Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Side 18

Fálkinn - 24.10.1962, Side 18
FÁLKINN UulUJJ kynnir væntaniega bók eftir Stefán Jónsson, fréttamann MINIR IWEEHfHf Óli heitinn í Borgargerði var einna fyndnastur allra manna, sem ég þekkti, í tiltektum sínum. Hann saumaði einu sinni nýsoðinn blóðmörskepp undir rófugras hjá Guðna heitnum á Borg. Þetta gerði hann í náttmyrkri í október þegar gömlu hjónin voru horfin frá upp- skerustörfum í rófnagarði sínum. Svo lá hann á gægjum þegar þau fóru að taka upp aftur um morguninn, að sjá hvernig þeim yrði við. Blóðmörskeppurinn kom þeim á óvart. Svo var það einu sinni, í öðru nátt- myrkri, að Óli heitinn gekk á grjót- hrúgu, sem kom honum á óvart, og fót- brotnaði. Hann komst aldrei til heilsu eftir það og dó skömmu síðar. Ég held að Óli heitinn í Borgargerði sé skemmtilegasti maður, sem ég hef kynnzt á ævinni. Hann gerði sér mikið far um að komast hjá því að hryggja menn, en lagði sig í framkróka til að gleðja þá og koma þeim á óvart. Af kynnum mínum við Óla heitinn og fjölmarga aðra hans líka, hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að grínið hljóti að vera eigi ógildur þáttur í lyndiseinkunn þess, sem skóp manninn í sinni mynd. Og fjölmargt, sem ég hef veitt athygli í daglegum stjórnarat- höfnum hans, hefur orðið til þess að styrkja þá skoðun mína. Þetta naglfasta náttúruspé, sem Steinn kveður um, virðist vera trúlega blandað saman við hitt dótið á vogar- skálunum. í misjafnlega stórum skömmtum að vísu og ýmsum mynd- um. Og er mikils um vert að hlutföllin verði nærri lagi, því eins og að framan segir er hér um að ræða eitt af frum- efnum mannssálarinnar, sem er vissu- lega samansett úr mörgum göfugum efnum, sem hvert um sig gefa ærna ástæðu til dásömunar á hinu mannlega furðuverki. En blandan er nákvæm, og iítið má út af bera til þess að mannssál- in í heild verði ákjósanlegur næringar- vökvi til ræktunar á gerlum vonzk- unnar. Það munu hafa verið Hellenar hinir fornu, sem uppgötvuðu jafnvægislög- mál jarðlífsins, þegar nokkrum öldum fyrir Krist. Þeir töldu jafnvægið vera hið æskilega ástand, og gerðu það að miklu keppikefli. Leituðu þeir jafn- vægisins í öllum fyrirbærum lífsins. Sumir hverjir af slíkum ofsa að þeir glötuðu því gjörsamlega sjálfir og urðu hinir mestu óhappamenn. En einmitt þetta er þáttur hins naglfasta náttúru- spés í jafnvægislögmálinu. Það er margt sem bendir til þess, að hinn viðkvæmi'stjórnbúnaður jarðlífs- ins þoli ekki mannlega ákefð, því dæm- in sanna, að einlæg þrá og ofsafengin barátta að settu marki, leiða manninn gjarnan þangað, sem hann ætlaði ekki. Gildir hér hið sama um einstaklinga og stofnanir, og skulu nefnd hér tvö meinlítil dæmi. Rannsóknarstofnun sj ávarútvegsins, sem Ríkisútvarpið leigir hjá efri hæð- irnar að Skúlagötu 4, hefur meðal ann- ars forystu um hreinlæti í meðferð fisk- afurða. Hefur stofnunin alls ekki reynzt þar hrópandi í eyðimörk, heldur komið miklu góðu til leiðar á þessu sviði. Svo ber við dag nokkurn í sumar leið, að upp kom sérlega vondur þefur í þessu húsi. Fylgdi hann stuðluðu eðli hinna