Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Page 49

Fálkinn - 13.12.1961, Page 49
lega beðið hann afsökunar. Albei't gat ekki neitað því, að innst inni fylltist sál hans feginleik yfii' þessum óvæntu og auðveldu sættum. — Ég þakka fyrir, sagði hann. Síðan stóðu þeir um stund þegjandi hvor á móti öðrum. Þeir voru báðir vandræðalegir og vissu ekki, hvað þeir áttu að gera eða segja. Loks herti Julian sig upp og rauf þögnina: — Já, drengur minn, sagði hann, og röddin var nú öruggari en áður. — Ég gerði þér rangt til. Hann gekk að Albert og lagði hönd- ina á öxl honum. — Þú vissir ekki betur og varst ekki fær um að dæma aðstöðuna. Þú ert svo ungur ennþá og væntanleg eiginkona mín . . . Hann fann hvernig Albert hrökk við og sleikti þurrar varir sínar. — Væntanleg eiginkona þín? sagði hann, eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. — Já, Gabriela Holthuyes verður kon- an mín. Ég ætla að kvænast henni. Hann tók höndina af öxl drengsins og færði sig ögn fjær honum. Albert varð náfölur. Skelfingu lostinn sá 'hann þegar í hendi sér, að meira hafði hann ekki að gera þarna, úr því að málum var svona háttað. Það mundi ekki gagna neitt að ætla sér að koma vitinu fyrir föður sinn. Hann hafði ekki kvikað um hársbreidd frá fyrirætlun- um sínum. Hann var ennþá staðráðinn í að kvænast Gabrielu . . . — Pabbi! Ég hélt . . . ég hélt . . . — Hvað hélztu? Julian Brandt horfði beint framan í son sinn. — Hélztu, að ég ætlaði að gefa hana upp á bátinn? Albert heyrði, hvernig hjarta hans barðist ótt og títt. Honum var erfitt um andardráttinn. — Ég hélt, að þér hefði skilizt, að þú gerir okkur öll óhamingjusöm, ef þú gengur að eiga hana . . . Julian Brandt yppti öxlum. — Enginn getur fyrirfram sagt neitt með vissu um hamingju eða óhamingju. Það verður kannski dálítið erfitt í fyrstu. En þetta lagast allt með tíð og tíma. — Ég mun aldrei geta skilið þig, hróp- aði Albert. — Ef þessi kvenmaður verð- ur konan þín, þá förum við öll að heim- an. (Framh. á nœsta blaði). Gráklædda konan Frh. af bls. 35 „sinni eigin höll“. En það varð úr, að milli jóla og nýárs höfðu þau haldið nokkrar stórveizlur fyrir vini og kunn- ingja. En núna eftir nýárið var aftur komin kyri’ð á í húsinu og allt auka þjónustufólk farið. Þau höfðu ákveðið að eiga nokkra náðuga daga saman á herragarðinum, áður en Allan þurfti að hvei'fa aftur til starfs síns. Daginn áður hafði verið hringt til hans og hann beðinn að koma til borgarinnar í áríðandi erindagjörðum. Hún ýtti gluggatjöldunum til hliðar og leit út í garðinn. Það var niðamyrk- ur og stormurinn æddi áfram og ekkert stóðst hamfarir hans. Það var lítil snjó- koma þessa stundina, en það sem hafði fallið til jarðar, fékk vissulega ekki að hafa langar viðstöður þar. í hvert skipti sem snjókornin höfðu fundið sér skjól, þreif vindurinn þau á loft og sneri þeim aftur og aftur.... Alice gekk skjálfandi aftur á bak. Hún hafði beðið um að fá teið sitt upp til sín um tíu leytið, en nú ætlaði hún að fara sjálf niður til Gerðu gömlu og Jóhönnu og drekka það, — það var ekki hugnanlegt að sitja hér uppi alein í myrkrinu. Áreiðanlega var einnig ljóslaust niðri og hún vai'ð að athuga hvernig á því stæði. Hún greip stjak- ann og gekk hratt að löngum gangi sem lá að stiganum. Alice stanzaði er hún heyrði raddir, já margar raddir, berast á móti henni. Þetta hljóð sem virtist vera frá mörg- um mönnum, sem töluðu samtímis, varð stöðugt hærra og nú sá hún að dyrnar á forstofunni stóðu opnar í hálfa gátt. Hún sá á stórt ljósker með brigð- ulu ljósi. Hver var þarna á ferð? Hvers vegna hafði ekki verið kallað á hana? Skyndilega opnuðust dyrnar inn í stofuna alveg og kona birtist. Hún hreyfði sig hægt og með ei'fiðismunum og hún var klædd einhverjum æva- VÖRUHAPPDRÆTTI S.I.B.S. VINNINGASKRÁ 1 2 vmningar á 14 — - 20 — - 190 — - 564 — - 11200 — - 1962 500.000.00 kr. 100.000.00 — 50.000.00 — 10.000.00 — 5.000.00 — 500.00 — 6.000.000.00 1.400.000.00 1.000.000.00 1.900.000.00 2.820.000.00 5.600.000.00 12.000 vmningar kr. 18.720.000.00 Tala útgefinna miða óbreytt. — Skattfrjálsir vinningar. Verð miðans í 1. flokki er aðeins 40 krónur. Dregið í 1. flokki 10. janúar, annars 5. hvers mánaðar. Stórkostleg hækkun vinninga á árinu 1962 Að meðaltali eru útdregnir 1000 vinningar mánaðarlega Vi milljón króna vinningur útdreginn í hverjum mánuði FÁLKINN 47

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.