Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Page 14

Fálkinn - 24.10.1962, Page 14
Hann er drungalegur til loftsins og á hverri stundu líklegur til að hella úr sér með dembu. í lágu gírunum þok- ast bílarnir eftir sandinum, hossast og taka rykki í ósléttum hjólförunum, velta til og frá og það er erfitt að mæta hreyfingum þeirra í sætunum. Ef gluggi er opnaður stendur kaldur gust- urinn inn, og það er kallað að loka og spurt hvort þú ætlir að frysta alla í hel. Umhverfis er ekkert að sjá nema sandinn. Það er komið að vatnsfallinu uppúr nóni. Fólk klæðist peysum eða öðrum skjólgóðum fatnaði, yfirgefur hlýjuna í bílnum og gengur niður að ánni, þar sem hún fellur framhjá kolmórauð með þungum nið. Þetta er Kaldakvísl. Aldinn kappi, sem í mörg ár hefur ferð- ast um örævi landsins og þekkir þau kannski betur en stofugólfið heima hjá sér, veður út í beljandi ófreskjuna og reynir fyrir sér með staf. Þetta er merkur stafur, gjöf til kappans. Eftir settum kúnstarinnar reglum má leysa sundur stafinn og þá kemur gersemd gripsins í ljós: vandlega falið staup! Kappinn veður spölkorn útí og snýr svo til sama lands aftur, spýtir um tönn og segir, að ekki verði farið lengra í dag. Þegar svo er komið þýðir ekkert nauð né nú. Við náttúruöflin verður ekki deilt. Hér verða menn að vera þar sem þeir eru komnir, og þá er næst að leita sér að tjaldstæði. Undir lágkúrulegri klettaborg er grastó sem varla hefur þó náð að skjóta rótum í sandinum og þar skal tjaldað. Bílunum er snúið frá ánni og haldið undir klettaborgina. Þetta eru þrír bílar. Tveir frá Guðmundi Jón- assyni með fjörutíu Dani, og rauður Bedford með 17 Maríumenn. Bedford inn skilur sig aðeins við hina og svo er tekið til við að tjalda. Færibandið svokallaða er sett í gang. í þessu færi- bandi gegnir hver maður og kona sínu ákveðna hlutverki við tjöldun og nið- urtekt, vísindalega útreiknað starf sem miðar að því að koma upp tjöld- unum á sem skemmstum tíma. Á með- an hópurinn er að koma sér fyrir skul- um við kynnast honum ögn nánar. Maríumenn! Hvað eru Maríumenn? Sumir hafa haldið að þetta væri ein- hver sértrúarflokkur en svo er ekki. Þetta er skemmti- og ferðaklúbbur ungs fólks. Allir kannast við Maríu- kvæðið hans Sigurðar Þórarinssonar og þaðan er nafnið komið á hópinn. Strax í fyrstu ferðunum var farið að syngja þetta kvæði, en það var ekki fyrr en rúmum tveim árum seinna sem það var gefið út á hljómplötu. Allar ferðir eru hafnar á þessu lagi, það er sungið meira og minna allan túrinn og það er endað á því. Þessi nafngift kom því eiginlega af sjálfu sér. FÁLKINN hafði nýlega spurnir af þessum félagsskap og lék forvitni á að kynnast því, hvernig klúbbar af þessu Við fengum að blaða í myndaalbumi Maríumanna og hér birtast nokkrar svip- myndir úr hinum ótalmörgum ferðum þeirra. Efst eru nokkrir félagar klúbbs- ins í Seljavallarlaug. Hér að neðan er sá bílstjóri, sem oftast hefur ekið Mar- íumönnum og loks er lítil svipmynd úr eldhúsi. 14 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.