Fálkinn - 12.12.1958, Side 46
40 ^*^£*^*>í£*^*^*^*>í£*^*^*^*^*>tá*^* JÓLABLAÐ FÁLKANS 1958
Hornablástur
í Melsteðsgarði
við Austur-
stræti 1885.
Nú er ég ekki áhugaljósmyndari,
kann naumast á kassavél, svo að ekki
er kyn, þó að einhver spyrji: „Hvað
vill maðurinn þá upp á dekk?“ Jii,
að undanförnu hefi ég orðið að glíma
við þá þrautina þyngri að merkja og
tímasetja mikið myndasafn, sem varð
eftirtekja sýningar á gömlum Reykja-
víkurmyndnm, sem Skjala- ng minja-
safn bæjarins efndi til í samvinnu
við Reykvíkingafélagið. Fyrir sýning-
una vannst ekki tími til að auðkenna
nema lauslega og ekki með fullri ná-
kvæmni nema brot af þeim rúmlega
800 mjnrtum, sem safninu áskotnaðist
til sýnmgarinnar, að miklu leyti með
framlagi góðra manna. Siðan liefir
bætst stórlega í safnið, en um megin
hluta myndanna gildir: að það, sem
Ijósmyndarinn hcfði getað upplýst
með fullri vissu fyrir eftirtíman með
einfaldri dagsetningu eða merkingu,
hlýtur maður nú að iesa út úr mynd-
inni með ærinni fyrirhöfn, saman-
burði við aðrar myndir og grúski í
allar áttir. Verst er þó, að „skarp-
skyggnin“ getur leitt út á hliðarspor,
svo að niðurstaðan verður röng. En
takist hins vegar að lesa rétt út úr
myndinni, sér maður hana í alveg
nýju ljósi, þá ber luin nútíðinni end-
urminningu frá liðnum dögum, birtist
sem söguleg heimild á borð við traust-
ustu skjalfestar týsingar. Þá flettir
maður blöðum í myndabók Reykja-
víkur.
Hugieiðingar út frá gömlum mynd-
um frá gagnkunnugum slóðum eru
ákaflega skemmtilegar og samanburð-
urinn við það, sem fyrir augu nútíð-
armannsins ber, er oft á við góða
kennslustund í sögu. Það er þess vegna
mjög þýðingarmikið fyrir bæjar- og
byggðarsögu að koma upp góðu safni
ijósmynda og skilgreina hverja mynd
sem best, en það er engan veginn
vandalaust verk, jafnvel þó að ekki
sé langt um liðið síðan myndin var
tekin.
Með þessum línum birtast þrjár
myndir úr myndabók Reykjavikur.
Um þær má segja, að hægt sé að tíma-
setja þær nokkurn veginn. Allar sýna
þær atriði úr bæjarlifinu, ein sýnir
jarðarför í Kirkjustræti, önnur út-
reiðartúr á Lækjartorgi og þriðja á-
heyrendur í Austurstræti að horna-
blæstri i Melstaðs-garði. Með góðu
stækkunargleri má jafnvel þekkja ein-
staka mann á frummyndunum í safn-
inu, en þar með þrjóta líka þær upp-
lýsingar, sem myndirnar sjálfar gefa
um tilefni myndatökunnar. Ef til vill
kannast einhverjir gamlir Reykvíking-
ar við þessar myndir og aðrar svipað-
ar í safninu og gera þeir þá vel, ef
þeir geta gefið betri upplýsingar um
þær.
Hvað tímasetningu snertir, skal í
stuttu máli tekið fram liið helsta um
sýnishorn okkar úr myndabókinni.
Jarðarförin í Kirkjustræti er frekar
fámenn, en myndataka við svona
tækifæri vekur strax grun um það,
að það sé engin hversdagsmanneskja,
sem verið er að bera til moldar, og í
likfylgdinni má þekkja auk sóknar-
prestsins, síra Hallgríms Sveinssonar,
Óla póstmeistara Finsen með ein-
kennishúfu og Árna landfógeta Thor-
steinsson. Myndin er tekin síðsumars,
sem sjá má af gróðrinum, einkum
kartöflugrasi bak við Þerneyjarhús,
annað hús til vinstri. Og liún er tekin
eftir 2. ágúst 1885, þvi að þá var reist-
ur minnisvarði Hallgríms Pétursson-
ar, sem sjá má (með stækkunargleri)
við norðvestur liorn Dómkirkjunnar.
