Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 37

Fálkinn - 17.12.1953, Blaðsíða 37
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 Nýja pípuorgelið í Landakirkju. hurðir. Aftur var kirkjan rœnd skrúða sinuni og kirkiumunum, er lienni höfðu áskotnast. Þó er líklegt að búið hafi verið að koma kirkjuklukkunum undan í fylgsni uppi í fjöllum og fyrra klukkuránið hafi orðið víti til varnaðar. En svo mikið er vist, að cnniþá er til klukka í Landakirkju, er her ártallð 1619 og er því eldri en Tyrkjaránið. Ræningjarnir létu eigi þar við sitja að ræna kirkjuna öllu fémætu, heldur lögðu þeir eld í liana og brenndu til ösku. Bænahúsin á Ofanleiti og Kirkjubæ komu í góðar þarfir eftir Tyrkja- ránið og kirkjubrunanna. Þar vorti nú sungnar tíðir og hafinn gröftur, og fyrst veittur umbúnaður og jarðsett ]>ar lík hinna mörgu, er fundust drepnir af ræningjunum úti á víða- vangi. Þvi eigi mátti jarða lik í Landa- kirkjugarði, er ræningjarnir ihöfðu saurgað með hermdarverkum og mannvígum. Hafist var handa um nýja kirkju- byggingu árið 1031 og hún selt á nýjan stað, inni í gamla kirkjugarð- iinun, sem er hluti af núverandi kirkjugarði Eyjanna. Nafnið Landa- kirkja var Iátið haldast :])ó að kirkjan væri flutt frá Fornu Löndum. Á þessu hefir þó verið villst, sbr. er skrifað er á afrit af kirkjusamþykktinni frá liiOO, að þar sem nú er Landakirkja, hafi hún staðið alis til datum, er skrifast 1744, — 171 ár — á þeim stað er lnin var byggð 1573. Til kirkjubyggingarinnar hafði umboðsmaður iagt út IVi lcst fiskjar, og var skuldin, sem nam 0 lestum vorið 1032, greidd upp með frjálsum fiskgjöfum. — Kirkja þessi var 24 álnir ájengd, nær 10 álnir á breidd. Á lienni voru útbrot 15 al., útbrotastaf- ir 2 al. 3 kv. í kórnum voru fóðraðir bekkir og lítið útbrot út af kórnum. — Kirkjumuni mikia og dýrmæta var kirkjan búin að eignast aftur. Jón l)iskup Vidalín vísiteraði Landakirkju 1704. Var biskup hrifinn af þeim góðu guðrækilegum siðvenjum er liér ríktu og iýstu sér í ræktarsemi Eyjamanna við kirkju sína, eins og kirkjusam- þykktin bæri þeim og trútt vitni um, og fiskgjafirnar iii kirkjunnar. Jón biskup sýndi áhuga málefnum kirkj- unnar í Vestmannaeyjum og mun honum hafa runnið blóðið til skyld- unnar að lieiðra þennan stað, sem ættarinnar dýrmæta fórnaróðai, en Jón Vídalin var sonardóttursonur séra Jóns píslarvotts Þorsteinssonar. Þriðja Landakirkjan með því nafni var byggð 1722 og hafði gamla kirkj- an þá staðið í 91 ár. Fjárliag manna i Vestmannaeyjum hafði þá hnignað mjög, undir langvarandi verslunar- áþján og öðru ófrelsi. Gjafafé tii að reisa kirkjuna fyrir hrökk nú skammt og upp frá ])essu komst kirkjan á ábyrgð og framfæri Jarðarbókarsjóðs, en ])að gat eigi talist um skör fram, ])vi konungur, er og var eigandi jarð- anna í Eyjum, naut einnig sem tekju- iindar í sinn sjóð, þriðjungs kirkju- og prestatíundarinnar þar. — Til þess- arar kirltju hefir verið líll vandað enda stóð hún ekki nema 20 ár, og var ný kirkja reist 1748—49. Það er því