Fálkinn


Fálkinn - 12.12.1958, Side 23

Fálkinn - 12.12.1958, Side 23
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958 17 Mrirhacka, æskuheimili Selmu Lagerlöf, sem hún keypti og endurreisti eftir að hún var orðin fræg. óðalssetur Svíþjóðar. Fyrrum var það einkum járnbræðsla sem óðalsherr- arnir eða „brukspatrónarnir“ í Vermlandi auðguðust á, en nú er ])að skógurinn. Og vist er um ])að að aldrei hefir þetta óðal verið með meiri blóma en í tíð núverandi eiganda þess, dr. Svante Páhlsons majórs, sem keypti óðalið fyrir tæpum 40 árum og rekur þar skógarhögg og tréni-framleiðslu. En hann hefir gert meira. Hann liefir endurreist þetta óðal, reist þar stórhýsi í hallarstíl og komið upp eiu- um fcgursta skemmtigarði og högg- myndasafni norðurlanda. Garðarnir á Rottneros og listaverkin ])ar eru dá- samleg Paradís, sem allir mundu hafa yndi af að skoða, þótt þcir hefðu aldrei heyrt sögu Gösta Berlings nefnda. En vitanlega dregur sagan eigi síð- ur fólk að þessum stað en fegurð stað- arins. Þegar sagan gerðist hefir allt verið með öðrum svip en nú, húsa- kynnin fornfáleg hjá þvi sem nú er og garðarnir ekki nema svipur hjá þvi sem nú cr. Og listaverkin, sem nú ])rýða garðana, voru ekki til í tið Gösta Bcrlings. Garðarnir eru í raun og veru marg- ir, og hver með sínum svip. Þar er mikill skógargróður frá fornu fari, sem fengið hefir að halda sér, meðal annárs eikurnar, sem ráðið hafa nafn- inu sem Selma Lagerlöf gaf staðnum. En stór svæði liafa verið endurskipu- lögð í tíð núverandi eiganda. And- spænis aðaldyrum hallarinnar er stór tjörn, sem nefnist „Spegeldammen", með blómagróðri og höggmyndum i kring, en „Rósagarðurinn“ er einna fegursti staðurinn i görðunum, með fjölda listaverka. I einum hluta garðs- ins eru fjöldi listaverka eftir meistar- ann Carl Eldli, en að öðru leyti sjást þarna í görðunum verk eftir flesta kunna myndhöggvara í Svíþjóð og ýms verk eftir danska, norska og finnska listamenn. Eitt islenskt verk er þarna, og er vafamál hvort nokkur höggmynd íslensk hefir hlotið jafn failegan sama- stað. Það er „Móðir jörð“ eftir Ás- mund Sveinsson og stendur á grasbala í norðurgarðinum ein sér og stór gras- gróin flöt í kring, umkringd af lim- girðingu. Engin önnur höggmynd er þarna í nánd og nýtur myndin sin enn betur fyrir það. Limgirðingarnar, hin marglitu blómabeð og gosbrunnarnir eru fög- ur umgerð um hin mörgu iistaverk. Þarna er liinn frægi gosbrunnur Mill- es, hinn sami sem er á Hötorget fyrir framan Konserthuset í Stokkhólmi, en það er mikill munur á hve þessi Geysir með dansandi myndunum i kring nýtur sín betur á Rottneros með grasinu umhverfis en í malbikinu á torginu. Tveir litlir skálar eru í Rósa- garðinum, með innskotum hverju á móti öðru, og er mynd af Selmu Lag- erlöf í öðru en andspænis henni mynd af Gustaf Fröding, sem lika var Verm- lendingur. Þeir héraðsbúar tigna þessi tvö skáld, og frá fornu fari eiga þeir skáldið, tónskáldið, lieimspekinginn og teiknarann Erik-Gustav Geier, sem er eins konar postuli Vermlendinga. Þótt garðurinn mildi sé einstakl- ingseign er öllum heimilt að ganga um hann, enda skipta þeir tugum ]>ús- unda, sem þangað koma á liverju sumri. Og vegna afmælisins í siunar var gestakoman óvenjulega mikil. Þannig heimsöttu þátttakendur rit- höfundamótsins, um 220 talsins, allir Rottneros og sátu veislu hjá dr. Svante P&hlson og frú hans. Voru 300 manns i veislunni og í tilefni af komu rithöf- undanna hafði majórinn látið reisa skála mikinn og skrautlegan skammt frá höllinni, i klassiskum stil. Fvrir utan hann standa tvær tröllauknar hestamyndir, afsteypur af hinum frægu „Venezia-hestum“. Einni mynd þarna í garðinum veitti ég sérstaka athygli, kannske meðfram vegna þess, að svo mikið af blómum hafði verið lagt við fótstall hennar. Myndin er til minningar um son hjón- anna á Rottneros. Hann gerðist sjálf- boðaliði í finnska vetrarstríðinu og eftir að Þjóðverjar réðust inn í Noreg gekk hann i norska liersveit og barð- ist gegn innrásarliðinu í Österdal en féll. Þetta var einkasonur hinna riku hjóna, en móðir hans var heimasæta á Rottneros, þegar dr. Svante Páhlson keypti óðalið. Leiðsögumaðurinn frá Sunne sagði mér að það kostaði kringum 100 þús- und sænskar krónur á ári, að halda görðunum við. Þar starfa 20 garð- yrkjumenn þá tíma ársins sem mest er að gera, en margir eru þar allt árið. Enda er sjaldgæft að sjá skcmmtigarð eins vel um genginn og þennan. „Ilann munar elckert um það,“ sagði leiðsögumaðurinn, „hann framleiðir tréni fyrir margar milljón- ir á ári.