Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Page 22

Fálkinn - 07.12.1960, Page 22
-|7iG hafði dvalið nokkra mánuði í -C-J Mexico án þess að hugsa um hvort heldur var sumar eða vetur. í einu ró- legasta hverfinu í Mexico City hafði ég leigt mér tvö stór, björt herbergi og þar hafði ég mína aðalbækistöð, þegar ég var ekki í flakki út um land. Örlögin eru glettin og höfðu hagað því svo, að ég átti heima í götu sem hét Calle Copnnhague — Kaupmannahafn- argata — nafnið var svo huggulegt og notalegt, en svo var það líka það eina, sem minnti mig á Danmörku. Á hverjum degi í tvo mánuði hafði ég opnað breiðu dyrnar út á svalirnar og látið bjarta Mexicósólina senda mér flóð af geislum inn í stofuna. Ég hafði horft á blátæran himininn, sem hvelfdist yfir borgina dag eftir dag, og hafði and- að að mér stórum teygum af léttu, hress- andi lofti. Calle Copenhague var róleg gata með tvílyftum heldrimannahúsum; en einn morguninn hafði allt í einu færzt fjör í götuna. Þar var sem kliður gaggandi, gargandi og ropandi hljóða. Berfættur Indíáni úr einu grannaþorpinu, með barðastóran sombrero á skakk á höfðinu, skræpóttan sarape yfir öxlina og langa, dinglandi bambusstöng í hendinni, kom niður götuna og rak á undan sér heilan hóp af kalkúnum. Hrópin í honum ginntu allar indíánsku eldakonurnar í hverfinu fram í dyrnar. Með orgi og æpingum var hver kalkúninn eftir ann- an eltur uppi, þuklaður og handkram- aður og dásamaður unz verzlunin var ákveðin eftir mikið þref og þvarg. Hún Juanna, fallega, svarteyga vinnu- konan hennar húsmóður minnar, lyfti sigrihrósandi stórum baksandi og garg- andi kalkún upp að svölunum til mín og hrópaði: „E1 pavo de navidad! E1 pavo de navidad." — Jólakalkúninn! Jólakalkúninn! Jólatilhugsunin kom mér alveg á óvart. Svo var Mexicosólinni og bláa himninum fyrir að þakka, að ég hafði verið í sumarskapi alveg þangað til ánægjuhrópið í Júönnu minnti mig á að ekki voru nema tíu dagar til jóla. Kalkúnsalinn var fyrsti fyrirboði þeirr- ar hátíðar, sem einnig í Mexico er mesta hátíð ársins. Árdegis þenna sama dag fór ég inn í borgina til að athuga, hvort þar sæj- ust nokkur merki jólaviðbúnaðar. Mexi- co City er alþjóðlegur stórbær á stærð við Róm — undursamlegur hrærigraut- ur gamals og nýs: skrautlegar hallir og fögur musteri og kirkjur frá blóma- tíma spænska landnámsins, nýtízku funkishús og skýjakljúfar — og fólk sem er jafnsundurleitt og húsin. 22 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.