Fálkinn - 24.10.1962, Side 30
liveiijijóAiii
í Framhald af bls. 26.
inn. Að þessum 2 umf. loknum er
mynstrið prjónað (nema á 6 fremstu 1.,
sem eru alltaf prj. sl.). Prjónið beint
þar til síddin er 10 cm.., þá er fellt
af fyrir handveg í hliðinni 3 1. og síðan
1 1. lausar. Prjónið beint þar til hand-
vegurinn er nál. 8 cm., þá eru garða-
prjónslykkjurnar 6 settar til geymslu
og síðan fellt af fyrir hálsmáli 1X3 1.,
2X2 1. og 3X1 1. Þegar handvegurinn
er nál. 10 cm. er fellt af fyrir öxl
3X4 1. og 5 1.
Á þennan boðung eru gerð hnappagöt
um leið og prjónað er á þennan hátt:
Prjónið 3 1. af garðaprjónskantinum,
fellið af 2 1., prjónið út umf. og fitjið
svo upp 2 1. í næstu umf. fyrir ofan
þær, sem voru felldar úr. Búið til fyrsta
hnappagatið nál. 1% cm. frá brún, setjið
næstu 3 hnappagöt með jöfnu millibili.
En það 5. og síðasta á að vera á hálslín-
ingunni, þegar hún er Vz cm. breið.
Hægri boðungur prjónaður sem speg-
ilmynd af þeim vinstri, nema hnappa-
götunum er sleppt. Getur oft verið betra
að prjóna þennan boðung á undan, svo
hægt sé að mæla nákvæmlega fyrir
hnappagötunum.
Ermar: Fitjið upp 40 1. á prj. nr. 2Vz
og prjónið IV2 cm. brugðingu (1 sl.
1 br.). Sett á prj. nr. 3 og prjónið 2 umf.
slétt, aukið jafnt út í fyrri umf. svo 47 1.
séu á. Prjónið mynstrið þar til síddin
er 2V2 cm. Nú er fellt af fyrir ávala 1 1.
í byrjun hverrar umf., þar til 17 1. eru
eftir, sem felldar eru af í einu.
Frágangur: Saumið axlarsaumana
saman, takið upp nál. 67 1. frá réttunni
í hálsinn á prj. nr. 2V2 (6 1. hvorum
megin taldar með). Prjónið brugðningu
(1 sl., 1 br.). Búið til seinasta hnappa-
gatið eftir V2 cm. Fellt af þegar líningin
er IV2 cm. breið. Peysan saumuð saman
og hnappar á hægri boðung.
Buxnasamfestingurinn: í hann þarf
nál. 175 g. af garni.
Framstykkið: Byrjað milli fóta. Fitjið
upp 13 1. á prj. nr. 3 og prjónið 2 umf.
slétt og síðan mynstrið. Hallinn fyrir
skálmina búinn til á þann hátt að auka
út um 3 1. í byrjun fyrstu 20 umf. og
16 1. í byrjun næstu 2 umf. Prjónið því-
næst mynstrið beint á öllum 105 L, þar
til síddin er nál. 22 cm., mæld á miðju,
þá er allt sett á prj. nr. 2V2 og prjónuð
brugðning (1 sl., 1 br.) í mittið, tekið
úr í 1. umf. svo 55 1. séu á. Þegar brugðn-
ingin er 2Vz cm. er mynstrið aftur prjón-
að á prjóna nr. 3, en þegar prjónaðir
hafa verið 2 cm. eru 5 fyrstu og síðustu
1. prjónað sl. á öllum umf., svo myndist
garðaprjónskantur hvorum megin. Og
í 3. hverri umf. er ein 1. tekin úr hvor-
um megin innan við garðaprjónskant-
inn. Þegar 43 1. eru eftir er haldið áfram,
án þess að tekið sé úr, og nú eru 31 1.
í miðjunni prjónaðar sem garðaprjón
auk kantanna. Það er því aðeins 1 1.
hvoru megin innan við garðaprjónskant-
ana, sem er prjónuð sem sléttprjón.