Scliierbeck landlæknir byggði húsið
í gamla kirkjugarðinum þar sem nú
er viðbygging Landssímahússins 1883
og þar hóf hann garðrækt. Girðingin
er nýleg — lengra komumst við ekki,
því að öll hús, sem sjást á myndinni
eru byggð fyrir þennan tima, og þvi
miður skyggir pakkhús Apóteksins á,
svo að maður sér ekki, livort skúr-
bygging við suðvesturhorn íbúðar-
hússins sé komin, en hún var leyfð
af byggingarnefnd bæjarins i mai
1886 og byggð seinna á sama ári.
Þá lítum við á útreiðarfólkið á
Lækjartorgi. Það vekur strax athygli,
að konur eru í miklum ineirihluta, 32
á móti 9 karlmönnum. Svona margt
kvenfólk í skemmtiferð fyrir aldamót
leiðir hugann að Thorvaldsensfélag-
inu, hinu góðkunna kvenfélagi, og
þess er einmitt getið í afmælisriti
þess, að félagskonur færu slíkar
skemmtiferðir. Ef vel er að gáð má
sjá sumar konurnar með félagsmerki
sin, slaufu í barminum, og svipmót
má þekkja á konum og körlum, t. d.
Pétri Hjaltested stjórnarráðsritara,
systkinunum Ingibjörgu og Þorleifi
II. Bjarnason o. fl.
Tímamörkin eru ekki glögg, þó er
myndin eldri en 1901, því að þá
brunnu olíuskúrarnir við Batteriið,
sem sjá má, og yngri en 1894, þvi að
þá var settur luktarstaur við Lands-
höfðingjahliðið (brúna upp að Stjórn-
arráðinu). Næst kemst maður með
því að gera samanburð á myndum frá
1894 og 1896 af skrúðgöngu verslunar-
manna á torginu. Þá sést að báru-
járnsgirðing við enda Kalkofnsvegar
er ný, en í fundargjörðarbók vega-
nefndar bæjarins má sjá, að trébrúin
hefir verið endurnýjuð seint á árinu
1898 og girðingarstúfurinn þá líklega
settur um leið. Við erum þá komin
að árinu 1899 og litum nánar á fólkið
á torginu. Konan á hestinum fremst
til vinstri er hin eina i öllum hópnum,
sem ríður í linakk. Það var svo fátítt
í þá daga, að helst verður að ætla,
að hún sé útlensk. Bæjarfregn í ísa-
fold 28. júní 1899 getur nú komið við,
sögu. Blaðið segir: „Aðrir ferðamenn
með Vestu liingað: Frk. Rittershaus
frá Þýskalandi (heitmey Þorleifs
Bjarnasonar adjúnkts)“. Sé nú rétt
rakið ,er myndin tekin sumarið 1899
af konum í Thorvaldsensfélaginu í
útreiðartúr ásamt nokkrum eigin-
mönnum þeirra, Þorleifi og unnustu
lians.
Síðasta myndin sýnir á skemmti-
legan hátt, hversu mjög skólapiltar
settu sjnn svip á götulifið í bænum
1885. Hornaflokkur Helga Ilelgasonar
er að leika á horn í Melsteðs-garði,
þar sem Útvegsbankinn er nú. Meðal
áheyrenda eru nokkrir ráðsettir borg-
ara, fáeinar ungar stúlkur, dátar af
varðskipinu og unglingar, en lang-
samlega ber mest á skólapiltum með
skólapiltahúfu sina sumir liverjir.
Meðal þeirra má þekkja Jón Helgason,
siðar biskup, og er þá hægt að hafa
hliðsjón af mynd, sem Sigfús Ey-
mundsson tók af skólapiltum vorið
1885 neðarlega á skólablettinum. Jón
Helgason útskrifaðist 1886, svo að
myndin er örugglega tekin einhvern
góðviðrisdag vorið 1885.
Með vexti bæjarins og nýjum bygg-
ingaraðferðum og byggingarlagi breyt-
ist svipurinn á bænum okkar frá ári
tii árs. Fyrr en varir er gamalt hús
horfið eða stórbygging risin i óbyggðu
hverfi. Sýn, sem var orðin okkur svo
kær, að við vorum hætt að veita ein-
stökum atriðum sérstaka athygli, er
á svipstundu horfin og ný komin i
staðinn. Það er ljósmyndavélin og
samstarf ljósmyndara og áhugamanna
við hið nýstofnaða Minjasafn bæjar-
ins, sem getur varðveitt þessar mynd-
ir úr myndabók Reykjavíkur til fróð-
leiks og ánægju fyrir siðari tima.
Lárus Sigurbjörnsson.
»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.>♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
i; LUX heldur góðum fatnaði
sem nýum
Notið ávallt LUX SPÆNI
þegar þér þvoið viðkvæman vefnað. X-lx 692-814
*•