Fálkinn


Fálkinn - 07.12.1960, Page 53

Fálkinn - 07.12.1960, Page 53
Einkaumboðsmenn: G. HELGASON & MELSTEÐ H.F. Hafnarstræti 19, Reykjavík. £T/^. M ^kjalSery SÍMI 11491 (3 línar) HEILDSALA - SMÁSALA GLENS Jón úr Flóanum kom í höfuðstað- inn með þrjá kálfa, sem hann ætl- aði að selja. Það var einhvern lympa í einum kálfinum, og þeir höfðu orð á því í Sláturhúsinu. — Er hann veikur, þessi huppótti kálfur? spurði slátrarinn. — Nei, hann er gallhraustur, sagði Jón. — En hann er bara feiminn, vegna þess að hann hefur aldrei komið til Reykjavíkur áður. * Það kom snurða á vináttúband Jóns og Péturs eftir að Pétur fór að draga sig eftir konu Jóns. Jón reyndi lengi vel að vera umburðarlyndur, en loks sagði hann: — Þetta getur ekki haldið svona áfram. Við verðum að ráða fram úr þessu á einhvern hátt. — Kannske við ættum að spila marías um hana, sagði Pétur. — Og sá sem vinnur, fær konuna. Jón hugsaði sig um dálitla stund og sagði svo: — Jæja þá það. En við skulum leggja fimm krónur urid- ir líka, til þess að gera þetta ofur- lítið meira spennandi. -x — 1 gær mætti ég henni Elsu, gömlu vinkonu okkar, sem ég hef ekki séð í tíu ár. — Einmitt það. Hefur hún haldið fallega vaxtarlaginu sínu? — Já, og meira en það. Hún hefur tvöfaldað það. -x Stjáni grái lá fyrir dauðanum og kerlingunni fannst réttast að biðja prestinn um að lesa eitthvað fallegt yfir honum. Þegar prestur kom sat Stjáni uppréttur í rúminu, með hálf- flösku af Svartadauða í hendinni. — Er þetta nú síðasta huggunin þín áður en þú sofnar burt úr ver- öldinni? spyr presturinn. — Nei, ónei. Ég á eina heila undir koddanum mínum. * Undarlegt er það með tíkina þína, sagði frúin sem kom í heimsókn. — Þegar maður sér hana úti, er hún svo blíð og glöð, að það er unun að horfa á hana. En þegar hún er inni urrar hún og glefsar. — Já, svaraði húsfreyjan. — Hún hefur lært þetta af manninum mín- um, greyið að tarna. -x Jensen hafði boðið húsbóndanum heim til sín í fyrsta skioti, og frú Jensen segir við húsbóndann um leið og sezt er að borðum. — Þér verðið að afsaka, hvað þetta er einfalt og íburðarlítið, en þér skilj- ið það vonandi, því að þér ákveðið kaupið hans. FALKINN 53

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.