Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 41

Fálkinn - 13.12.1961, Page 41
JÚLIN OG HÚSMÆOURNAR RITSTJORI: KRISTJANA STEINGRÍMSDÚTTIR Mjúkar vanillukaramellur. 3 dl rjómi 450 g sykur 50 g vanillusykur 20 g glukose 50 g kókósfeiti. Allt sett í þykkan pott, látið sjóða nál. 5 mínútur. Hellt á smurða plötu. Látið kólna dálítið. Hrært í deiginu með breið- um hníf, þar til það verður fyrst fín- kornótt, síðan fast. Athugið, að blanda deigið vel með jöfnum þó ekki 'hröðum handtökum, þá verður það mjúkt og meðfærilegt. Flatt út eins þykkt og hver vill, fallegt er að móta rákir á deigið. Eftir dálítinn tíma hefur deigið harðn- að að utanverðu, skerið það þá niður í hæfilega stóra bita með beittum hníf. Karamellur þessar geymast vel í luktu íláti á þurrum og köldum stað. Mjúkar vanillukarmellur Súkkulaðitoppar. 2 egg 150 g sykur 3 msk kakaó 250 g plöntufeiti. Egg og sykur þeytt létt og ljóst. — Plöntufeitin brædd, hrærð saman við ásamt kakaóinu. Deigið geymt á köldum stað, þar til það verður eins og smjör, þá er það þeytt upp á ný, þar til það er létt og mjúkt. Látið 1 sprautupoka og sprautað í lítil pappírsmót. Látið storkna á köldum stað. Geymt á köldum stað í velluktu íláti, leggið pappír milli laga. Hnetukonfekt. 100 g flórsykur 100 g hökkuð hafragrjón 75 g saxaðir ‘hnetukjarnar 1 eggjahvíta 35 g brætt smjör örlítið möndludropar. Öllu blandað saman og hnoðað. Mót- aðar litlar kúlur, sem huldar eru með hjúpsúkkulaði, skreyttar með söxuðum eða heilum hnetum. Súkkulaðitoppar FALKINN 39

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.