rangt, er stendur í Árbók Forn- ieifafélagsins 1930, að kirkjan frá 1722 hafi staðið þar tii byggð var steinkirkja sú, um og eftir 1780, er enn stendur. Vængjahurðir voru fyrir aðaldyrum kirkjunnar. Kórinn var að- skilinn frá framkirkjunni með út- skurðarverki miklu. Á kórnum voru 0 gluggar, þrír á livorri hlið og sama gluggataia á framkirkjunni. Þessi kirkja entist ekki vel. Árið 1774 er hún taliii í mjög slæmu standi og eigi nothæf til guðsþjónustu. Hafist var lianda enn á ný um bygg- ingu hinnar fimmtu Landakirkju, og hér var meira en sýndin, að vel skyldi vanda það sem lengi átti að standa. Stjórnin hafði stór ráð í liuga með þessa kirkjubyggingu og skyidi nú á stað farið með kirkju, er staðið gæti um aldur og ævi. Kostnaðurinn var áætlaður 2735 ríkisdalir, en varð næst- um lielmingi hærri. Áællað var að i kirkjuna færi 900 tunnur af kalki og 11.000 Flensborgarmúrsteinar, auk höggvins grjóts, blágrýtis og hraun- grýtis innlends, er notað var i vegg- ina. Kirkjusmíðin stóð yfir frá 1774, er gefinn var út konunglegur úrskurð- ur um að hefjast lianda, og til 1778. Kirkjan var gjörð eftir teikningu Nikolai Eigtveds, húsameistara í Kaupmannahöfn, þess sama sem teikn- aði Amalienborgarhöll og Kristjáns- borgarhöll í Kaupmannahöfn. Georg David Antlion, kgl. Majest. bygginga- meistari stóð fyrir kirkjubyggihgunni. Yfirsmiður var Kristofer Berger, þýskur maður. Kom hann ásamt ein- um sveini til Eyjanna 1774. Forsmiður að byggingunni var Guðmundur bóndi og kóngssmiður í Þorlaugargerði í Vestmannaeyjum, faðir séra Einars Guðmundssonar doktors og prests í Noregi, er var merkismaður og lærður vel. Sú liafði jafnan verið venja hér á landi, að kirkjugarðar væru umhverfis kirkjur, en út af þessu var brugðið við byggingu Landakirkju, og stendur hún á sléttri flöt nokkuð vestur frá kirkjugarðinum. Má vel vera að hún sé fyrsta kirkjan hér á landi, sem reist er utan kirkjugarðs. Þessi veglega kirkja er önnur eisla kirkja landsins, sem nú cr þjónað. Fáum árum yngri en Hóladómkirkja og nokkrum árum eldri en Bessastaða- kirkja. Var notað við smíði Bessa- staðakirkju nokkuð af efni, er ætlað hafði verið til Landakirkju. Þá var endurnýjaður prédikunarstóllinn og færður yfir altari. Kirkjan er betur búin að kirkjugripum en flestar kirkj- ur hér á landi. Hún á tvær klukkur úr kopar, önnur er frá 1019 en hin frá 1743. Voru þær lengi stærstu kirkju- klukkur hérlendis. Kirkjuhjálmarnir þrír cru hinir fegurslu — 10, 12 og G-arma. Sá fyrstnefndi frá 1002 en sá siðasttakli frá 1038—40. Stórir aitarisstjakar eru þar úr eiri, 45 cm. háir og 39 cm. breiðir fótstailarnir. Þeir eru frá 1042. Ennfremur tví- arma messingstjakar frá 1002. Stór skirnarfontur úr eiri, 90 cm. hár, frá 1749, með tinskál frá 1040. Gömlu myndirnar úr kirkjunni voru sendar til Kaupmannaliafnar um 1847 óg fól innanríkisráðuneytið danska sögu- málaranum Wegener að mála ný mál- verk eftir gömlu fyrirmyndunum. Silfurkaleik á kirkjan, altarisklæði frá 1830 og fullkominn skrúða. — Gamlan