Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 44

Fálkinn - 13.12.1961, Page 44
Súkkulaðifrauð. 100 g suðusúkkulaði 1 msk. vatn 4 eggjahvítur 4 eggjarauður 10 möndlur. Súkkulaðið brætt í vatninu yfir gufu. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Eggjarauðunum hrært einni og einni í senn saman við súkkulaðið, þeytt vel. Hinum stífþeyttu eggjahvítum blandað varlega saman við. Sett í lítil ábætisglös, geymt á köldum stað nokkra klt. Skreytt með, flöguðum möndlum og þeyttum rjóma. Bananaábætir. 4 lítið þroskaðir bananar 3 egg 2 msk. romm 1 msk. kakaó 1 tsk. vanillusykur 1 msk. flórsykur 1 tsk. sítrónusafi 3 dl þeyttur rjómi 2 msk. rifið súkkulaði. Bananarnir flysjaðir og marðir. Þeytið eggjarauður, banana, rommið, kakaó, vanillusykur, flórsykur og sítrónusafa, þar til það er létt. Eggja- hvíturnar stífþeyttar, blandað var- lega saman við. Setjið bananakremið og þeyttan rjóma til skiptis í skál eða ábætisglös, rjómi efst. Skreytt með rifnu súkkulaði. Bezt er að bera þenn- an ábæti fram, skömmu eftir að hann hefur verið búinn til, en gott er að skjóta honum augnablik inn í ís- hólfið. réttir s óL vona rey ta Klippið fínan vír í nál. 8 cm langa búta, beygið þá, svo að myndist eins og S. Hengið jólatrésskrautið, kúlur og bjöll- ur á annan krókinn. Verið áður búin að festa þráðarlykkju í skrautið — og hengið síðan hinn krókinn á sjálft tréð. 42 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.