Þegar 8 umf. hafa verið prjónaðar á
þennan hótt, eru 21 1. í miðjunni felldar
af í næstu umf. og síðan lokið við að
prjóna hvora hlið fyrir sig. Þegar prjón-
aðir hafa verið 4 cm. er prjónað 2 cm.
garðaprjón á öllum 11 L. Fellt af.
Bakið: Prjónað eins og framstykkið.
30
FÁLKINN
Frágangur: Saumað saman í hliðun-
um og skrefinu. Hnappar og hneslur
saumað á axlarsprotana. Takið upp frá
réttunni nál. 80 1. á hvorri skálm, skipt
jafnt á sokkaprjóna nr. 2Vz og prjónið
brugðninga í hring (1 sl., 1 br.). Fellt
laust af eftir 5 cm. Brotið í tvennt inn
að röngunni. Saumað fast.
Tilliiinii’ eftir .. .
Framhald af bls. 11.
hefur sveitin aðgang að öðrum bílum
svo sem Guðmundar Jónassonar og Sig-
urgeirs Geirssonar.
Þá er Fjarskiptadeild. Hún sér um
talstöðvar og að önnur skyld tæki til
fjarskipta séu í lagi. Auk þess þjálfar
hún meðlimi leitarflokka í meðferð
þessara tækja. Meðlimir þessarar deild-
ar eru útvarpsvirkjar.
Þá eru það leitarflokkarnir, sem sam-
anstanda af 10 til 15 meðlimum. Hlut-
verk þeirra er sjálf leitin á landi. Þeir
eru þjálfaðir með ýmsum hætti sam-
eiginlega með hinum deildunum. Með-
limir þessara flokka eru menn í ýmsum
störfum, trésmiðir járnsmiðir, lögreglu-
menn, skrifstofumenn, verzlunarmenn,
verkamenn o. s. frv.
Æfingar eru hálfsmánaðarlega. Þar
er kennd og æfð Hjálp í viðlögum sem
læknir sveitarinnar, Úlfar Þórðarson,
kennir. Þá er kennt að ganga frá slös-
uðum mönnum, hnútar og annað þess
háttar. Meðferð áttavita og það sem að
því lýtur. Þá er kennt hvað beri að
gera þegar komið er að flugvél. Hvar
beri að reyna inngöngu og hvað gera
skuli þegar inn er komið. Sveitin hefur
í þessu augnamiði teikningar af þeim
vélum sem hérlendis eru í umferð. Þá
eru meðlimum sýndar vélarnar. Er það
gert í samvinnu við flugfélögin og varn-
arliðið á Keflavíkurflugvelli.
Þegar útkall er og hringt er í mann
og hann beðinn að mæta er ætlast til,
að hann hafi tilbúinn allan nauðsynleg-
an útbúnað og mat til sólarhrings. Þeg-
ar út á flugvöll er komið hefur hver
flokkur sinn skáp þar sem allur hans
útbúnaður er geymdur. Það tekur mjög
stuttan tíma að koma þessu í bílana og
um það bil tuttugu mínútum eftir að
fyrsta hringing hefur átt sér stað, get-
ur leitin verið hafin.
Þá er það skipulagsnefnd leita. Henn-
ar hlutverk er að stjórna sjálfri leit-
inni, ákveða hvaða svæði skuli leitað og
þess háttar.
Þá eru starfandi deildir víða úti um
land. Á Akureyri, Hellu á Rangárvöll-
um, Eyjafjalladeild og svo í Vík í Mýr-
dal. Þær eru í nánu sambandi við
stjórnina í Reykjavík, en hún sér þeim
fyrir kennslu og útbúnaði. Þá hefur
sveitin lagt kapp á að hafa samvinnu
við menn á ýmsum stöðum á landinu,
sem vegna þekkingar sinnar á staðhátt-
um geta tekið að sér að vera leiðsögu-
menn.
Þótt öll vinna sem af hendi er lát-
in í sambandi við þessa sveit sé sjálf-