Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Síða 37

Fálkinn - 24.10.1962, Síða 37
PANDA DG SAFNARINN MIKLI ,,Settu borðið beint“, æpti Ho Hum. „Flýttu þér“. „Já, flýta sér“, sagði Goggi, „það er gott ráð“. Og hann flýtti sér sem mest hann mátti út úr veitinga- húsinu og hampaði vasanum góða. En fyrsti maðurinn sem hann mætti, var Eggert safnari. „Hvernig náðirðu aftur í vasann minn?“ hrópaði Eggert um leið og hann sá hinn dýrmæta hlut í höndum Gogga. „Stalstu honum aftur frá mér?“ „Ekki frá þér kæri vinur og klúbbfélagi“, sagði Goggi og roðnaði ofurlítið, „frá . . . hum. ég meina .. . hann líkist þínum vasa, en þetta er ekki hann, þetta er tvífari hans.“ „Ég þekki þetta bragð“, sagði Eggert reiður, ,,þú seldir mér minn eigin vasa áðan, en nú skaltu ekki hafa mig að fífli. Svona láttu mig hafa vasann“. „Ég stal í raun og veru ekki þínum vasa“, sagði Goggi afsakandi. „Það er komið nóg af afsökunum“, mælti Eggert safnari, „og jafnvel þótt þetta sé ekki minn vasi, er hann samt mín eign, því að ég borgaði fyrir hann“. „Það var nú allt í gamni, gamli refur“, sagði Goggi hálf aumur, „þessi er sá rétti . . .“ „Söfn- un ber að taka alvarlega“, greip Eggert fram í. „Þú ert þess ekki verður að bera merki klúbbsins. Komdu, Panda, við skulum setja þennan vasa á sinn stað, svo að þessi þorpari nái honum ekki aftur“. Goggi horfði hnugginn á eftir þeim félögum. „En þetta er hinn vas- inn“, æpti hann á eftir þeirn,, „Ég sver það“ . . . „Hvað getur þú svarið, Goggi?“ spurði Panda. „f raun og veru furða ég mig á því, hvernig Gogga hefur tekizt að stela vasanum aftur“, sagði Panda um leið og þeir komu að húsi safnarans. „Það veit ég ekki“, svaraði félagi hans, „en í þetta skipti reyndi hann ekki að segja mér, að þetta væri tvífari Mungó- vasans sem ég á.“ Þagar þeir komu að hillunni, þar sem Mungó-vasinn átti að vera, urðu þeir mjög undr- andi. „Vasinn þinn er þarna enn þá“, hrópaði Panda, „loksins hefur þér þá tekizt að ná í tvífarann.“ „Ham- ingjan góða“ tísti safnarinn litli, „þá á ég par núna. Minn kæri, þetta þýðir það, að ég hef haft Gogga góðgjarna fyrir rangri sök.“ FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.