Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Síða 55

Fálkinn - 13.12.1961, Síða 55
aði, að jólasveinninn væri lií- andi. Úr því sem komið var, gat ég ekki annað en tekið grímuna burt. Allir klöpp- uðu saman lófunum og hlógu, nema Ragnheiður, sem leit út eins og hún væri hræði- lega móðguð. Eftir þetta forð- aðist hún mig allt kvöldið. Ég skil ekki neitt. Skilji það hver sem vill. 29. desember. í dag spurði pabbi mig allt í einu, hvað það væri, sem ég skrifaði svo ákaft niður. Ég sagðist vera að punkta niður athugasemdir. — Athugasemdir? spurði pabbi. Leiðinlegt, hvað gam- alt fólk er gleymið. Ég sagð- ist vera að hripa niður hjá mér athugasemdir fyrir rit- gerðina, sem við ættum að gera fyrir nýárið og Ellinger lektor hafði beðið okkur um að hripa niður hjá okkur. — Athugasemdir? spurði mamma. — Hvað heitir ritgerðin? spurði pabbi. —- „Jólin heima“, svaraði ég- — Þú skrifar sko ekki staf um það, sem gerðist hér, sagði mamma og leit til mín með ógnandi svip um leið og hún rétti sig upp úr stólnum. — Nú en er þetta ekki heimilið mitt? spurði ég. — Ha, ha rumdi í pabba. Hvað á hann við með þessu? — Þú verður að skilja, að þú mátt ekki taka efnið allt of bókstaflega, sagði mamma með áherzlu. Auðvitað er átt við norsk jól eins og þau eru almennt. Pabbi sagði, að stílar ættu ekki að vera skýrsla. — Ritgerð á næstum því að vera eintómur skáldskap- ur, sagði mamma. — En reist á breiðum og raunsæjum grundvelli, sagði ég. Ég hafði oft heyrt Elling- er lektor segja þessi orð. — Komdu hérna með at- hugasemdirnar, svo ég geti litið á þær, sagði pabbi. Ég vék mér undan og spurði hvort sá tími væri ekki kominn, sem þau tækju sér miðdegislúr. — Þetta hefði átt að vera pabbi, sem svaraði pabba sin- um á þennan máta, sagði mamma og lagði sig aftur niður í sófannn. En við höf- um, guði sé lof haft gleðileg jól, sem vissulega verður við- urkennt. Pabbi lagði dágblaðið yfir höfuðið og sagði, að við þyrft- um að herða á sultarólinni. Mamma hallaði aftur aug- unum og sagði, að það þýddi ekkert að tala framar um gjafir. — Getum við ekki átt gleðileg jól án gjafa, sagði ég. — Pu- u- u- h, andvarpaði mamma. Þrátt fyrir allt, er ákaflega fallegt úti svona í hálfrökkr- inu, þegar á snjóinn fellur bláleit slikja og himinninn er. grænn. Það er sjón, sem seint gleymist og útsýnið er enn dásamlegra, þegar fölleit birt- an frá húsunum kastast út á snjóbreiðuna. Þetta er allt saman eins og í skáldsögu. • Það er komin annarleg ang- an af grenitrénu. Og ekkert er lengur ætilegt í jólapok- unum. En á morgun fer ég á skíði með Ragnheiði Martin- sen. Það var hún, sem hring- di. Af stelpu að vera, er hún geysilega góð á skíðum. Ef til vill er hún við mitt hæfi. Kæri Astró. Mig langar til að vita eins mikið og hægt er um framtíð- ina. Ég er fædd klukkan 10.30 síðdegis. árið 1939, á Suður- landi. Hvers konar manneskja er ég eiginlega? Ég hef mjög gaman af að dansa og fer mik- ið á böll. Ég hef lítið unnið utan heimilis, iðulega verið í skólum. Hvernig er skapgerð mín? Hvenær giftist ég, á ég mörg börn? Er útlit fyrir að ég verði heilsuhraust? Hvað ástinni viðvíkur, þá hef ég ekki orðið alvarlega ástfang- in enn. Nú er ég með strák, sem einnig er fæddur