Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 40

Fálkinn - 07.12.1960, Blaðsíða 40
„Grípið þjófinn!“ „Lofaðu nú mömmu að halda á regríhlífinni augnablik.“ ,,Þér ráðið, hvort þér bíði'ð. Hann fékk fimm ár.“ 40 FALKINN SK0DANAK0NN- UN FÁLKANS Nýjar kirkjur hafa risið upp í höfuðstaðnum undanfarin ár; margar hverjar með nýtízku sniði, sem er mjög frábrugðið því, sem menn hafa átt að venjast. Eins og að líkum lætur, hafa margar af kirkjum þessum verið ærið umdeildar og sumir hafa jafnvel ekki getað orða bundizt og kvatt sér hljóðs á opinberum vettvangi, í blöðum eða út- varpi, og sagt sína meiningu. Unnendur nútímalistar hafa síðan svarað og lýst yfir gagnstæðri skoðun og þannig koll af kolli, fullyrðing á móti fullyrðingu. Þannig er þetta ævinlega, þegar rætt er um smekksatriði og óþarft er að minnast á allt það rifrildi og alla þá prentsvertu, sem menn hafa eytt í þrætu um nútímalist á flestum sviðum: atómljóðin svokölluðu, abstraktmálverkin og tólftóna músikina. Kirkjur nútímans bera svipmót byltinganna á sviði listar og mörg- um finnst þær hreinasta guðleysi. Okkur kemur í hug orðaskipti, sem við hlýddum á við strætisvagna- biðstöð rétt hjá Sjómannaskólanum, ekki alls fyrir löngu. Tveir menn sátu þar á bekk og biðu eftir vagninum. Annar þeirra virti fyrir sér Háteigskirkju, sem nú er í smíðum, og sagði eftir litla stund: — Þetta verður reisuleg kirkja. Það verður einhver munur að sjá þetta eða ómyndina þarna fyrir aftan. Hann átti við kirkju Óháða safnaðarins, sem nýlega er fullbyggð. Sessunautur mannsins brosti í kampinn og svaraði: — Ef ég á að segja mína meiningu, þá álít ég hið gagnstæða. Þannig eru skoðanir manna skiptar og sýnist sitt hverjum. FÁLKINN hefur ákveðið að efna til ofurlítillar skoðunarkönnunar nú um jólin. — Við birtum hér á síðunni á móti myndir af fjór- um nýjum kirkjum, tvær þeirra eru fullbyggðar, en tvær ennþá í smíðum. Kirkjurnar eru: Háteigskirkja (líkan), Hallgrímskirkja (líkan), Kirkja Óháða safnaðarins og Neskirkja. Við biðjum lesendum að skipa kirkjunum í röð eftir sínum smekk og senda okkur síðan eyðublaðið. Ef næg þátttak fæst, verður fróðlegt að vita hver niðurstaðan verður; | og ef til vill má ráða af henni, hvort fólki geðjast almennt að hinum nýja kirkjubyggingarstíl. i'&wM ÍStl wmm iMf iÉliÍiÍ "''V-V V iBSÍfij. MM fi- ■ ■ •'fifi^fififififi' i $
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.