“ MARBACKA. Ég náttaði mig á Ilotel Gástis í Sunne, sá staður heitir „Bro Gástgi- varegárd" í sögu Gösta Berlings. Þessi persóna er alls staðar nærri á þessum slóðum. Ef það er satt að margir íslendingar lifi i fornsögunum þá er hitt þó enn vissara að Vcrm- lendirigar lifa í sögu Gösta Berlings. Að morgni er lialdið af stað til Marbacka og Karlstad. Fyrir handan sundið blasir við kirkjan i Sunne; þar var eitt sinn prestur FryxeR sá, sem kvað „Vermland du sköna“, og varð frægur fyrir, og mynd hans er á legsteininum í kirkjugarðinum. Leiðiu liggur um akra og skóga, þarna eru frjósamar byggðir og mikil velmegun nú orðið, siðan „brukspa- trónarnir“ á liinuni mörgu óðalssetr- um hættu að pina hjáleigubændurna. Það cr óneitanlega ekki eins stað- arlegt að líta heim að Márbaqka og að Rottneros. Þar eru engir aldin- garðar og liúsakynnin eru i smærra broti en á Rottneros. Márbacka er nú minjasafn eftir Sclmu Lagerlöf og flestar stofurnar eins og hún skildi við þær, en tæplega var þó jafn lif- andi svipur yfir Márbacka og er yfir t. d. Aulestad Björnsons í Gausdal. En Márbacka hefir það frant yfir, að skáldkonan sem þar sat gerði sveitina sína lifandi mcð verkum sínum, en hins vegar orti Björnsson ekki um Gausdal. Mikill hluti húsanna á M&rbacka er byggt í tíð Selmu Lagerlöf, eftir að hún varð eigandi ættaróðalsins. Þó bjó luin þar ekki alla tíð eftir að hún keypti. Henni þótti of ónæðissamt til að starfa þar og fluttist því til Falm og var þar um hríð áður cn hún sett- ist að endanlega á M&rbacka. Gömul kona, serii þekkti Selmu Lag- erlöf vel, sýnir okkur húsið. Hún er þreytuleg og sest jafnan í hverri stofu áður en hún fer að segja frá. Fyrst er komið inn í stássstofuna niðri, sem nær yfir þvert húsið i öðrum endanum. Þar er langveggurinn al- settur myndum af forfeðrum skáld- konunnar, aðallega hermönnum og prestum. Þaðan er gengið inn i borð- stofuna og inn af henni eru tvö eld- hús, hvort eftir annað; það fyrra er eins konar borðstofa um leið, og var notað til að borða í þegar ckki voru gestir. Hitt eldhúsið mundi þykja gamaldags i augum þeirra liúsmæðra, sem vanist hafa nýtísku eldhúsum og þægindum. Á efri hæðinni cru allmörg herbergi, þar á meðal citt sem geymir innan- stokksmuni gamallar vinkonu skáld- konunnar. Eftirtektarverðasta stofan uppi er vinnustofa skáldkonunnar og bókasafnið. Þar er öllu kyrfilega rað- að, og fjöldi af bókunum eru árituð eintök, gjafir frá höfundunum. Öllum bréfum til skáldkonunnar er nákvæm- lega raðað niður; liún fékk kynstur af bréfum og lét enguni þeirra ósvar- að. Áður en hún fór að skrifa á ritvél tvíritaði hún öll bréf, sem luin lét frá sér fara, til ])ess að hafa annað eintakið sjálf. — í næstu stofu við skrifstofuna voru til sýnis öll lieið- ursmerki skáldkonunnar; sum þeirra eru annars geymd i Stokkhólmi, en höfðu verið lánuð að Márbacka vegna þess hve margir yrðu þar gestkom- andi í tilefni af hátíðahöldum rithöf- undafélaganna 17. ágúst. Selma Lagerlöf dó á Márbacka og er grafin i sóknarkirkjunni þar skammt frá. Tæplega mun nokkurt skáld liafa verið jafn samgróið byggð- arlagi sinu eins og hún var, og eng- inn hefir gert garð sinn jafn frægan og hún. Skúli Skúlason. Kirkjan í Sunne, cða Bro Kyrlta í sögu Gösta Berlings. Þar var skáldið Fryxell prestur á öldinni sem leið. Horn úr stóru stofunni á Márbacka. Á veggjunum sjást nokkrar af liinum mörgu forfeðramyndum skáldkonunnar. \

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.