Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Síða 22

Fálkinn - 24.10.1962, Síða 22
Honuum verður hugsað til röndótta jakkans bláhvíta. Og tölunnar 327. Líka til lögregluþjónsins. Á mánudaginn verður hann að gefa sig fram við bæjar- stjórann. Engin skilríki! Hver veit nema þeir séu farnir að leita hans? Þeir geta verið rétt á eftir honum? Lögregla! Varðmenn! Með raddir og augu, er heyrast og sjá gegn- um holt og hæðir. Hann stöðvar bif- hjólið stundarkorn og hlustar útí þögn- ina. Heyrist ekki mannamál langt í burtu? Köll í fjarska? Hann þeysir af stað á ný. Flótti! Flótti! Þröng gata bugðast upp hlíðina til hægri. Hefur hann ekki komið hér áð- ur? Brot úr sekúndu hvarflar það að honum; Hér hefur þú farið um fyrr! Er hann hefur haldið þannig áfram, svo sem hundrað metra, er hann ekki lengur í vafa um, að hérna hefur hann átt leið um áður: Það var fyrir þrem dögum síðan, þegar Kristín bauð hon- um heim til sín. .... Þá gengu þau einmitt þenna veg, bara í öfuga átt. Til baka! Hugsuninni slær niður í sál hans eins og eldingu, og aftur verður honum á að stöðva hjólið. Þannig situr hann lengi með lokuð augu. Snúðu við! hrópar rödd hyldjúpt niðri í sál hans. Snúðu við til Kristínar! Fyrir lokuðum augum sínum sér hann andlit hennar, fagran og mildan svip hennar, blíðleg augu og rauðar varir. Hann sér mjallhvítan meyjarháls og um hálsinn liggur rauða kóralfestin. Snúðu aftur til Kristínar! Aftur og aftur reynir hann að gera sér grein fyrir, hvað það er, sem ólgar og logar í sál hans. Svo opnar hann augun og starir á hendur sér. Þær hafa sleppt tökum af bifhjólsstýrinu. Fing- urnir réttast, kreppast og réttast aftur. Og stöðugt kveður við sama kallið í hugarfylgsnum hans: Snúa við til Krist- ínar! Hann snýr hjólinu við og lætur blinda og óræða þrá sína ráða. Vegurinn rennur frá honum útí firnin blá, vélar- dynurinn fyllir hlustir hans vitskertum hávaða, en það er söngur í blóði hans. í garðinum fyrir framan gömlu sög- unarmylnuna standa verkamennirnir og stríða Páli Glomp. — Jæja, þá ertu loksins laus við bif- hjólið þitt, Páll, hrópa þeir. — Þú sér það aldrei framar. Páll rífst og bölvar. Annað veifið leit- ar hann sér huggunar í því að súpa á vasafleyg sínum. Kristínu er ekki rótt heldur. Hún hefur séð Martein aka á brott. En hvers vegna kemur hann ekki aftur? Gengið er niður dyraþrepin þungum skrefum. Það er gamli malarinn. Þegar hann fer framhjá eldhúsglugganum, sér Kristín að hann er klæddur grágræna yfirfrakkanum sínum. — Hvert ertu að fara, pabbi? kallar hún til hans. Hann snýr sér við og lítur á dóttur sína, en þegir. Augu hans eru sem út- slokknuð, þau sjá ekki neitt. Kristín fylgist með því er hann geng- ur út úr garðinum, yfir brúna, hægt og þunglega, ofurlítið álútur og axlasíginn. Hvert skyldi hann ætla? Kristín fleygir yfir sig gamalli kápu og fer á eftir honum. Þegar hún er að hlaupa yfir brúna, heyrir hún skelli í bifhjóli neðan úr þorpinu. Marteinn! Hún finnur gleðikennd fara um sig, en jafnsnemma verður henni hugsað til föður síns. Hvert er hann að fara? Stundarfjórðungi síðar stendur hún í skógarkyrrðinni við jaðarinn á litlu rjóðri í þéttum grenigróðri. í rökkur- skímunni sér hún fram undan sér grilla í brúna byggingu