Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 22

Fálkinn - 13.12.1961, Page 22
Sigiö í Þjófaholu niður á stóra steina nokkru neðar og innar en sá fyrsti. Hér stoppa ég og lít í kring- um mig. Sprungan virðist mynduð á þann hátt, að klettahöfði í fjallinu hefur sprungið frá því og sigið nokkuð fram. Efstu jarðlög- in hafa annað hvort sprungið annarstaðar, eða þá alls ekki, því upphaflega hefur sprung- an verið lokuð. Seinna hefur svo brotnað stykki úr þessu þaki og fallið nokkuð niður í sprunguna. Það er stallurinn, sem við komum fyrst niður á. Að austanverðu hefur hann ekki fallið nógu djúpt til þess að op myndaðist, en að vestan má smeygja sér á milli fyll- unnar sem datt og þess sem eftir er af loftinu. Héðan sem ég sit, sé ég að sprungan nær áfram austur, undir stallinn, sem félagar mínir standa á. Á umliðnum öldum hafa sífellt hrunið steinar úr loftinu og niður í sprunguna. Hún virðist þrengjast eftir því sem neðar dregur, og þess vegna hafa stærstu björgin stöðvast hátt uppi en smærra grjótið fallið lengra niður. Nokkuð fyrir neðan mig hafa margir stein- ar af svipaðri stærð myndað eins konar gólf vestur holuna, þótt sundurlaust sé. Ég fikra mig þangað niður og stikla lengra inneftir. Nú er svo komið, að leysa verður kaðalinn af steininum uppi, til þess að hægt sé að gefa nógan slaka. Raddir fél- aga minna virðast koma úr miklum fjarska, en enn heyr- um við hvorir til annars. Hérna þrengist holan að mun og lausagrjót eykst. Til end- ans hækkar aðeins undir loft og grjótið, sem þaðan hefur hrunið. hrúgast upp fyrir framan mig á þann hátt, að minnsta röskun virðist geta sent það allt lengra niður í holuna Undir og í gegnum þessa grjóthrúgu er hola. nokkurra metra djúp, og nógu víð til þess að maður gæti smeygt sér þar niður. Eftir nánari athugun á lausagrjótinu finnst mér tilvalið að eftir- láta öðrum að fara þarna nið- ur og fikra mig til baka sömu leið. Ég kemst undir stóru stein- ana tvo, sem ég stoppaði á áðan, og lengra niður í myrkrið. Langt fyrir ofan mig er fyrsti steinninn neðan við gatið. Héðan að sjá er hann alveg laus en ég tók eftir því áðan að hann er vel skorðaður milli veggja, svo ég held ró- legur áfram. Hingað niður hefur hrunið smágerð möl og jarðvegur og myndað nokk- urn veginn þétt gólf, það eina sem við fundum í allri hol- unni. Þetta er líka það dýpsta, sem við komumst niður og eftir kaðlinum okkar að dæma eru það um 30 metrar. Ég held áfram austur, und- ir stallinn sem við komum fyrst niður á. Innan stundar mjókkar sprungan og lokast brátt alveg. Það veldur mér von- brigðum, því eftir gömlum sögnum í Álftafirði eiga að liggja göng héðan og niður í svonefndan Draugastein, sem er niður undir sjó tveim til þrem kílómetrum utar. Hann lá fast við þjóðbraut, og eftir að bílar tóku að tíðkast þótti hann fyrir umferðinni. Nú hefur honum verið ýtt til hlið- ar fyrir nokkru, en ekki sá- ust nein göng þar. Sama virð- ist vera uppi á teningnum hérna megin, og sennilega er þessi saga aðeins tilraun til að tengja þessi tvö örnefni saman. Þá er víst ekki öllu meira fyrir mig að gera hér niðri. Nú, þegar búið er að kanna holuna í aðalatriðum, er næst að ná í meiri ljós og mynda- vélarnar. Ég hef alltaf öðru hvoru verið að gá að sjald- gæfum steinum, en engan fundið. Holuveggirnir eru myndaðir úr grágrýti. frekar fínkornóttu, og að því er virðist án allrar lagskrifting- ar. Þær holufyllingar sem ég hef séð, eru allar smáar, úr fíngerðum kvarzkristöllum. Nú hef ég verið hér að paufast í fullan klukkutíma, og þá uppi er farið að lengja eftir mér. Eftir að ég kom undir stallinn hefur heyrst illa milli okkar. Með aðstoð kaðalsins og félaga minna gengur ferðin upp að óskum, en þegar upp í birtuna kem- ur, þykir þeim nokkur breyt- Friðjón kemur niður í Þjófaholu með nvyndavélina í annarri hendi.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.