Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 36

Fálkinn - 13.12.1961, Page 36
Gráklædda konan Þau sátu sex umhverfis borðið í litla herberginu á Hótel Giles: Sergersted barónessa, frænka hennar frú Jacobi, herra og frú Thorsen verksmiðjueigandi ásamt lögfræðingunum Winther og Sandersen. Öllum formsatriðum var lokið. Hæsta réttarlögmaðurinn hafði fyrir hönd skjólstæðings síns, Segersted barónessu, óskað Thorsen verksmiðjueiganda til hamingju með kaupin á herragarðin- um Sergerstedslund, og starfsbróðir hans hafði þakkað fyrir hönd Thorsens. Það var skálað og fluttar heillaóskir og samræðurnar voru þegar orðnar fjör- ugar. Sérstaklega var það Alice, hin unga kona Thorsens, sem lék á alls oddi og fékk alla til þess að hlæja að athuga- semdum sínum við ákafar viðræður Winthers lögfræðings og manns hennar um ræktun holdanauta. Augu hennar Ijómuðu og hjarta henn- ar barðist ótt og títt af gleði. Að hugsa sér að hún skyldi eiga í vændum að búa á þessum fagra, gamla herragarði! í hennar augum varð það ævintýr, sem hún hafði aldrei þorað að láta sig dreyma um. Bernska hennar hafði ekki verið sér- lega skemmtileg. í mörg ár hafði hún búið með vonsvikinni og biturri móður sinni, sem hafði fyrir löngu einangrað sig. Það var fyrst eftir andlát móðurinn- ar, sem hún hafði hitt Allan. Hann var 12 árum eldri en hún, ríkur og dug- mikill. Hann hafði hlotið skjótan frama í lífinu, átti marga vini og var dáður af kyenfólki. Hún hafði ekki látið sér detta í hug, að hann liti á hana, en nú hafði hið ótrúlega gerzt: þau voru gift og ætluðu að stofna bú á gamla herra- garðinum. Hún vildi helzt að þau flyttu þangað strax en mörgu þurfti að breyta í hinni 200 ára gömlu byggingu, áður en það gæti orðið. Alice hafði strax orðið stórhrifin af herragarðinum. Hann var ímynd alls þess, sem hún hafði óskað sér. Það var aðeins eitt, sem henni datt skyndilega í hug og gerði hana ögn órólega. Hún vék sér að Sergersted barónessu og spurði hana brosandi: — Kæra frú barónessa. Afsakið for- vitni mína. En mig langar að spyrja um eitt: Er ekki svo mikið sem einn ofur- lítill draugur í þessu gamla og dásam- lega húsi? Winthers lögfræðingur hló hátt, en frú Jacobi lyfti brúnum og varð eitt- hvað undarleg á svipinn. Barónessan virti Alice fyrir sér alvarleg í bragði. Síðan sagði hún hikandi: — Onei, kæra unga frú. Ég verð að hryggja yður með því að svona ósvik- inn draugur upp á gamla mátann er ekki til þar. Það fara aðeins sögur af einum í okkar fjölskyldu, en það er kannski nóg, eða hvað? — Æ, góða frænka, við skulum ekki fara að rifja upp þetta gamla ævintýr. Nú á dögum trúa menn ekki þess konar sögum, sagði frú Jacobi og hristi höf- uðið, ■— Er í raun og veru einhver spenn- andi saga tengd við herragarðinn, spurði Alice áköf. — Er það mjög ó- kurteist að biðja yður um að segja okkur hana? — Þú verður myrkfælin, Alice, ef þú heyrir hana, skaut maður hennar inn í. — Ef ég héldi, að sagan hræddi yð- ur mundi ég ekki segja orð um hana, sagði barónessan. — Þetta er aðeins saga um sýn. Það eru rúm hundrað ár síðan hún gerðist og síðan hefur eng- inn orðið neins var. Allir þögnuðu og tóku að gefa orðum gömlu konunnar gaum. — Það gleður mig í rauninni, að fá tækifæri til þess að segja þessa sögu. Hvers vegna skyldi saga vesalings Teresu fara í gröfina með mér? Hún er tengd garðinum og þér eigið að muna hana. Hún leit á-Alice, sem roðnaði, enda litu allir á hana. Gamla barónessan lokaði augunum andartak til þess að einbeita huganum að sögunni. Það var á þrettándanum 1832, hóf hún máls. — langamma mín, Teresa, gift þáverandi erfingja herragarðsins, Runolf von Segersted, átti von á fyrsta barni sínu. í okkar fjölskyldu var þrett- ándinn alltaf haldinn sérstaklega hátíð- legur. í gamla daga var sagt að þann dag bæri maður jólin út. Mikil hjátrú og margir einkennilegir siðir voru tengdir þessu kvöldi. Ein af hinum gömlu venjum var að halda veglegt gestaboð á Segerstedlund. Kertaljós voru kveikt á öllum stjökum, lagt á öll borð og stofur skreyttar. — Eftir há- degið gerði mikla snjókomu. Það snjó- aði stöðugt, og þegar rökkvaði tók einnig að hvessa. Daginn áður hafði Rudólf siglt yfir flóann til kaupstað- arins. Hann átti brýnt erindi og ætlaði auk þess að heimsækja nokkra ætt- ingja. Hann gisti hjá tveimur frænd- um sínum. Annar þeirra var giftur. Daginn eftir ætluðu þeir allir fjórir að vera samferða til þrettándaveizl- unnar. Teresa gekk fram og aftur og hlust- aði á storminn, sem fór stöðugt vax- andi. Hún starði á þreifandi bylinn fyr- ir utan gluggann. Gert hafði verið ráð fyrir, að Rudólf og gestir hans sigldu aftur fyrir flóann, en hún vonaði, að þeir hefðu heldur valið landveginn. Hver sleðinn á fætur öðrum stanzaði fyrir utan dyrnar, gestirnir gengu inn þaktir snjó, stöppuðu af sér og voru móðir og másandi. Allir töluðu um ó- veðrið og hversu erfitt hefði verið að komast, enda þótt þeir byggju í ná- grenninu. Ótti Teresu jókst, og allir reyndu að róa hana með því, að Rudólf og gest- ir hans væru áreiðanlega á leiðinni landveginn og þess vegna ekki von, að þeir kæmu strax. Verið gat, að þeir hefðu orðið að leita sér skjóls á ein- hverjum bæ og dveljast þar um nótt- ina, ef óveðrinu slotaði ekki. Það var ekkert að óttast, sögðu þeir. En ekkert af þessu róaði Teresu. Henni hafði þótt það mjög miður, að hann skyldi fara. Hún gat ekki þolað að vera ein eins og hún var á sig kom- in, og hann hafði lofað henni að koma aftur eins fljótt og hann gæti. Þeim þótti ósegjanlega vænt hvoru um annað. Seinna um kvöldið sátu gestirnir til borðs og átu og drukku, en aldrei náð- ist nein hátíðastemning. Pétur gamli reyndi árangurslaust að gera að gamni sínu, en ótti Teresu hafði áhrif á gest- ina. Hún hafði enga ró í sínum beinum. Augu hennar voru vot af tárum, sem hún þorði ekki að gráta. — Teresa, kallaði tengdafaðir henn- ar. — Sestu hérna hjá mér andartak. En Teresa gekk hljóðlaust út úr stof- unni. Uti í myrkum ganginum fengu til- finningar hennar útrás. Hún kreppti hnefana, lagði ennið á kalda útidyra- hurðina og sagði lágt: — Hjálpið honum! Hjálpið honum! Smásaga byggð á sönnum atburðum eftir MARGRETHE HOLD 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.