Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Side 6

Fálkinn - 24.10.1962, Side 6
VATNS OG HÖGGVARIN ÚR 3€ikið úrval FRAIMCH IHICHELSEN ÚRSMIÐAVINNUSTOFA Laugavegi 39 — Reykjavík. Kaupvangsstræti 3 — Akureyri. Ef eitthvað þarf að lúwna þá lintir UIIU allt \ y UMtU línt þtfkhja allir Einkaumboð: H. A. Tulinius, heildverzlun 6 FÁLKINN Stjörnuspá og hjónaband. Herra ritstjóri. — Það, sem knýr mig til að skrifa ykkur er ekkert spaug, hvorki meira né minna en heill hjónabands- ins. Þannig er mál með vexti, að ég eða við hjónin fyllum þann hóp, sem kaupir blað yðar reglulega og hing- að til hef ég í alla staði verið mjög ánægður með þetta blað allt þar til fyrir skömmu. Svo er, eða svo var, mál með vexti, að eitt sinn í sum- ar höfðum við Steini vinur minn planað veiðiferð austur fyrir fjall eina helgina. Þetta virtist allt vera í stakasta lagi, og yður má sjálfum ljóst vera að slíkar ferðir eru ekk- ert til að gera veður út af — eða svo hélt ég. En þá dynur þetta yfir mig eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þannig var nefnl., að í Flkanum, er út kom fyrir þessa áðurnefndu helgi, var sagt í stjörnu- spánni, — konan mín les hana alltaf fyrst — að ég mundi lenda í skemmtilegu ástaræv- intýri um þessa væntanlegu helgi. Og þar með var draum- urinn búinn. Ég fékk sem sé ekki að fara. Við þetta varð ég að sætta mig að svo komnu máli, þótt mér félli það ekki sem bezt. Nú er næst þar frá að segja, að sumarið líður svo sem við er að búast og eina helgina skreppum við Steini, vinur minn, austur yfir Fjall í veiði. Þetta var ákaflega skemmtileg ferð og í alla staði vel heppnuð hvað veiði snerti. Það vil ég taka hér fram, að ekki vildi ég fara að Hvoli á dansleik, þótt Steini væri eitt- hvað að tala um það. Nú er það næst í þessu máli, að í næsta Fálka á eftir, stend- ur í stjörnuspánni, að stúlk- an, sem ég hafi kynnzt um síð- ustu helgi muni verða mjög á vegi mínum. Það var og. Þetta verkaði eins og sprengja inn á mitt heimili. Allt fór upp í loft og ég settur á bedda fram í eldhúsi um nætur, en var beðinn rxm að halda mig sem mest utan heimilis um daga. Þetta bjargaðist þó að lokum með sæmilegum hætti og átti tengdafaðir minn þar drjúgan hlut að máli. En, herra ritstjóri, það er engu líkara, en yður þarna í blaði yðar sé að einhverju leyti í nöp við mig, því að þegar þetta er allt um garð gengið, þá springur stóra bomban. Nú ekki alls fyrir löngu dembið þér því yfir mig í stjörnuspánni, — og það með drýldni og semingi, að stúlkan frá í sumar muni reynast mér ákaflega eftirlát og jafnvel verða konan mín. Og nú er ég kominn á bedd- ann aftur og hjónaskilnaður fyrir dyrum. Viljið þér nú ekki, ritstjóri góður, taka aftur fyrri um- mæli og segja, að þetta sé allt á misskilningi byggt. Að öðr- um kosti neyðist ég til að segja upp blaðinu og höfða mál á hendur yður, því ég hef nægar sannanir fyrir sak- leysi mínu. Virðingarfyllst, Einn ofsareiður. Svar: Fyrst viljum viö leiörétta þann misskilning, sem kemur fram lijá bréfritara, aö ]baö sé ritstjórinn sjálfur, sem spái í stjörnurnar. Stjörnuspámaöurinn segir, aö stjörnuspár beri aö taka eins og veöurspár og ],aÖ sé mest undir manninum sjálf- um komiö, livernig spáin rœtist Annars pykir okkur bréf h ins ofsareiöa bera vott um, hve trú á stjörnuspá er almenn hér á landi, en viö getum huggaö hann meö því aö þar sem spáö er ástarœvintýrum, er einkum átt viö ungt fólk eöa þá ógift, þó aö hitt komi líka fyrir aö giftar konur og kvæntir menn lenda í smávegis ævintýrum. Viö ráö- leggjum því „ofsareiöum“, aö segja blessaöri konunni sinni frá þessu og reyna aö sjötla málin. — Hins vegar ku þaö styrkjn bakiö aö sofa smátíma á bedda. Dyggðir á Skaganum. Úrklippusafnið nýtur geysi- legra vinsælda og blaðinu berast tugir bréfa með þeim. Stundum senda hagyrðingar okkur vísu um klippurnar og hér er ein slík: Laxveiðiundrið um landið er frægt. því lýst var með fjálglegum orðum, en kvennanna þokki og kartöfurækt voru kostir á Skaganum forðum. Dulvin.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.