Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 20

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 20
 I Stutt frá bænum á Flugu- stöðum er allhátt fjall, er Kjölfjall heitir. Nafn sitt mun það hafa af því, að efsta brún þess mun hafa þótt eigi ósvip- uð kili á bát. Nokkuð hátt uppi í fjallinu er hár hóll eða klettadrangur, sem nefndur er Þjófaholuhaus. í þessum hól er frekar mjó hola, er Þjófa- hola nefnist. Ekki veit ég til þess. að nokkur maður hafi kannað holu þessa, því að of- an í hana þyrfti að síga í bandi, ef ætti að rannsaka hana. Holan liggur beint nið- ur, og má sjá alldjúpt niður í hana. Á um tveggja mann- hæða dýpi, þá klofnar hún og sést þar lítil grastorfa, — síð- an liggja tvær holur á ská sitt á hvert ofan í bergið. Eng- inn veit, hvað djúpar þær eru, en ef hent er steini niður í þær, heyrist pompa lengi Iengi, svo djúpar hljóta þær að vera. I fyrndinni er sagt að hald- ist hafi við í holu þessari smalar tveir. annar frá Flugu- stöðum, en hinn frá Rannveig- arstöðum, bæjum, sem eru sinn hvorum megin við Hofsá. Er sagt, að þeir hafi lifað á Fjórir af þátttakendum leiðangursins í Þjófarétt. Talið frá vinstri: Karl Elíasson, Starmýri, Guðmundur Þor- steinsson, Friðjón Árnason frá Kistufelii og greinarhöf- undur, Þorsteinn Þorsteinsson. — Á stóru myndinni hér efra er Friðjón undir stallinum. því að stela fé sér til matar í Kjölfjallinu. En til þess að ná fénu, ráku þeir það í Klettagjótu, sem síðan er nefnd Þjófarétt. Er hlaðið fyr- ir annan enda gjótunnar, auð- sýnilega mannaverk. Til þess að komast niður f holuna, höfðu smalarnir fest kaðal- stiga á holubarminn og fóru þar upp og niður. Hvorki hol- an né réttin sjást frá bæjum í sveitinni, því að hár hjalli skyggir á. En sagan segir, að eitt sinn hafi fólk frá Rannveigarstöð- um séð þegar smalarnir voru að reka saman fé, en þá var brugðið við og mönnum safn- að um alla sveitina. Eftir tals- verða leit fannst holan og voru smalarnir þá þar niðri. Voru þeim settir tveir kostir, að koma upp úr holunni eða svelta > hel niðri f henni. — Annar þeirra tók þann kost- inn að fara upp, en hinn sat kyrr, — en leitarmenn drógu stigann upp. og mun smalinn, er eftir sat, hafa soltið til dauða. Þannig hljóðar sögnin um Þjófaholu, Ég skal viður- kenna, að fyrst er ég las hana, furðaði ég mig á, að til skyldi vera órannsakaður hellir svona nærri byggð. En mér fór sem fleirum að þegar á skyldi herða varð ég að gefast upp án þess að kom- ast lengra en á stallinn, þar sem holan skiftist. Þá skorti mig bæði ljós og kaðla (og ef til vill áræði) til að fara lengra. Síðan eru liðin nokkur ár, og þótt margt hafi breytzt er hol- an jafn lítt könnuð og fyrr. Við erum á leið upp fjallið fimm saman. Þetta eru Álft- firðingarnir Pétur Ragnarsson. frá Rannveigarstöðum og Karl Elísson Starmýri ásamt Borg- firðingunum Guðmundi og Þorsteini Þorsteinssonum frá Skálpastöðum, og Friðjóni Árnasyni frá Kistufelli. Hann er okkar reyndasti f j allamaður. Nú skal gera úrslitatilraun við holuna. Dagur er kominn að kvöldi og jónsmessunótt fer í hönd. Það hlýtur að vera góður tími til hellarannsókna, því eins og allir vita er það einmitt þá sem óskasteinar fljóta upp á yfirborð jarðar á afviknum stöðum. Og hvar er þeirra fremur von en hér? Rétt fyrir sunnan okkur er Gabbrofjallið hans Einars á Hvalnesi og til hinnar hand- arinnar silfurbergsnámurnar í Helgustaðafjalli, ekki svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.