Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 60

Fálkinn - 13.12.1961, Qupperneq 60
pað er tolulega sannað að........... bíleigendur sem fá sér heldur nýja FORD-dieselvél í bílinn STÓRSPARA peninga. FORD-dieselvélin fæst bæði 4 og 6 strokka og passar í flestar tegundir vörubíla og fólksbíla. — FORD-diesel er notuð í ólíkustu gerðir bíla, jafnt evrópiska sem ameríska. FORDUMB □ (D l O SVEIIMIM EGILSSOWf Bergsveinn Olsen Framh. af bls. 23 — Áfram, sagði Jón. Hann sneri hestunum og hélt áfram að plægja. Þá stóð Soffía Preutz allt í einu fyrir framan hann. Hún var svart- klædd og leit flóttalega í kringum sig, rétt eins og hún væri hrædd um, að einhver veitti henni eftirför. Það var ekki bara dans á rósum, að vera rik og fín hefðarjómfrú, það hafði Jón Bön- stu rekið sig á oftar en einu sinni.. Hann lagði í flýti þrjá fingur á der- húfima sína og heilsaði Soffíu á her- mannavísu. Raunar var hún nú ekki liðsforinginn sjálfur, en það var sama. Soffía var fín og virðuleg, eins og faðir hennar. — Hefurðu tíma til að tala dálítið við mig, Jón, sagði hún. — Til þjónustu reiðubúinn, sagði Jón og batt taumana við plóghornin. Jómfrú Soffía leit enn 1 kringum sig, hrædd og flóttaleg. — Hér er svo votlent, sagði hún. — Ég veit að það fer bleyta í gegnum sólana. Getum við ekki farið þarna upp og sezt? Hún benti upp á skógarjaðarinn. — Eins og yður þóknast, sagði Jón. Einhvern veginn gat hann ekki losað sig við hermannakurteisina, enda þótt hann fyndi að þetta væri einum of mik- ið af því góða við kvenfólk — jafnvel •þótt það væri virðuleg jómfrú. Soffía gekk á undan og stiklaði á þúfnakollunum, en Jón stikaði á eftir og óð í votlendinu. Hann grunaði hálft í hvoru hvert erindi Soffíu væri, en þá var eftir að vita hvort hann gæti huggað hana. Það gat þýtt eitt og ann- að að Billinn skyldi ekki koma um síðustu jól. Hann gat eins vel legið með brotna hauskúpu undir torfi í einhverri rrrýri, rændur eins og hver annarr auð- vírðilegur farandsali. En hann trúði því nú varlega, því að satt að segja hefði hann gaman af að sjá þann náunga, sem hefði getað barið Bergsvein Bille. Ef það var eitthvað, sem Bergsveinn var. maður til, þá var það að slást. Raunar gat verið, að hann hefði verið skotinn í bakið . . . en . . . Jón Bönstu klóraði sér bak við eyrað. Hvað átti hann að segja við jómfrú Soffíu, þessa örvæntingarfullu sál? — Við. setjumst hér, Jón, sagði Soffía. — Hér getur enginn séð okkur, — er það? — Það skyldi maður halda, sagði Jón og svipaðist um eftir steini. Þetta var hér um bil eins og á sokka- bandsárunum með stefnumótum og alls konar fjasi og þrasi. Soffía tók vasaklút úr tösku sinni og breiddi yfir þúfu áður en hún settist, nokkuð sem Jón sá strax, að var bara fyrir þá, sem voru af virðulegu slekti. 58 FÁLKINN Hún tók upp visið strá og fór að vöðla því saman og brjóta það og Jón svipaðist um eftir einhverju til að dunda sér við, fann mosa og neri honum milli handanna. — Nú er langt síðan þið komuð frá vígvellinum, Jón Bönstu, sagði Soffía. — Það hefur haldizt friður í sjö ár núna í þessum mánuði. — Sjö löng friðarár, stundi hún, tók sig síðan á og bætti við: — Við meg- um þakka guði fyrir að sverðið fær að hvíla í friði. En tíminn getur stundum verið langur að líða, þegar friður ríkir. En fyrir ykkur, sem voruð hermenn, hlýtur það að vera dýrlegt að fá að vera í friði og spekt. — Stríðið tók enda, sem betur fer. Jón Bönstu sat og minntist margs frá stríðsárunum, sem ljómi fjarlægðarinn- ar hafði smátt og smátt færst yfir. Og þarna sátu þau langa hríð þegj- andi. Hún dró það stöðugt, sem hún vildi segja. — Bergsveinn kom ekki um þessi jól, sagði hún loks. Fölar kinnar hennar urðu heitar og rjóðar. Aldurinn hafði ekki færzt yfir jómfrúna á liðsforingjasetrinu án þess að skilja eftir sig merki. — Hann er víst í langferð núna, sagði Jón. — Það er víst. — Hann vantar nokkra silfurdali enn, gæti ég trúað. Hann sá, að hún brá knipplingavasa- klút upp að hvörmum 'hér og að hún var auðsjáanlega í mikilli geðshræringu. Jón Bönstu kenndi 1 brjósti um hana. — Ó, kæri vinur. Það gagnar hon- um ekkert. Hann eignast aldrei svo marga silfurdali. Við verðum að segja honum það. Vilt þú gera það? Þessu svaraði Jón Bönstu ekki. — Bergsveinn getur jú ekki verið að eltast við silfurdali allt sitt líf. Þetta var bara spaug hjá mínum ágæta föður. Það hlýtur þú að skilja?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.