Kaleik. Guðbrandsbibliu átti kirkjan i vönduðu bandi með látúns- spennum. Var hún seld nokkru eftir aldamótin. Fleira verður ekki talið liér. Nokkuð cr af gripum á Þjóð-' minjasafninu frá Landakirkju. Líkn- eski af postulunum voru í Landa- kirkju, cn send þaðan til Reykjavíkur áður en Þjóðminjasafnið var sett á stofn, og síðan til Kaupmannahafnar, að því er best verður vitað, og hafa ekki ennþá átt afturkvæmt liingað til lands. Kirkjubæjar- og Ofanleitisprestaköll voru sameinuð í eitl prestakall, Vest- mannaeyjaprestakall árið 1837 og þar hefir verið einn prestur síðan. Landa- kirkja er fyrir löngu orðin eign safnaðarins. Henni hefir verið vel við haldið og umbætur gjörðar, miðstöðv- arbitun og raflýsing og nú á þessu ári keypt stórt og mjög vandað pipu- orgel handa kirkjunni, af fullkomn- ustu gerð. Mun það fimmta orgelið síðan hið fyrsta var sett 1877. Kvenfélag Landakirkju, er stofn- að var 1941, hefir látið koma upp mjög veglegri steinsteyptri girðingu kringum hina stóru kirkjulóð, eins og hún'var ákveðin og útmæid að ráði umboðsmanns og sóknarnefndar. í Landakirkju loguðu kertaljósin giatt, frá stóru hjálmunum bar birt- una um alla kirkjuhvelfinguna og niðri logaði á stjökunum. Á jólunum bar þó ljósaskreytingin af og flóði ijóshafið inn i hvern krók og kima þegar búið var að kveikja á kertaröðinni allri á boganum mikla, milli kórs og fram- kirkju. Þá voru opnaðar kórdyrnar og gengið þar inn til hátíðabrigða. Á aðfangadagskvöld var liaidinn kvöldsöngur i Landakirkju og sóttu hann ailir sem heimangengt áttu. Kirkjufólkið bar með sér ljósker með logandi kertaijósum og lýsti fyrir sér, og merlaði Eyjan i ljósum þar sem hópar kirkjufóiks fóru um, ofan fyrir Hraun, austan af bæjum og neðan úr Sandi. Hátíðablær jóianna var mikill og einkum livíldi helgi mikil yfir að- fangadagskvöldinu og ströngum göml- um siðareglum haldið i liefð á mörg- um heimilum. Spil mátti ekki snerta, hvorki dansa né viðhafa kátínu, hávaða eða umgang. Nóttina lielgu loguðu ljós í liverju lnisi. Friður guðs ríkti yfir býlunum lágu á klettaeyjunni langt í höfum NÝ MYNT í FRAKKLANDI. — í Frakklandi hafa nú verið mótaðir 100-franka peningar, og veitir ekki af, því að frankinn er svo verðlítili, að 100 frankar eru skiptimynt. Hér sést nýi peningurinn að aftan og framan. Hann er úr aluminiumblend- ingi og vegur aðeins 4 grömm og er minni um sig en 10-franka pening- arnir, sem nú verða teknir úr um- ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0260
Tungumál:
Árgangar:
39
Fjöldi tölublaða/hefta:
1863
Gefið út:
1928-1966
Myndað til:
1966
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1928-1938)
Skúli Skúlason (1928-í dag)
Sigurjón Guðjónsson (1938-1939)
Lúðvík Kristjánsson (1939-1939)
Ragnar Jóhannesson (1939-1940)
Efnisorð:
Lýsing:
Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað: 47.-49. Tölublað (17.12.1953)
https://timarit.is/issue/295146

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

47.-49. Tölublað (17.12.1953)

Aðgerðir: