Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Side 58

Fálkinn - 13.12.1961, Side 58
blaöiö húöin finnur ekki fyrir t’að verðið þér að gera! Raksturinn sem það gefur er alveg ótrúlega mjúkur og pægilegur. Skeggið hverfur án pess að ntaður viti af pví. Þó húð yðar sé viðkvænt, er varla hægt að trúa pví að rakbiað hafi verið í vélinni, ef notað er Blátt Gillette Extra. 5 blöð aðeins Pað er pess virði að reyna það Blátt Gillette ® ® Gillette er skrásett vörumerki viðstöddum tiskupi, lögmarmi og kenni- mönnum, skoraði fógeti á Þórdísi að segja til faðernis að barninu, en hún stóð enn fast á því sem hún hafði áð- ur sagt. Lét fógeti þá kennimenn brýna fyrir stúlkunni að segja sannleikann, en hún lét ekki skipast að heldur. Þá iét fógeti sækja pyndingartækin og skor- aði enn á stúlkuna, að upplýsa faðernið, en hún kvaðst „ekki vita annað en það, sem hún hefði áður sagt, og upp á það vildi hún deyja“. Þá setti böðullinn tækin á fingur stúlkunnar; spurði hún fógeta „hversvegna hann ætlaði að kvelja hana“, („saa siger hun til for- skreffne Júrgen Danielsson huorfor vilt du pine mig“), en hann svaraði því til, að hún vildi líkja eftir Maríu mey um eingetnaðinn, og væri það guðlast. Þá spurði stúlkan kvað hann ætlaðist til, að hún segði, en hann bar á hana sem fyrr samneyti við mág sinn, og væri hann faðirinn og enginn annar. Hún þver- tók enn fyrir, að svo væri, („Hún sagde fast neij“). Lét fógeti þá böðulinn herða skrúfurnar að fingrum stúlkunn- ar, þar til loks að hún segir: „Sé nokkr- um til að dreifa, þá er það Tómas Böðv- arsson“, („Da sagde hun haffuer nogen giort det da haffuer Thomas Bödvars- son giort det“). En jafnskjótt, og böð- ullinn linaði á skrúfunum, tók stúlkan „játningu“ þessa aftur, (hun sagde strax neij igien“). Svo er að sjá, sem þingheimi hafi þótt nóg um aðfarir fógeta og þeirra kump- ána, og um leið undrast kjark stúlk- unnar og staðfestu, og farið að trúa því, þ.á.m. sjálfur biskupinn, að hún segði satt. Um þetta segir nánar í skýrslu fó- geta til umboðsdómaranna á Alþingi síðar, að hún hafi varið sig svo vel á þinginu, „att Bispen haffuer gaaet der- fra oc sagdt, att det var best att befale det gud, det gick offuer hans forstand“, þ.e. að best væri að fela Guði að dæma í málinu, því það væri ofvaxið hans skilningi, (biskupsins). í skýrslunni segir ennfremur, að eft- ir að böðullinn var tekinn til starfa með tæki sín, hafi hún strax gefið mág sinn upp sem barnsföður, („hun udlagde strax sin sösters Egtemand“). Þetta eru eins og sjá má hrein ósannindi og rétt- arfölsun því bæði var „játning" henn- ar skilorðsbundin, („haffuer nogen giort det, da . . etc“), og auk þess strax afturkölluð, eins og áður segir. Það er ekki um að villast, að hér voru í frammi hafðar slíkar lögleysur og réttarofbeldi, að málið verður fyrir þær sakir einstætt í íslenzkri réttar- farssögu. Líkamlegar pyndingar á söku- naut voru eins og fyrr er sagt algert brot á landslögum, og öllu réttarfars- legu velsæmi, ef svo má að orði kveða. Játning með slíkum hætti var auðvit- að allsendis ógild og að engu hafandi. Auk þess játaði stúlkan í rauninni ekk- ert, en sagði einungis það, sem hún vissi að til var ætlast, svo von væri til að hún slyppi undan áframhaldandi pyndingum. Að byggja dóm á slíkri ,,játningu“ er hreint dómsmorð sem enga hliðstæðu á í íslandssögunni. Það kom þó ekki til, að dómur yrði þá þegar upp kveðinn þar eð nú gerðust óvæntir atburðir á þingi, sem breyttu allmjög viðhorfi málsins, og verður nán- ar frá því sagt í næstu köflum. (Framhald í næsta blaði). 56 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.