Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Síða 31

Fálkinn - 17.12.1953, Síða 31
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1953 *>í)Á*>é)á*>l)£*>í)Á*>í)á:&>i)&*>á)Á*27 EINU SINNI var ósköp lítill kött- ur. Hann var kallaður Kisi og átti heima í Jólasveinakoti og það var inikið dekrað við hann. Einn góðan veðurdag fór hann út tii að viðra á sér nýja hálsbindið sitt, sem hann mátti eiginlega ekki nota fyrr en á jólunum. En þá sá lnindur í f nœsta bæ liann og fór að elta hann. Kisi hljóp eins og hann gat en hafði ekki við hundinum. Til allrar hamingju var tré þarna nátægt og Kisi flýtti sér að klifra upp i tréð. En vondi hundurinn komst ekki upp í tréð ogbeið fyrir neðan og gelti, svo að Kisi litli varð dauðhræddur. Þarna sat Kisi'lengi og kíkti, laf- hræddur. Hundurinn gat að visu ekki komist upp til hans, en hvernig átti Kisi að komast niður aftnr? Og nú fór liann að skæla, greyið. Einum litla jólasveininum þótti svo sárt að liorfa á jietta að hann kailaði á pabha sinn. — Sjáðu hvað hátt hann er kominn! Hvernig á hann að kom- ast niður aftur? Iin gamli jólasveinninn varð fok- reiður yfir öliu mjálminu í Kisa. Hann varð alltaf ergilegur þegar hann heyrði kattamjálm. Daginn eftir fór hann til hrepp- stjórans og kærði köttinn, og sagðist ekki geta sofið fyrir mjálminu í hon- um. Nú héldu allir jólasveinarnir fund og hugsuðu svo mikið að djúpai' hrukkur komu í ennið á þcim. Og þcir leituðu i öllum bókum. Loksins varð það úr að þeir fengu lánaðan stiga hjá slökkviliðinu, og stærstu jólasveirtarnir bröltu upp stigann til að bjarga Kisa. En stiginn var ekki nógu langur, og nú voru góð ráð dýr. Kisi nijálmaði hærra og hærra. Gamli jólasveinninn tróð bóm- ull í eyrun og sagði að réttast væri að skjóta köttinn. Hvilíkur voði! Einn jólasveinninn, sem þóttist vcra vitur, kom með garðsprautuna og sagði, að Kisi mundi liypja sig nið- ur ef vatnsbuna kæmi á hann. En mamma hans sagði eins og satt var, að þá mundi Kisi flýja enn hærra upp í tréð. Elstu og vitrustu jólasveinarnir fóru nú út tii að athuga málið. Þeir toguðu i skeggið og klóruðu sér bak við eyrað, en hvorugt dugði. En þá kom ungur jólasveinn á hjóli. Hann nam staðar og spurði hvað væri á seyði. Og þegar honura var sagt jtað svaraði hann: — Látið mig um það! Og svo klifraði hann upp i tréð og náði i Kisa. Það mátti ckki á milli sjá livor glaðari varð, Kisi eða litli jólasveinn- inn. En þeir fengu stóra tréskál með rúsínugraut til að skipta á milii sin. Og Kisi hefir aldrei á ævi sinni borð- að jafn mikið. *

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.