Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Síða 11

Fálkinn - 05.04.1961, Síða 11
fyrir svo neinu næmi, að kvenfólk hafi neitað að klæðast nýrri tízku, sem tízkukóngar í París og víðar hafa skap- að, enda er fegurðin afstætt hugtak, sem ekki lýtur neinum lögmálum. Karl- mönnum gagnar lítið að úthrópa nýja tízku afskræmi og ljóta. Þeir fá með engu móti sannað mál sitt, og fyrr en varir eru þeir farnir að kunna vel við hana og þykja hún falleg. En snúum okkur aftur að vortízkunni í París 1961 og helztu einkennum henn- ar. Hún gengur almennt undir nafninu „Slim Look“ og einkennin eru helzt þessi: Frh. á bls. 32 Tveir kjólar frá Dior, báðir léttir og sumarlegir og báðir úr þrykktu mússulíni, sem bæði er vafið og sniðið. Eini munurinn á þeim eru nöfnin: Annar heitir „Enski garðurinn“, en hinn „Spánski garðurinn“. Nöfnin fara eftir rósamunstrinu í efninu. Nýjasti arftaki Diors, Marc Bohan, er höfundur þessarar kokkteilsláar. Hún er úr gulu satíni með ísettum kimonoermum. Skórnir, sem samkvæmt nýjustu tízku eru með þverskornum tám, eru yfirdekktir með gulu satíni. Suðvestanvindurinn hefur verið hafður í huga, þegar þessi hattur frá Pierre Cardin, var búinn til (myndin til vinsri). Þessi vefjarhöttur frá Devaux er blár, hvítur og rauður (myndin til hægri).

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.