Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 19

Fálkinn - 24.10.1962, Qupperneq 19
fyrir tunnu, sem stóð á bryggjubrún- inni, heldur stökk hann langt fram af brúninni eins og hann ætlaði að beygja fyrir tunnuna í loftinu. Hann datt náttúrlega í sjóinn og tafði sig og björgunarmennina um sam- tais tvær vinnustundir samkvæmt út- reikningi utanbúðarmannsins hjá kaup- félaginu. Einu sinni fór Jón heitinn og Hösk- uldui' á Tittlingi yfir fjörðinn á sexær- ingi til að kaupa sér sóda í ullarþvott- inn. Þeir fengu snarpan suðvestanand- róður alla leiðina yfir. Svo sléttlygndi á meðan þeir voru í kaupstaðnum, en dró upp norðaustanbakka á Strandar- fjöllin. Þeir bræður flýttu sér sem mest þeir máttu að verzla, en dugði ekki til. Er þeir ýttu frá bryggjunni, var komið hvassviðri og þeir hrepptu þriggja stunda nærskyrtubarning til baka yfir fjörðinn. Ekki varð þeim heldur mikil rauna- bót að því, er heim kom í vör á Titt- lingstanga, að uppgötva, að í flýtinum að sleppa við norðanbarninginn, höfðu þeir gleymt sódastaukunum á bryggj- unni úti á Djúpavogi. Guðjón heitinn í Hlíðinni fór einu sinni til rjúpna með Ólafi í Hjáleigunni. Ólafur var skemmtilegur maður og hin mesta hamhleypa við hvað eina, sem hann tók sér fyrir hendur. Það var fremur fátt um rjúpu þenn- an dag, en þó náðu þeir einum tuttugu hvor. Þá tíðkuðust mikið húskvarnahagla- byssur á Austurlandi. Hlóðu menn sín haglaskot sjálfir og miðuðu þá púður og högl við lífseiglu þeirra veiðidýra, sem leggja skyldi til atlögu við hverju sinni. Guðjón var með húskvarnahaglabyssu númer 16, Ólafur með þýzka tvíhleypu númer tíu, en hlaupvídd á haglabyssum eykst í öfugu hlutfalli við talnagildi númersins. Haglabyssa númer tíu slagar sem sagt upp í litla failbyssu að hlaup- vídd. Og það sagði Guðjón, að sér hefði þótt merkileg stakkaskiptin, sem þær rjúpur tóku í andláti sínu, sem Ólafur í Hjáleigunni skaut, því þar lá sjaldn- ast eftir nema hálfur fugl, ýmist fram- partur eða afturpartur. Guðjón ympraði eitthvað á því, að sér þætti óráðlegt að nota svo stór skot á rjúpu og þá svaraði Ólafur heitinn í Hjáleigunni: Lent hef ég í því að skjóta sel að morgni því skoti sem ég ætlaði rjúpu að kveldi og mun aldrei henda mig oft- ar. Enda vantar mig nú ekki nema krík eða svo upp á að þessar tuttugu rjúpur, sem ég hef slysað í dag, séu tíu heilar. Þá er að segja frá Guðmundi bónda á Kljá fyrir austan, Stefánssyni. Guðmundur var sjávarbóndi, en sjáv- arbóndi heitir sá, er á sævargötu skamma og hefur fjárbú og útræði í einu. Guðmundur var ötull maður til allra verka, enda jafn gott, því sjávarbóndi, sem ekki er tveggja manna maki, flosnar gjarnan upp. Hann kemur tíð- um svo þreyttur heim af skakinu að hann orkar ekki heyskapnum og rær svo þreyttur frá heyskapnum að hann sofnar undir færinu. Stóð hagur Guðmundar Stefánssonar á Kljá með miklum blóma um langt skeið. En svo skeður það, eitthvað tveimur árum eftir að ég fluttist að austan, að unglingspiltur, nýkvæntur, flytzt á jarðarhelminginn á móti Guð- mundi. Einnig þrælduglegur maður og dró brátt til metnaðar milli þeirra Guð- mundar. Fram að þessu hafði Guðmundi á Kljá heppnast hvað eina, sem hann tók sér fyrir hendur. Þetta sumar bregður hins vegar svo við, að hvert sinn, er hann réri til fiskj- ar, var heyþerrir á landi en ördeyða á miðum. Þegar Guðmundur sat í landi að heyverkum var úrtakslaust rigning. Þá var andbýlingurinn á sjó og dró snarvitlausan fisk. Ekki mun greint fólk þurfa vetrar- Framh. á bls. 34 FÁLKINN 19

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.