með hvössum göflum. Veiðikofinn! Hún sér föður sinn hverfa inní kofann. Kristín gengur hljóðlega þvert yfir rjóðrið. Gluggahlerar eru lokaðir. En það leggur ljósglætu út til hennar, gegnum rifu. Kristín tyllir sér á tá og gægist inn. Faðir hennar er að hengja útilukt upp undir loftið. Hvað ætlar hann að gera hér? Óttinn rekur hana inn til hans. Hún leitar dyra kofans og finnur þær á hlið- inni hinum megin. — Pabbi! Hún hleyp- ur inn og vefur báðum örmum utan um hann. Malarinn ýtir henni frá sér. -— Hvað ert þú að vilja? spyr hann rólega. Svo sezt hann á bekk og styður höndum að höfði sér. Kristín strýkur blíðlega yfir hærur hans. Hvorugt þeirra mælir orð frá vörum. Hún er hrædd um að hrinda föður sín- um frá sér með óheppilegu orði. Sezt því á bekkinn við hlið hans. Stormurinn hvín í upsum hússins og blæs inn um rifurnar. Ljóskerið dinglar neðan í loftinu og regnskúrir bylja á þekjunni, eins og snöggur trumbuslátt- ur. Hann fer að tala, hásri og lágri röddu, um heimsókn Maríon Gaspandi daginn áður. — Hvílíkur munur á henn- ar ævi og minni, segir hann. — Nú sé ég allt í einu það, sem ég kom ekki auga á þá. Hún er hefðarkona, þar sem ég .... ég er og verð aðeins bóndi. Það er mergurinn málsins. — Hvað er það sem þú ert að segja? tekur Kristín framí fyrir honum. — Hún gerir áreiðanlega gys að mér! að þessum vesæla bónda! — Þú sem ert malarinn í Ektern, pabbi! segir Kristín og réttir ósjálfrátt úr sér. — Mundu hvað stendur skrifað í ættarbiblíunni. í tvö hundruð ár hefur Ektern ættin átt Mylnubæ! — En hversu lengi hér eftir? Faðir hennar stendur upp og hallar sér út að hleraluktum glugganum. — Við hvað áttu? — Þú verður bráðlega að leita þér annars heimilis, Kristín mín. Orðin tínast hikandi fram af vörum hans. Síðan hlær hann beisklega: — í versta tilfelli ætti sjálfsagt að vera rúm fyrir mig á fátækrahælinu. Skyndilega skynjar hún allt. Það er þess vegna sem faðir hnnar hefur ekki viljað hafa hana með sér við reiknings- færsluna uppá síðkastið. Það er af sömu ástæðum sem hún hefur ekki mátt opna þessi stóru umslög frá yfirvöldunum inni í borginni. Og Páll Glomp! Nú minnist hún þess allt í einu, sem Páll sagði við hana í gær, þegar þau hittust úti í garðinum, rétt eftir að móðir henn- ar var farin. Páll hafði spurt Kristínu hvort faðir hennar væri búinn að tala rækilega við hana. Og þegar hún hafði hrist höfuðið og spurt, um hvað faðir hennar hefði átt að tala við sig, hafði Páll bara svarað því til, að það fengi hún að vita bráðlega. Og hún hafði nú fengið að vita það. Nú skildi hún allt saman! — Ó, guð minn góður! Hún stendur og starir niður á leiruga og gengna skó sína. — Nú veiztu það, Kristín, hvers vegna ég vildi, að þið Páll Glomp...... — Nei, pabbi. Nei, þú mátt ekki segja það! — Jú, jú, ég verð að segja það. Ég verð að skýra það allt út fyrir þér. Gamli Glomp vildi að þið giftust sem allra fyrst. Hann hefur verið að tala um það í marga mánuði og hert á. Og ég? Hann snýr sér að henni og þrýstir krepptum hnefum að brjósti sér. — Sjáðu til, gamli Glomp á tvö skuldabréf í Mylnubæ. Þau eru bæði fallin til Sjöundi hluti framhaldssögunnar eftir Hans Ulrich Horster, höfund Gabrielu tl FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.