Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 26

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 26
Upphaf jólahalds má rekja aftur til heiðni, þá er menn í skammdeginu héldu „miðs- vetrarhátíð“ til að fagna aft- urkomu ljóss og sólar. Var þetta bæði að germönskum og rómverskum sið, en á 4. öld eftir Krist upptók kirkjan þessa miðsvetrarhátíð til að minnast fæðingar Krists, komu guðsljóssins til jarðarinnar. Enginn veit þó með ná- kvæmri vissu, hvenær í skammdeginu hin raunveru- lega fæðing Krists átti sér stað, þó að 24. desember sé nú skoðaður sem fæðingardag- ur hans. Með sérhverri þjóð hafa skapazt ýmsar venjur í sam- bandi við jólahald, sumar þeirra hafa síðan breiðzt út til annarra þjóða og náð þar mikl- um vinsældum, en aðrar eru einskorðaðar við sín upphaf- legu heimkynni af ýmsum á- stæðum. í fyrstunni eiga sið- irnir rót sína að rekja til heiðni, en síðar fyrnist yfir þá, og nýir siðir taka við. Sá siður að hafa upplýst jólatré á jólunum, er nú svo vinsæll og algengur hér á Meðan við förum út í marrandi vetrarsnjó tií að skoða jólatrén, þá baða Ástralíubúar sig í heitri sumarsól.. Hér er spjallað um jóí og jólasiði hér heima og erlendis bæði til forna og nú á dögum landi sem annars staðar, að varla mun nokkurt heimili halda hátíðleg jól, án þess. En fyrir rúmum 100 árum var þessi siður óþekktur á íslandi. Hugmyndin um jólatré mun vera komin frá Frakklandi eða Suður-Þýzkalandi á 12. eða 13. öld. Þá voru engin ljós á trján- um, og það var ekki fyrr en á 16. öld að sögur fara af upp- lýstum jólatrjám, og var það í Mið-Þýzkalandi. Fyrst á 18. öld hefur þessi siður verið orðinn almennur um allt Þýzkaland, og þaðan hefur hann borizt víðar t. d. til Norð- urlanda í byrjun 19. aldar. Á fyrstu jólunum, sem Jón Sigurðsson lifði, þá sex mán- aða snáði vestur á Hrafnseyri á íslandi, það er á jólum 1811 var kveikt á fyrsta jólatrénu í Kaupmannahöfn. Siðurinn barst til Danmerkur með þýzkum fjölskyldum og breiddist óðfluga út. Hingað til lands barst hann með dönskum kaupmönnum um miðja 19. öld, og eins og allar nýjungar, fyrst í kaupstaðina og síðan í sveitirnar. í Svíþjóð mun þó þegar á 16. öld hafa þekkzt að hafa furu- eða grenitré fyrir ut- an húsin á jólunum. Þau voru Ijóslaus, enda ekki höfð vegna ljóssins og birtunnar, heldur sem tákn lífsins, því að þessi tré lifðu áfram jafnvel yfir miðjan veturinn. Á fyrstu árum jólatrjánna á íslandi áttu fæstir kost á grenitrjám, þau var ekki farið að flytja inn fyrr en eftir alda- mótin og það takmarkað. Jóla- trén voru því að mestu heima- tilbúin úr sköftum og prikum, sem voru tálguð til og umvaf- in með einihríslum eða ein- faldlega með grænum pappír. Á markaðinn komu síðan svo- kölluð „gervi“-jólatré, en nú mun algengast að hafa innflutt grenitré eða jafnvel íslenzk. Fyrir jólin 1960 voru flutt inn til landsins 70.2 tonn af jóla- trjám fyrir 431 þúsund krón- ur. Var 99.3% af því flutt inn frá Danmörku, afgangurinn frá Vestur-Þýzkalandi. Áður var allt jólatrésskraut- ið gert á heimilunum sjálfum og er víða gert enn, sérstak- lega af börnum, en algengast mun þó orðið að fólk velji úr því mikla úrvali, sem verzl- anir hafa upp á að bjóða af alls kyns jólaskrauti, bjöllum, kúlum, körfum. litböndum og englahári að ógleymdum ,,topp“-stjörnunum, sem minna eiga á stjörnuna, sem forðum vísaði vitringunum veg að jötu frelsarans. Áður voru ljósin lifandi kertaljós, en nú eru ljósa- samstæður, margar perur í ýmsum litum og myndum, sem tengdar eru þessari mestu há- tíð ársins. Jólaundirbúningurinn er oft gagnrýndur og þá sérstak- lega af eiginmönnunum, og hvar er sú húsmóðir, sem ekki hefur heitið því um hver jól að hafa nú ekki svona mikið (jletiMtar hátíi ðér höídion í 4aq 24 FALKINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.