Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 11

Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 11
Guðmundar, að í gilskorningunum væru berar svellbungur, sem mjög væri erf- itt að fóta sig á. í samtali mínu við Árna bað ég hann lýsa að nokkru þeim miklu erfiðleikum, sem leiðangurinn hefur átt við að etja í göngum sínum upp á jökulinn. Iðu- lega hafa föt þeirra verið beingödduð utan á þeim, eftir nokkurra klukku- tíma gang, því á láglendinu var rigning, í miðjum hlíðum jökulsins snjóaði, og í 1000 m hæð frost og funi. Hér í Vík í Mýrdal er mönnum vel ljóst að leið- angursmenn hafa sýnt mikla þraut- seigju og dugnað, því að jöklaferðir í mesta skammdegi eru ekki heiglum hent.“ 29. desember: „Á aðfangadagsmorgun var þyril- vængju flogið að flaki bandarísku vél- arinnar sem fórst fyrir 12 dögum. Eitt lík þeirra níu manna er í vélinni voru fannst. Á aðfangadagsmorgun var bjart yfir jöklinum, enda bezta veðrið um há- tíðarnar. Árdegis þann dag fóru þeir Árni Stefánsson og Björn Pálsson á sjúkravélinni héðan frá Reykjavík á slysstaðinn. Þeim gekk greiðlega að finna flak vélarinnar. Björn og Árni sneru þegar aftur til Skóga, þar sem þyrilvængja frá varnarliðinu var tilbú- in. Fór Árni í henni ásamt Birni Br. Björnssyni og bandarískri áhöfn að flaki flugvélarinnar." Af þessu er ljóst, að við margvíslega erfiðleika getur verið að etja þegar um leit er að ræða. Þeim erfiðleikum verð- ur heldur ekki mætt nema með góðri þjálfun og góðum útbúnaði. Þessi þjálf- un fæst ekki nema með vel skipulögð- um æfingum, þar sem allir gera sér ljósa grein fyrir mikilvægi þess starfs, sem verið er að inna af höndum. Út- kall getur komið hvaða tíma sólar- hringsins sem er og þá þurfa menn að vera viðbúnir þegar í stað — í fullri þjálfun. Svo sem áður er að vikið er það og markmið Flugbjörgunarsveitarinnar að hjálpa „þegar aðstoðar er beðið og tal- ið er, að sérþekking og tækni félagsins geti komið að gagni“ og það getur ver- ið við margvísleg atvik. Ekki er ólík- legt, að einn dag hefjist eldsumbrot með miklu öskufalli, jarðskjálftum, flóðum og öllum þeim ógnum og hörm- ungum sem slíku getur fylgt. Þá er það einmitt sveit sem þessi, sem getur kom- ið að miklu gagni og veitt margvíslega aðstoð. Flugbjörgunan.veitinni er skipt nið- ur í ýmsar deildir og flokka sem hver um sig hefur ákveðnu hlutverki að gegna. Það er kappkostað að láta hvern meðlim fá alla þá þjálfun og kennslu sem unnt er að veita, svo hann sé hlut- verki sínu vaxinn. Sem stendur á Flugbjörgunarsveitin þrjá bíla, sjúkrabíl, 10 manna fjallabíl og einn beltabíl. Yfir þessum bílum ræður bíladeild, en meðlimir hennar eru 6 og 8. Þeirra hlutverk er að halda þessum tækjum í sem beztu ástandi, þeir mæta einu sinni í viku, setja þá í gang, keyra þá og fylgjast með ástandi þeirra að öðru leyti. I þessari deild eru sérhæfðir menn, bifvélavirkjar, raf- virkjar og bílstjórar. Auk þessara bíla Frh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.