð ekki kippt upp. íslenska jóla- sveinatrúin cr samt af allt öðrum toga spunnin. Það er fyrst á siðustu árum, að farið er hér á landi að tala um „jólasveininn", eina, nokkurn veginn skýrt mótaða persónu, sem liefir það hlutskipti að gleðja börnin á jólun- um, og er þá ekki að efa, að áhrifin frá öðrum löndum er að sigrast á eld- gamalli þjóðtrú. Jólasveinarnir is- lensku eru margir, sumir segja, að þeir séu níu talsins, aðrir þrettán, en nöfn- in á þeim eru jafnvel fleiri, ef gengið er út frá, að þeir, sem bera tvö nöfn, hafi í raun og veru verið tveir jóla- sveinar i öndverðu. Tvennt er borið fyrir tölu jólasveinanna. Talan ])rett- án er miðuð við þrettán daga jóla- hald, þvi að einn kemur á dag til jóla og einn fer á dag eftir jóladag, sá siðasti á þrettándanum. Visan „Jólasveinar einn og átta“ er höfð til sanninda um töluna niu, því að einn og átta er samanlagt níu, en hvað verður þá um þrettán daga jólahald? Með þvi að athuga svolítið nánar vis- una og samhengi Nikulásarmessu og jóla, held ég að komast megi að nýrri niðurstöðu um tölu islensku jólasvein- anna og varpa nokkru Ijósi á uppruna þeirra. Vísan er vafalaust ung, ekki miklu eldri en frá 18. öld, en hún get- ur vel geymt ævaforn minni. Mér finnst rétt að lesa hana beint eftir orðanna hljóðan: Jólasveinar 1 og 8, eins og börn lesa úr tölunni 18 meðan Framhald á bls. 31.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.