Fálkinn - 24.10.1962, Page 29
að fyrir þá með ávísun, og daginn eftir
borguðuð þér einum af lánardrottnum
yðar þessa sömu ávísun, manni, sem
skrifaði samvizkusamlega upphæð ávís-
unarinnar, mánaðardag og undirskrift
í sjóðbók sína.....
Gullsmiðurinn lét aftur fallast í stól-
inn. Það var engu líkara en að hann
væri að fá aðsvif.
— Já, hvíslaði hann. — Ég seldi frú
Poulsen gripina. Ég vissi, að hún átti
peninga, þó hún væri nízk, og gengi
hart að mér, af því hún vissi, að ég var
í kröggum. Seinna tilkynnti ég, að grip-
unum hefði verið stolið, og lét líta svo
út, að brotizt hefði verið inn hjá mér.
Ég fékk tryggingarféð borgað, meira að
segja sem svaraði því, að steinarnir
hefðu allir verið ósviknir. Þannig barg
ég mér úr fjárhagsörðugleikunum. Eruð
þið svo ánægðir?
Það var Jeppesen ekki. En hann var
taugaóstyrkur, því hann hafði engar
sannanir fyrir að síðasta spurningin
væri réttmæt. Aðeins grun, sem var svo
sterkur, að hann fékk hann til að láta
kylfu ráða kasti.
— Ég á aðeins eftir að fá að vita af
hverju og hvernig þér myrtuð frú
Ingeline Poulsen......
Þetta hitti í mark. Gullsmiðurinn rak
upp óp og rétti úr sér. Hann gaf sér
engan tíma til að íhuga grundvöllinn
fyrir þessari ásökun, en hvæsti:
— Hún var djöfull í mannsmynd.
Hreinasti djöfull. Eftir að hún hafði
lengi notað sér fjárhagsörðugleika mína
til að kaupa af mér skartgripi á helm-
ingi lægra verði, en raunverulegt gildi
þeirra var, komst hún að tryggingar-
svikunum. Hún byrjaði að hringja til
mín og skrifa mér. Fyrst vantaði hana
eitt þúsund krónur, svo tvö....Og ég
vissi hvað mundi ske, ef ég neitaði að
borga.....
Ég reyndi að tala um fyrir henni. Hún
vildi ekki einu sinni hlusta á mig. Hún
hafði nýlega lesið skáldsögu um mann,
sem framdi tryggingasvik, og varð síð-
an fyrir fjárkúgun frá hendi aðstoðar-
manns síns. Það var heldur ekki nema
réttlátt, sagði hún. Hún var brjálæðis-
lega nízk og samvizkulaus í peninga-
málum. • • • •
Ég hafði í hótunum við hana, og við
rifumst. Hún varð hrædd og hljóp inn
í eldhús. Hún klifraði upp á eldhúsborð-
ið í þeim tilgangi að opna gluggann og
hrópa á hjálp. Ég greip til hennar, það
var engin önnur leið, ef hún átti ekki
að koma upp um mig. Hún datt, og^ í
fallinu slóst höfuð hennar við stól. Ég
lét hana eiga sig, og fór....
— Tókuð þér nokkuð með yður?
Karl Bovense hristi höfuðið. Hann
hafði hulið andlitið í höndum sér, og það
lá við að röddin brygðist honum.
— Nei, ég hugsaði ekki um annað en
að komast sem fyrst burtu. Þar að auki
geymdi hún gripina á hinum fáránleg-
ustu stöðum. Ég hefði sennilega ekki
Framh. á bls. 32.
Framkvæmdastjórinn á gistihúsinu Adlon í Berlín var í öngum sínum.
í um það bil viku höfðu horfið peningar og skartgripir frá gestunum. A
hverjum degi var nýr þjófnaður tilkynntur. Orðsír gistihússins var í hættu . . .
Hællinn
— Því gerir lögreglan
ekkert? Stórglæpamaður
er látinn vaða hér uppi
dag eftir dag, meðan við
aumingja gestirnir miss-
um eignir okkar.
Sá er mælti svo reiði-
lega gaf lögreglumann-
inum við afgreiðsluborðið
illskulegt augnatillit og
haltraði að lyftunni. Lög-
reglumaðurinn svaraði
engu, því hann vildi ekki
láta leiða sig í samræður
við gesti gistihússins, en
hann var sannfærður um
að spennan hafði náð há-
marki.
Virðulegur herra reis
upp úr hægindastól og
gekk yfir að borðinu.
— Það var aðeins Mar-
ini verkfræðingur, sem
gaf tilfinningum sínum
útrás, útskýrði lögreglu-
maðurinn.
— Þér skuluð ekkert
skipta yður af honum,
herra lögregluforingi.
— Ég geri það heldur
ekki, sagði foringinn, en
ef til vill væri rétt að
gefa piltinum auga.
Framkvæmdastjórinn á
gistihúsinu „Adlon“ í
Berlín var í öngum sín-
um. í um það bil viku
höfðu horfið peningar og
skartgripir frá gestunum.
Fram að þessu hafði verið
stolið fyrir yfir 600.000
krónur, og hvern einasta
dag var nýr þjófnaður til-
kynntur.
Hinir rændu höfðu
ekki hugmynd um hvern-
ig þjófurinn kom þessu í
kring og það leit út fyrir
LÖG
REGLL
GÁTAIM
að þetta ætlaði að verða
hið mesta leiðindamál.
Orðsfír gistihússins var í
hættu, og enn virtist lög-
reglan ekki vera komin
á sporið.
Það virðist oft svo, á
yfirborðinu, að lögreglan
aðhafist ekkert, en það er
unnið á bak við tjöldin.
En það krefst oft mikillar
þolinmæði að leysa lög-
reglugátur, og einn góð-
an veðurdag hefur lög-
reglan spunnið netið og
gengur til verks.
Greiber leyilögreglu-
maður stjórnaði sjálfur
rannsókninni á hinum
dularfullu þjófnuðum á
gistihúsinu En hann hélt
sig alltaf bak við tjöldin.
Hann vildi í ró og næði
athuga það fólk sem gekk
um gistihúsið og draga
svo sínar ályktanir.
Fram að þessu höfðu
sjö gestir verið rændir
peningum og skartgrip-
unum. Greiber bjóst við
að þjófurinn væri ef til
vill meðal hinna rændu.
Hann rannsakaði lifnaðar-
háttu þessara sjö mjög
nákvæmlega og gat að
nokkrum dögum liðnum
útilokað fjóra. Þeir voru
hafnir yfir grun.
Eftir voru þá þrír gestir
og meðal þeirra hinn
reiði Marini verkfræðing-
ur. Af honum hafði verið
rænt sígarettuveski úr
gulli og einhverju af
peningum. Marini var
miðaldra og svo virtist
sem efnahagur hans væri
góður. Hann haltraði að-
eins á vinstri fæti. Nú
Framhald á bls. 29
falkin
N 29