Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 28

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 28
Á því leikur lítill vafi, að allur undir- búningur fyrir jólin sé erfiður. Það er nú svo, að sérhver hátíð kostar ætíð einhverja fyrirhöfn og undirbúning til þess að hún verði sem gleðilegust þeim, sem njóta skulu. Ekki sízt eiga konur mikla vinnu fyrir höndum, ef hátíð er í vændum og ekki er alltaf víst, að þær njóti hátíðarinnar og gleði hennar sem skyldi. Reyndar getur bæði undirbúning- urinn, og svo hátíðin sjálf, verið hvort tveggja í senn, ánægjuleg og örðug. — Fálkinn hefur því beðið fimm konúr að segja frá jólunum, einkum ef þau hafa verið minnisstæð að einhverju leyti, annaðhvort gleðileg eða hið gagnstæða, erfið. Við skulum nú lesa frá hverju þessar ágætu konur hafa að segja. Við snerum okkur fyrst til frú Elín- borgar Lárusdóttur, skáldkonu, og sagð- ist henni svo frá: — Jafnan er það svo, að manni verða oft erfiðleikarnir minnis- stæðastir. Ef ég skal minnast erfiðra jóla.þá nefni ég jólin 1923. Ég dvaldist þá að Mosfelli í Grímsnesi. Maðurinn minn gegndi þar prestsþjónustu. Við höfðum flutt þangað austur árið 1922 og var all- ur staðurinn í niðurníðslu. Bærinn var kominn að falli, það rigndi og snjóaði inn í hvert herbergi. Lífshætta var að fara inn í búrið, þekjan lafði niður og settir voru tveir staurar til þess að halda henni uppi. Enn fremur varð að breiða yfir öll matarílát, svo að hryndi ekki mold niður í þau. Þannig voru öll hús, bæði peningshús og íbúðarhús. Enginn ofn var í íbúðarhúsinu, nema í svefn- herbergi okkar hjónanna á loftinu. Ef skilið var eftir vatn í fötum að kveldi, fraus það að morgni, jafnvel skyrið fraus á síunni hjá mér og skór piltanna frusu við rúmstokk þeirra 1 baðstofunni. Haustið 1923 eignaðist ég yngri drenginn minn, en veiktist á eftir. Tveim nóttum fyrir fæðinguna dreymir mig þrjá útlendinga, sem komnir voru Helga Guðbjartsdóttir. að Mosfelli. Mér þykir þeir vera danskir og í raun og veru var mér ekkert vel við þá og skil ekki, hvað þeir láta sér annt um mig. Segja þeir þá: „Okkur langaði til þess að taka þig með yfir Ermarsund.“ Kom þá ferðalöngunin upp í mér og ég svara: „Það væri gaman. En ætlið þið að bjóða manninum mín- um með?“ „Nei, það gerum við ekki,“ segja þeir. Ég þykist svara: „Ég fer þá ekki með ykkur.“ Þegar ég vakna segi ég manninum mínum og tveimur ung- lingsstúlkum, sem þarna voru, draum- inn. — Eftir fæðinguna fékk ég mjólk- María Maack. ureitrun og barnsfararsótt og varð ákaf- lega veik. Þetta var seint um haust, tíð- in var rysjótt og stundum var snjóskafl í herbergi okkar hjóna á tveimur stöð- um. Ég lá í rúminu þarna inni og var ýmist rennandi sveitt eða ísköld og skjálfandi. Ég hef alltaf hlakkað til jólanna og líka þarna 1 þessu umhverfi, þótt veik væri, því að ég hafði eignazt lítinn, elskulegan dreng, sem ég var þó ekki manneskja til að annast um. En jólin vörpuðu yl og birtu inn á heimili okk- ar, einnig að þessu sinni, enda þótt all- ar aðstæður væru svona ömurlegar. Þá um jólin vaknaði sú von í brjósti mér, að ég ætti betri tíma og heilsu í vænd- um. Ég lá svo allan veturinn, en er líða tók að vori, kom prófessor Sigurður Magnússon til að skoða mig. Ég var gam- all sjúklingur hans og treysti honum , allra manna bezt. Þegar hann hafði lok- ið við að skoða mig, verður honum að orði: „Það hefur ekkert tekið sig upp í brjóstinu á yður, við þessar þrjár þraut- * ir, þótt undarlegt megi virðast.“ „Hvaða þrjár þrautir?“ spyr ég. „Þér hafið feng- ið mjólkureitrun og barnsfararsótt og einnig hafið þér fengið snert af brjóst- himnubólgu, áður en þér áttuð barnið.“ Komu mér þá í hug útlendingarnir þrír, sem alltaf höfðu verið á eftir mér í draumnum og boðið mér yfir Ermar- sund. Þessi jól og vetur var einna ömurleg- astur og erfiðastur, sem ég hef lifað. Stundum kom það fyrir, er ég hresstist ögn, að mig langaði til að líta í blað, en stafirnir runnu saman fyrir augun- um á mér. Gat ég alls ekki séð á bók, og þótti mér það einna ömurlegast, að ég yrði blind eftir þessi veikindi. En eitt sinn þá um veturinn, kemur önnur unglingsstúlkan inn til mín og segir við mig: „Mig dreymdi dálítið í nótt, Elin- borg. Ég þóttist koma inn í herbergið til þín og var þar ljós. Þú varst sofandi og mér fannst óþarfi að láta það loga að þér sofandi. Ég reyndi að slökkva, en allt kom fyrir ekki.“ Næst heimsóttum við Maríu Maack og var frásögn hennar á þessa leið: — Jólin hafa aldrei verið mér erfið, heldur allt- af ákaflega gleðileg. Ég hef ætíð hlakk- að til jólanna og þau hafa alltaf verið yndislegasta hátíð ársins í mínum aug- um. En minnisstæðustu jólin, sem ég hef lifað, voru, þegar ég sá í fyrsta sinn jóla- tré. Amma mín, sem var þýzk í aðra ættina eins og nafnið ber með sér, hafði brugðið sér til Flensborgar árið 1894 og kom aftur 1897. Ég átti þá heima að Faxastöðum í Grunnavík, en faðir minn hafði verið prestur að Stað í Grunna- vík í Jökulfjörðum. — Þetta haust veitt- um við því athygli, krakkarnir, að Jós- ep gamli smiður var að bauka eitthvað í skemmunni. Var hann að smíða ein- hvern hlut, sem við kunnum engin deili á, langa strýtu upp í loftið og svo arma út frá henni. Og þegar við spurðum hann, þóttist hann ekki vita. En amma hafði sagt honum að smíða þetta. Einn daginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.