illu lykta í því að berast neðan- frá og uppeftir og safnast þar fyrir. Voru það því fyrst og fremst starfs- menn útvarpsins, sem kvörtuðu, enda tekið fram í leigusamningi, að tryggt skuli að slorlykt engin né annar fiski- þefur skuli hafður í húsinu. Kvartanir komu hinsvegar fyrir ekki. Lyktin var ekki fjarlægð, heldur magn- aðist dag frá degi, unz Jón Guðmunds- son, ráðsmaður Ríkisútvarpsins, lagði sjálfur upp í könnunarferð um húsa- kynni Rannsóknarstofnunarinnar og fann, eftir skamma leit, nokkrar biikk- tunnur, barmafullar af úldnu og möðkuðu slógi. Hafði þá fá umsvif en hringdi til réttra heilbrigðisyfirvalda og bað þau ásjár. Komu þegar á vett- vang starfsmenn borgarlæknis og könnuðu innihald tunnanna, en hótuðu síðan að loka stofnuninni ef það yrði ekki fjarlægt án tafar. Og var það gert af ótvíræðum myndarskap. Þegar séra Pétur heitinn Tyrfingur fermdi okkur, níu unglinga saman, austur á landi, lét hann hvern einstakan velja sér ritningargrein að einkunnar- orði til æviloka. Einn man ég, að valdi sér ritningargreinina: Vertu trúr allt til dauðans og þá mun ég gefa þér lífsins kórónu. Nú á höfundur þessarar bókar reka- fjörur skammar. Hefur enda ekki frétt til kórónu lífsins. Og sennilegra þætti mér að hana bæri að landi norður á Ströndum hjá Jóni Kaldbak, sem aldrei hefur um slíkt höfuðfat beðið. Láta mun nærri að starfið sé helm- ingur af dagfari mannsins, en sérlega mikils er um vert, að jafnvægi sé í dag- farinu. Myndu þeir ekki segja mjög ósatt, sem telja að verulegur hluti af ham- ingju íslendinga sé undir starfinu kom- inn og eiga þar við brauðstritið, því væri ekki skorturinn í baksýn myndi nokkur hluti fólksins afrækja starfið og glata þar með þeirri guðdómlegu miskunnarpillu, sem því hefur frá upp- hafi verið ætlað að gleypa í sveita and- lits síns. Er þar skammt um að ræða, að vel- flestir menn á jarðríki eiga líf sitt undir því, hversu þeim ferst starf úr hendi. Þó finnast þess mörg dæmi, að iðju- samir sómamenn, sem aldrei máttu verklausir una og allt lék í höndunum á, hafa skyndilega misst jafnvægið í starfi sínu. Og þegar einhver glatar jafnvægi í starfi sínu hlýtur eitthvað sérkennilegt að koma fyrir. Stundum er það beinlínis kappið, sem hleypur dugnaðarmanninum í kinn, sem truflar ballansinn. Antoníus í Hvarfi var áreiðanlega með duglegustu mönnum á Austurlandi, að hvaða verki sem hann gekk. Raunar var það sjaldgæft að sjá Antoníus ganga að nokkru verki. Hann var oftast hlaup- andi. Svo er það einu sinni í uppskipunar- vinnu að hausti til, að hann flýtir sér svo mikið ofan á bryggjuna, að hann gaf sér ekki tíma til að krækja af varúð Stefán Jónsson fréttamaður gaf út sína fyrstu bók fyrir jólin í fyrra. Hún nefndist „Krossfiskar og hrúðurkarlar“ og seldist upp á örskömmurn tíma. Nú fyrir jólin er von á annarri bók eftir Stefán. „Mínir menn“ nefnir hann hana og hefur Ægisútgáfan góðfúslega veitt FÁLKANUM leyfi til þess að kynna bókina fyrir lesendum. Kaflinn sem við birtum er fyrsti kafli bókar- innar og er þar margt spaugilegra skopsagna. 18 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.