undir Bogmannsmerkinu. Vona að þetta birtist sem fyrst. Gjörið svo vel og sleppið fæðingar- degi. Virðingarfyllst, Sonja. Svar til Sonju. Þú fæddist þegar Sólin var 26° í merki Bogmannsins. -— Þeir sem fæddir eru á þess- um tíma árs, eru ákaflega framkvæmdasamir óttalausir og ákveðnir við allt, sem þeir hafa fyrir stafni. — Þeim er gjarnt til að vera of ákveðnir í oi’ðum og bersögli og eru þeir oft rangdæmdir fyrir gagnrýni sína og afla sér ó- vina. Þeir beita allri athygli sinni að því, sem þeir eru að gera þá og þá stundina, og virðast ekki sjá neina aðra leið en sína, unz þeir hafa þrautreynt hana. Þeir eru venjulega mjög heiðvirðir, en einkum er þeir verða þess var- ir að aðrir bera óskorað traust til þeirra. Þeir eru óvægilega sannsöglir, hafa óbeit á alls konar sviksemi og fletta ofan af hvers konar tilraunum, sem gerðar eru til þess að svíkja aðra, jafnvel þótt þeir vinni með því gegn hagsmun- um sínum. Tveir ólíkir flokkar manna eru fæddir undir þessu merki. Annar flokkurinn hef- ur afar háleitar lífsskoðanir og verður óðara vel við, ef beðið er um aðstoð til góð- verka, en venjulega eru þeir örlátari við góðgerðarstofnan- ir heldur en við einstaklinga, því þeir eru flestir tortryggn- ir á einstaklinga og svo hræddir um að verða blekktir með sennilegri sögu, að þeir vilja heldur senda beininga- manninn með bréfspjald til einhverrar góðgerðastofnunar sem þeir styrkja, heldur en að taka ábyrgðina á sínar herðar. Þetta er eitt það helzta sem sagt er um sólmerki þitt. Hins vegar eru talvert erfið- ar afstöður milli Mánans, Sól- arinnar og Neptúnusar. Þess- ar afstöður benda til þess að þú verðir tvígift og að þú þurfir oft að dvelja annars staðar heldur en á heimili þínu, sakir skapgerðargalla hjá þér. Ég á ekki við að þú þurfir að dvelja á spítala eða slikt. en þetta kemur fram sem aðskilnaður maka um lengri eða skemmri tíma í einu. Þú mátt vara þig á að deila ekki á fólk og sízt af öllu að reyna klækjabrögð, því þú getur hengt þig í eigin snöru hvað það áhrærir. — Reyndu að nálgast sérhvert vandamál með gætni og skiln ingi og forðastu sjálfsblekk- ingar. Þessar afstöður minnka einnig mjög lífsorku líkam- ans þannig að fólk með þess- ar afstöður ætti ekki að reyna of mikið á sig og forðast þreytu. Spurningunni um hve- nær þú giftist mundi ég svara með því að afstöðurnar næsta ár muni leiða til giftingar. Um barneignir mundi ég telja, að þú eignaðist þrjú, þar sem þú ert ekki verulega frjósöm. Ég mundi mæla með þessum pilti, sem fæddur er undir merki Bogmannsins, en heppilegra hefði verið að þú hefðir gefið mér fæðingardag og ár hans. Einnig láðist þér að geta nákvæmlega um fæð- ingarstað þinn en það er nauð- synlegt. Ef ég mætti ráðleggja þér eitthvað í ástamálunum,þá mundi ég hiklaust ráðleggja þér að bíða í þi'jú til fjögur ár því þá gengur Sólin yfir Venus sem er pláneta ástar- innar og undir þeim áhrifum mundirðu hafa það bezta upp úr ástamálunum ,sem þú hefð- ir nokkurn tíma kost á. Hins vegar eru afstöðurnar næsta ár mjög heppilegar til þeirra hluta og ef til vill ekki á- stæða að bíða. En sem sagt betra eftir þrjú til fjögur ár. Þitt er kjörið. FALKINN 53

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.