Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 9
Og í sömu svipan var meö englinum fjöldi himneskra hersveita,
sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði i upphæðum, og friður
á jörðu meðal velþóknanlegra manna. Lúk. 2, 13—lý.
{VAÐ er það, sem mann-
kynið allt þráir nú
heitar en frið á jörðu?
1 skelfingu styrjaldar-
ógna hefir það verið statt um
áratugi, ýmist undir fargi heims-
styrjalda eða í ótta við nýja og
enn geigvænlegri heimsstyrjöld,
meðan ófriður hefir logað í ýms-
um hlutum heims, og enginn
hefir vitað, livenær það bál legð-
ist yfir gjörvalla heimskringluna.
Mannkynið er nú komið svo langt
á veg i eyðingartœkni, að full-
beiting hennar getur orðið því
sjálfu að fjörtjóni, að talið er,
eða a. m. k. tortimt megni þeirt'a
menningarverðmæta, sem áldir
og árþúsundir hefir tékið að
skapa. Nýr álheimsófriður getur
þannig orðið jarðarbúum sú vá,
er alla hryllir til að hugsa, og
hver hugsandi maður hlýtur að
biðja þess af hjarta, að henni
megi verða bægt frá dyrum vor-
um að fullu og öllu.
Inn í þennan heim óttans og
friðleysisins koma jólin ár hvert
með boðskap sinn — boðskapinn
um frið meðál velþóknanlegra
manna. Vér furðum oss á, að sá
boðskapur skuli eklci enn vera
orðinn að veruleika, boðskapur,
sem nú hefir verið fluttur i hálfa
tuttugustu öld, og mannkynið
þráir raunverulega að rætist. Og
vér slcellum skuldinni á boðskap-
inn, og sumum hættir við að
telja kristindóminn fánýtan, fyrst
hann hefir enn ekki komið til
leiðar allsherjarfriði. En þá gœt-
um vér þess ekki, að sjónarsvið
vort er mjög takmarkað og mœli-
kvarðinn, sem vér leggjum á rás
sögunnar, er miðaður við vora
stuttu ævi. Þær rúmar nítján
aldir, sem liðnar eru síðan Krist-
ur lauk starfi sínu hér á jörð, eru
eins og örlítill dropi i hafi þeirra
áldaraða, sem mannkynið hefir
lifað. Og vér gætum þess ekki,
að skilyrðin fyrir hinum varan-
lega friði verða að koma að inn-
an, frá hverjum einstökum manni.
Mennirnir verða sjálfir, hver og
einn, að verða Guði vélþóknan-
legir — þá skapast friðurinn liið
ytra, friður á jörðu. Þetta er hinn
einfáldi boðskapur fyrsta jóla-
sálmsins, sem hersveitir himn-
anna, hersveitir friðarins eilífa,
sungu fyrstu jólanóttina á Betle-
hemsvöllum. Jesús kom til að um-
skapa hjörtun, endurnýja manns-
hugina, stefna þeim á rétta braut
— í áttina til samúðar, fórnfýsi
og þjónustusemi, brott frá sér-
hyggju, eigingirni og metorða-
girnd. I sama mæli sem einstákl-
ingunum tekst að láta heilagan
kærleiksanda hans endurnýja
hugarfar sitt, eflist friðurinn á
jörðu, styrkist sveit þeirra, sem
heldur vilja þola nauð, en gera
náunganum mein, heldur vilja
fórna þægindum og efnálegum
ávinningi, en bregðast því besta
í sjálfum sér, guðseðlinu, og beita
yfirgangi. Friðurinn verður að
búa hið innra í mönnum, sem eru
Guði vélþóknanlegir, til þess að
hann geti orðið staðfestur hið
ytra. Þess vegna félur jólasálmur
englanna í sér bæn um það, að
mennirnir megi verða vélþóknan-
legir, að hugarfar þeirra megi
umskapast, svo að þeir viti sig
i sátt við sjálfan Guð, og eignist
þannig hinn innri frið, er leiðir
af samfélagi við hann, sem er
uppspretta kærleikans, og þar
með uppspretta alls lifs.
Megi þessi jól, sem enn renna
upp yfir þjakað mannkyn, verða
til að efla hinn sanna guðsfrið
hið innra í hverri mannssál, svo
að hann breiðist út, til heimil-
anna, til vinnustöðva vorra og
menntasetra, til stjórnenda vorra
og löggjafa, til þeirra manna, er
afskipti hafa af rás hinna álþjóð-
legu lieimsmála, og geta liaft
áhrif á það, hvort friður verður
eða ófriður þjóða á milli. Ef vér
eignumst þennan innri frið, eign-
umst vér í sannleika
Qleðileg fÖl!