Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Síða 21

Fálkinn - 13.12.1961, Síða 21
ýkja langt undan. Ennþá nær okkur er Teigarhorn, með alla sína merkilegu steina. Því miður kemur í ljós, að enginn okkar hefur séð óska- stein, og okkur kemur ekki saman um hvernig þeir muni vera. Við gætum hæglega gengið fram hjá þeim án þess að hafa hugmynd um. Grátlegt að vísu, en ekkert við þessu að gera. Áfram er paufast upp skriðurnar. Við erum klifjaðir ýmsu dóti, sem að gagni má koma í svona för. Mest ber þar á mikilli kað- alhönk, sem við, eftir ná- kvæma yfirvegun, teljum það sterka að treystandi sé fyrir okkar dýrmæta lífi. Hinir bera myndavélar og áhöld ýmisskonar ásamt ljósfærum. Tveir okkar hafa orðið sér úti um hjálma ágæta til varnar væntanlegu grjóthruni. Eftir um það bil hálftíma gang upp hlíðina komum við á þær slcðir sem holan á að vera. En það ber lítið á munn- anum, og þótt kunnugir menn séu með í förinni verður okkur dálítil leit að henni. Hvort sem útilegumenn hafa hafzt þarna við eða ekki er þetta gott fylgsni. Við leggjum farangurinn frá okkur við holuna og skggn- umst niður í myrkrið. Ekki veit ég hvað hinum líður, en mér finnst tvennt ólíkt að segjast ætla þarna niður og að gera það í raun og veru. En heiður manns liggur við að halda slíkum hugrenningum leyndum og allt er búið til niðurferðarinnar. Við festum kaðlinum um stóran stein og köstum hönk- inni ofan. Karl verður eftir uppi og gætir festarinnar, en við hinir klifrum niður á stall sem er í um það bil sex metra dýpi. Þaðan liggja göng í tvær áttir; því sem næst austur og vest- ur. Þau hin eystri eru stutt og lokast af stórgrýti um það bil átta metra innan við opið. Við látum farangur okkar síga niður á stallinn og berum hann það langt inn í lokuð göngin, að öruggt er fyrir grjóthruni úr opinu. Því næst er að snúa sér að vestari göngunum. Fyrst er niður bratta skriðu að fara, á að gizka átta metra, en þar tckur við lítið gat, sem opn- t sumar fóru fimm ungir piltar í leið- angur á vegum FÁLKANS til þess að kanna fyrstir manna svokallaða Þjófa- hoiu í ÁJftafirði. Einn þeirra félaga, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, segir hér frá þessari óvenjulegu og erfiðu för. Horft upp fjallið. Örin bendir á Þjófaholuhaus. ast eitthvað niður í myrkrið. Þegar steinum er hent þang- að niður heyrast þeir hrapa stall af stalli, unz hljóðið að lokum deyr út. Það er ógerningur að gera sér grein fyrir hvað af þessu eru raunverulegir skruðning- ar og hvað einungis bergmál. En eitt er víst, þangað niður förum við ekki nema í kaðli. Við vörpum hlutkesti um hver okkar skuli fara fyrstur. Minn hlutur kemur upp. Hin- ir andvarpa og segjast öfunda mig, en missa áhugann, þegar ég býðst til að eftirláta þeim þessi forréttindi. Meðan ég festi á mig kaðlana eru myndavélarnar á lofti, og ég feta mig niður skriðuna með þau huggunarríku orð í eyr- um, að það verði þó til mynd með minningargreininni. Þegar að gatinu kemur hefur sprungan þrengzt það mikið, að ég get auðveldlega skorðað mig fastan og skyggn- zt niður. Gatið víkkar fljót- lega og nokkrum metrum neðar situr stór steinn fastur milli holuveggjanna. Lengra niðri og dálítið inn- ar í holunni eru fleiri steinar, en milli þeirra er sama myrkrið og fyrr.' Næst er að koma sér niður á efsta stein- inn. Ég reyni að festa mér af- stöðuna í minni, slekk á ljós- inu og fikra mig fram af brúninni. Fyrir ofan skrið- una standa félagar mínir og gefa eftir kaðalinn. Fyrst í stað næ ég til beggja veggja, en fljótlega rýmkast og nokk- ur augnablik sveiflast ég fram og aftur eins og pend- úll í klukku áður en ég finn fyrir steininum. Hann er dá- lítið til hliðar, en ég næ fót- festu, styð mig við vegginn og kveiki ljósið. Sprungan virðist ná um það bil 30 m. í vestur, en í hina áttina ligg- ur hún meira niður á við án þess að ég sjái til enda. Ég bið um meira slak og kemst Friðjón og Guðmundur bera saman ráð sín neðst í Þjófaholu. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.