Fálkinn


Fálkinn - 17.12.1959, Qupperneq 20

Fálkinn - 17.12.1959, Qupperneq 20
16 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1959 Fyrir 25 árum stóðu fræg málaferli yfir í USA, um 11 ára telpu, sem hét Gloria Vanderbilt. Móðir hennar, Gloria Morgan-Vanderbilt, tapaði málinu og mágkona hennar fékk réttinn til barnsins. Nú er Gloria síðari þrígift og á í málaferlum við 2. mann sinn, hinn fræga hljómsveitar- stjóra Leopold Stokowski, um réttinn til tveggja sona þeirra, Stanislásar og Christophers, 7 og 8 ára. BGRST ITM It 6 ll \ l \ SÍN EGAR Gloria Vanderbilt, milljónaerfinginn, sem í æsku var kölluð „veslings ríka stúlkan“, var 17 ára, sagði hún: „Þegar ég giftist, ætla ég að eiga sæg af krökk- um og vera svo góð við þau, að þeim líði aldrei illa eða finnist þau vera einmana. Þá hafði Gloria verið hjá frænku sinni í 6 ár, eftir að móðir hennar hafði með dómi verið svipí réttinum yfir henni. Hún beið þess aldrei bætur og átti gleðisnauða æskudaga, þrátt fyrir auðinn. Undanfarið hefur hún átt í mála- ferlum við 2. manninn sinn, Leo- pold Stokowski, út af réttinum til drengjanna, sem þau áttu saman í hjónabandinu. Stanislás og Christop- hers. Gloria var ógæfusamt og óheppið barn. Málaflutningsmaður hennar sagði í réttinum, að hún biði þess aldrei bætur hve gleðisnautt upp- eldi og lítið ástriki hún hefði hlotið. Þegar frænka hennar höfðaði mál fyrir 25 árum til þess að ná réttin- um yfir henni, varð þetta eitt mesta hneykslismál í Bandaríkjunum. — Læknir, sem bar vitni þá, sagði, að „Gloria væri á klafa, sleppti sér ef eitthvað bæri út af, væri óeðlilega tilfinninganæm, myrkfælin, væri grátgjarnt og dreymdi dauða og skelfingar". Gloria hefur elzt síðan þá. En hann sagði fyrir rétti, um það bil það sama, sem læknirinn hafði sagt 25 árum áður. Hún hefur ekki breytzt neitt að marki síðan. í sjö ár var hún 5 daga vikunnar hjá frænku sinni en tvo hjá Gloriu móður sinni, sem var önnur „hræði- legu tvíburanna“, sem setti Evrópu á annan endann. Fram til 1941 voru það nær eingöngu málaflutnings- menn, sem Gloria yngri hafði kynni ’*» fi y\ Gloria Vanderbilt og 3. maður hennar, Sidney Lumet á brúðkaupsdag- inn. Lumet var áður kvœntur kvikmyndadísinni Ritu Cam. Gloria Vanderbilt. af. En þá fór hún til California og uppgötvaði að fleiri manntegundir voru til. Fimm mánuðum eftir að þangað kom kynntist hún Pat di Cicco, sem var tíu árum eldri en hún, og giftist honum. En hún komst fljótt að raun um að það var ein- kennisbúningurinn hans, sem hún hafði orðið ástfangin af, en ekki maðurinn sjálfur. Hún skildi við hann undir eins og hann var burt- skráður úr hernum og fór í venju- leg föt. Pat fékk hálfa aðra milljón til þess að Gloria losnaði við mann- inn, sem hún elskaði ekki og sem ekki elskaði hana. Di Cicco varð guðsfeginn að fá peningana í stað konunnar og hvarf úr tilveru „ves- lings ríku stúlkunnar11. Nú var hún laus og liðug og fór að svipast eftir manni, sem gæti orðið henni stoð og stytta — „tekið hönd mína og leitt mig á braut hjúskapargæfunnar“. Hún var 21 árs og blöðin höfðu ekki lokið sög- unum um fyrsta hjónaband hennar, þegar hún kynntist Leopold Stok- owski. Mönnum ber ekki saman um hvað Stokowski sé gamall. Gloria fullyrti í réttinum, að hann væri 85 ára. Sjálfur segist hann vera 77. En aðr- ir fullyrða að hann sé fæddur í London 1887. En hann var að minnsta kosti kominn yfir sextugt er hann kynnt- ist Gloriu, eftir að hún var skilin við di Cicco. Og þó að aldursmun- urinn væri svo mikill, að hann hefði getað verið afi hennar, varð „ves- lings ríka stúlkan" svo ástfangin, að hún sagði hverjum sem hafa vildi, að nú hefði hún fundið mann, sem hún elskaði af Lífi og sál. Þegar þau Gloria kynntust var Stokowski í hágengi hjá kvenfólk- inu og fegurstu konur sóttu á hann eins og flugur á sykurmola. Þessi frægi meistari, fæddur í London af pólsku foreldri, hafði menntazt í Royal College of Music í London, og síðar í París, Miinchen og Berlín. Hann hóf starfsferil sinn sem organ- isti í London og New York. Og 1908 byrjaði hann að stjórna hljómsveit. Næstu árin stjórnaði hann symfóníu- hljómsveit Cincinnati og 1912 var hann ráðinn stjórnandi Phila- delphiuhljómsveitarinnar, sem hann gerði gagngerar breytingar á eftir nokkurt þóf við stjórnarnefndina. En eftir tíu ár hafði hann gert hljómsveitina heimsfræga og var orðinn átrúnaðargoð bandarískra tónlistarvina. Árið 1936 sagði hann starfinu lausu til að vinna að kvikmyndum í Hollywood. Hann gerði m. a. mynd- ina „Hundrað menn og ein stúlka“ með Deanne Durbin, sem þá var barn. Myndin varð stórfræg. — Ár- ið eftir fréttist, að Stokowski og Greta Garbo væru trúlofuð. Hann hafði beðið Anitu Loos að kynna sig fyrir henni í Hollywood. Og þegar hann hafði talað við hana nokkrar mínútur höfðu töfrar hans sigrað hana. Hann sagði henni, að forsjónin hefði ætlazt til að ástamál þeirra yrðu fræg í veraldarsögunni. Sagði hann henni, að hann væri 55 ára. En hún var 32, og ógift. Fregnin um þennan samdrátt barst víða, og 2. kona Stokowskis fór beina leið til Nevada til þess að fá skilnað. Þegar blaðamaður spurði Gretu Garbo, hvort hún ætlaði að giftast ■ Stok-

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.