Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 37

Fálkinn - 13.12.1961, Blaðsíða 37
Skyndilega fannst henni hún heyra hljóð fyrir utan. Með erfiðismunum tók hún þungu hurðarslána frá, og lagði báðar hendur á ískalt járnhandfangið til þess að ýta því niður. Það var ekki auðvelt, því að stormurinn þrýsti stöð- ugt á dyrnar og líkt og spennti þær fastar. Þá féll flöktandi ljós á hendur hennar sem héldu fast við læsinguna. Hún leit undrandi upp og þarna, í breið- um eikarstiganum sem lá upp á loftið, gekk ókunn kona í gráum klæðum hægt í áttina til hennar. Konan var með kertastjaka í hendi og sítt hár hennar féll laust um axlir hennar. Teresa fann hræðilegan kulda læsast um sig alla, — það var eins og blóðið væri frosið í æðum hennar og hjarta hennar stanzaði af hræðslu. í sama mund hrukku útidyrnar upp, hið svera járnhandfang skall í hnakkann á henni, og hún féll blóðug á gólfið. Þá nótt fæddist afi. Teresa náði sér aldrei til fulls eftir þetta og upp á fyrstu hæð vildi hún aldrei fara. ■ Morguninn eftir kom bóndi nokkur með þær fréttir, að fundizt hefði hálf- drukknaður og stíffrosinn maður á ströndinni nokkrum mílum sunnar. Það var einn af frændunum. Þegar hann kom aftur til sjálfs síns, sagði hann að þeir hefðu lagt af stað yfir flóann snemma eftir hádegið, og þá hefði rokið ekki verið svo mikið. Það snjóaði þó stöðugt og brátt komust þeir að raun um, að þá hafði rekið suður á bóginn. Veðrið tók að versna og fyrr en varði var komið fárviðri. Hvað eftir annað voru þeir komnir all nærri ströndinni, en engin tök voru á að ná landi. Myrkrið skall á. Tímum saman börðust þeir fyrir lífi sínu á litla bátnum. Aðframkomnir af þreytu og vosbúð gáfust þeir loks upp og skömmu síðar hreif alda bátinn með sér. Hann vissi ekkert um félaga sína. Hér endaði barónessan frásögn sína jg leit upp. — En Rudolf, spurði Alice. — Fannst nann aldrei? — Löngu seinna fundust hann og frændur hans á litlum hólma fyrir sunnan herragarðinn, þar sem kvikfé var sett á beit um sumartímann. Hann hlýtur að hafa bjargað þeim báðum í land, því að þeir voru ósyndir. Þeir höfðu reynt að gera sér skjól ur brotn- um bátnum. Þeir höfðu einnig reynt að kveikja bál, mátti sjá, en þeir höfðu ekki fengið það til að loga. Þeir létust báðir, holdvotir í snjónum og kuld- anum. — Hræðilegt, tautaði Alice. — En hvers vegna varð hún svona hrædd við gráklæddu konuna? Hún ætlaði aðeins að hjálpa henni! ★ Alice settist eldsnöggt upp í rúmi sínu. Það var niðadimmt í herberginu. Hún heyrði storminn gnauða á glugga- rúðunum, skrjáfa í þurrum blöðum bergfléttanna á múrveggnum og sveigja greinarnar á gömlu trjánum í garð- inum. Hún rétti fram hendina eftir slökkv- aranum á leslampanum, og þrýsti hon- um niður, en ekkert gerðist. Hún þreif: aði á perunni til þess að gæta að, hvort hún væri laus, en hún var brennheit. Hún kippti leiftursnöggt hendinni að sér og rak upp óp. Hún hlaut að hafa sofnað yfir bókinni, en vaknað aftur við að ljósið slokknaði. Klukkan með sjálflýsandi vísunum var níu. Hún gat naumlega greint hvít gluggatjöldin fyr- ir háum gluggunum. Þegar hún teygði sig eftir innanhússsímanum, missti hún tólið í gólfið, og það mölbrotnaði. Sennilega hefði hann heldur ekki virk- að, ef öryggin voru ónýt. Varfæi-nis- lega fálmaði hún yfir borðið, sem á voru sígarettur, blöð og bækur, og reyndi að finna eldspýtur. Hún fann þær loks, stakk fótunum niður í inni- skóna sína og gekk í áttina að glugg- unum. Á litlu borði á milli þeirra stóð' þríarma kertastjaki. Þegar hún hafði kveikt á honum sá hún, að glugga- tjöldin bærðust vegna gusts frá glugg- unum. Það fór hrollur um hana og hún klæddi sig í snatri í morgunsloppinn sinn. Hann var jólagjöf frá Allan, glæsilegur útlits en hlýr var hann ekki. Hér á herragarðinum var aðeins hægt að ganga í fóðruðum flíkum. Þrátt fyr- ir öll nútíma þægindi var kalt í þess- um stóru stofum. Þess vegna hafði hún gengið til hvílu snemma í kvöld, þar sem hún var ein heima, í staðinn fyrir að sitja niðri í bókasafninu, sem var eftirlætis herbergi hennar. Allan hafði því miður orðið að fara daginn áður. Það var ekki ýkja langt síðan þau höfðu flutt inn í herragarð- inn. Handverksmennirnir höfðu ekki lokið verkefnum sínum fyrr en nokkru fyrir jól. Alice hafði svo gjarna viljað, halda jólin hátíðleg út af fyrir sig í Frh. á bls. 47. fXlkinn 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.