Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Síða 13

Fálkinn - 07.12.1960, Síða 13
NÝ SMÁSAGA EFTIR INDRIÐA G. hélt hann sig við sjö prósent eða þar í kring og var að sulla í rauðvíni, en seinna þótti honum ekkert betra en brennivín. Þá byrjaði hann allt í einu að tala ensku við Bretana og þóttist anzi góður og sagði það þyrfti ekki að spand era túlk á rotþrærnar. Hann var einmitt nýlega byr,jaður að tala enskuna þegar við vorum beðnir að gera rotþró fyrir sérstaklega háttsettan yfirmann, sem hafði orð fyrir að skipta sér af öllu og reyndar verið eins konar yfirsmiður við braggann sinn. Það stóð ekki á honum þegar við ætluðum að byrja á rotþrónni einn morguninn, og sá berhöfðaði lét sig hafa það að tala við hann. Þeir þref- uðu töluvert og voru með handapat á mölinni bak við braggann og þegar stór- laxinn var farinn eftir að hafa gefið sínar skýringar sagði vinur minn, að hann hefði óskað eftir að hafa rotþróna við braggahornið. Þetta var alveg utan og ofan við alla venju, en við vorum ekkert að hugsa um það frekar fyrst delinn hafði sagt þetta og byrjuðum að grafa. Vinur minn var alltaf að taka í brennivínsflöskuna og bölva yfirmann- inum fyrir sérvizkuna og síðan grófum við í djöfli og vorum heppnir með jarð- lagið, sem var laust í sér og auðvelt og vorum komnir niður úr öllu valdi um kvöldið. Morguninn eftir var Bretinn kominn til að líta á þróna sína. Hann pataði mikið og virtist ákaflega æstur og sá berhöfðaði tók í nefið og sagðist ekki vita hvað maðurinn væri að fara, ÞORSTEINSSON svo ég sótti túlkinn. Þegar við komum aftur var yfirmaðurinn dottinn ofan í rotþróna og hafði flumbrað sig á enn- inu og við gátum varla náð honum upp úr, fyrir handaslætti og æsing. Hann skammaði túlkinn og rak okkur alla þrjá, sem túlkurinn sagði að væri ólög- legt, og kalli skyldi finna fyrir verka- lýðshreyfingunni. Þegar kalli var farinn og við vorum að byrja að ná okkur eftir áfallið, varð túlkurinn allt í einu vit- laus og sagðist ekki vita hvaða helvítis asnar við værum að grafa rotþróna þarna. Hún hefði átt að vera sex fet beint aftur af skorsteininum og þá vissi ég að enskan hjá vini mínum var ekki annað en handapatið. Við fórum heim að bíða eftir því sem verkalýðshreyf- ingin ætlaði að gera, en ég frétti aldrei meir af henni. Hins vegar reyndi ég oft að tala við þann berhöfðaða eftir Þetta og var að fara heim til hans og berja upp. Konan hans.kom alltaf fram í ganginn og hafði hurðina í hálfa gátt og sagði hann væri ekki heima. Það logaði á rauðu ljósi inni í stofunni og stundum 'heyrði ég hroturnar í hon- um út á ganginn og það leyndi sér ekki á lyktinni, að fólk drakk mikið brenni- vín í því húsi. Konan mín var farin úr glugganum og mennirnir voru horfnir niður götuna. Hún rykkti í stólinn og trillaði mér inn í stofuna, án þess maður gæti merkt hún hefði hugsun á því, að hnén á mér gátu rekizt í dyrakarmana. — Hvað skyldu þeir vera að gera, sagði ég. — Góði, hafði ekki áhyggjur af því. — Ég hef engar áhyggjur af því. — Varstu ekki að segja þeir væru fyllibyttur? sagði ég. — Að þeir sypu. — Já, þeir súpa, það veit sá sem allt veit. — Ætli þeir séu ekki á Bláa bandinu? — Auðvitað. Þeir hafa farið þangað. — Er það ekki venjan með svona menn? — Þeir geta átt annað erindi. — Mér sýnist það líka á þeim, sagði konan. — Svo ganga þeir sér til hressingar eftir hádegið. — Eg er hissa þeim skuli vera sleppt út. — Þetta eru svo frjálslynd samtök. — Hvað skyldu þeir hafa sagt á stað eins og fyrir norðan. — Ég veit alveg hvað þeir hafa sagt, sagði ég. — Hvað? — Þeir 'hafa sagzt ætla í sumarfrí hingað suður. — Sumarfrí frá hverju? — Balli vinnur í verzlun. — Hver er Balli? Frh. á bls. 50 FÁLKINN 13 MYNDSKREYTING: GUNNAR EYÞÓRSSDN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.