Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1961, Side 13

Fálkinn - 05.04.1961, Side 13
Ég litaðist um til þess að finna dyrnar á GaEdtabúðinni, en þarna voru engar dyr, engin búð, ekkert... SMÁSAGA EFTIR H. G. WELLS „í stað þess að fara til heildsala," sagði ég, „það er auðvitað ódýrara.“ „Að sumu leyti,“ sagði kaupmaður- inn. „Við gjöldum þó að lokum, — þó ekki eins dýrt og fólk heldur . . . Veiga- meiri brögð, okkar daglegu vörubirgðir, og allt annað sem við þurfum á að halda, fáum við úr þessum hatti. Og ef ég má gerast svo djarfur, þá vitið þér, herra minn, að það er engin heildverzl- un, ekki með ósvikna galdra herra minn. Ég veit ekki hvort þér tókuð eftir skilt- inu okkar: Galdrabúðin. Ósviknir galdr- ar. Hann dró nafnspjald út úr kinninni á sér og rétti mér. „Ósviknir,“ sagði hann og hélt fingri við orðið, svo bætti hann við: „Það eru afdráttarlaust engin svik herra minn.“ Ég hugsaði með mér, að hann virtist ætla að leika hlutverk sitt til fulls. Hann sneri sér að Gip með ástúðlegu brosi. „Þú veizt að þú ert eins og dreng- ur á að vera.“ Ég var hissa að hann skyldi vita þetta, því að agans vegna höldum við því ekki á lofti, jafnvel ekki innan fjöl- skyldunnar. En Gip tók því án þess að mæla orð, og hafði ekki augun af hon- um. „Það eru aðeins drengir eins og dreng- ir eiga að vera, sem komast hér inn.“ Og eins og til að sanna orð hans var rjálað við dyrnar, og inn barst ómur af vælulegri rödd. „Noj, ég vill fara inn pabbi, ég vill fara inn, nei nei,“ svo áköf rödd kúgaðs foreldris, huggunar- rík og blíðkandi. „Það er lokað Edward.“- „En það er ekki lokað,“ sagði ég. „Jú, herra minn, alltaf fyrir svona börnum,“ sagði kaupmaðurinn, og á meðan sáum við hinum drengnum bregða fyrir. Hann var lítill, fölleitur og veiklulegur af of miklu sælgætisáti og ljúfmeti, og andlitsdrættirnir af- myndaðir af frekju og eigingirni. Hann barði óhemjulega á rúðuna, „Það er til- gangslaust, herra minn,“ sagði kaup- maðurinn, þegar ég af eðlilegri hjálp- fýsi nálgaðist dyrnar, og um leið var dekurbarnið dregið organdi í burtu. „Hvernig farið þér að þessu?“ spurði ég og andaði léttara. „Töfrar,“ sagði kaupmaðurinn og bandaði hendinni kæruleysislega, og sjá, það hrukku marglitar eldtungur úr fingrum hans, og hurfu inn í skugga búðarinnar. „Þú varst að tala um áður en þú komst inn í búðina,“ sagði hann og sneri sér að Gip, „að þig langaði til að eiga einn af kössunum okkar, sem heita Kaupið einn og vekið undrun vina yð- ar.“ „Já,“ sagði Gip með erfiðismunum. Framh. á bls. 30. UNDRAVERZLUNIN FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.