Fálkinn


Fálkinn - 24.10.1962, Side 38

Fálkinn - 24.10.1962, Side 38
Mínir meiin Framhald af bls. 35. dag í dag, að ég hafi nokku sinni séð fallegri trillu en Láng Það væri efni í ævisögu Guðjóns í Hliðinni, hví hann hafði ekki Lang úti í Vogi þar sem hægt var að leggja upp á bryggju og hafa bátinn á floti í stað- inn fyrir að hafa hann inni í vík, þar sem þurfti að setja hann upp með gang- spili eftir hvern róður. Þetta var skap- gerðaratriði. Guðjón átti skúr í víkinni. Þar salt- aði hann fiskinn og þar var skorið úr sker þegar hann reri með beitufæri eða línu. Hann geymdi kræklinginn í flæðarmálinu þannig, að ekki var hægt að ná til beitunnar nema á háfjöru, ell- egar þá með langskeptri kvísl. Hann geymdi líka lifrina í tunnum undir skúrveggnum. Þá var ekki nein bræðsla á staðnum og menn tóku oft lifur úr þessum tunnum þegar þeir þurftu að rota kríur. Guðjón ávítaði aldrei nokkurn mann fyrir iifrarstuld. Einu sinni man ég, að hann hafði orð á því, er mikið hafði verið að gert, að nú hefði víst bann- settur fuglinn komizt í tunnuna. Einhvern tíma bar þar að konu, sem menn stóðu í flæðarmálinu í Gleðivík og rotuðu kríur. Þetta var góðhjörtuð kona, en orðhvöss, og átaldi mennina harðlega. Guðjón sagði þá, að ekki myndi blessuð krían fá mikið af lifr- inni, ef enginn fengist til þess að stugga frá bannsettum kjóanum. — En á eftir, þegar konan var farin, bað hann hlut- aðeigandi veiðimenn að gera svo vel og hætta að nota sína lifur til þessarar starf- semi. Hins vegar væri okkur meira en frjálst að drekka sjálfrunnið þorskalýsi úr tunnunum hans, ef svo ólíklega vildi til að okkur fýsti að verða einhvern- tíma kvensterkir. Þegar Guðjón á Hlíðinni bað menn að gera svo vel að gera ekki eitthvað, þá gerðu menn það ekki. Og það er mikið á sig lagt til að verða sterkur að drekka sjálfrunnið lýsi. En þeir, sem öðiuðust vinfengi Guðjóns, fengu að slíta slóg þegar hann stóð í aðgerð. Og þeir lærðu að hausa og fletja fisk. Og þeir lærðu að skera úr skel í skúrnum hjá honum. Og loks fengu þeir að fara á sjó með honum, og þegar menn urðu sjóveikir, þá breiddi hann undir þá stakk og yfir þá doppu og sagði — þetta venst af mönnum. Ég sá Guðjón ekki reiðan nema einu sinni. Þá var Björn heitinn í Borgarfirði að skera úr skel hjá honum í skúrnum. Hann var orðinn blindur, og einu sinni þegar við vorum að drekka kaffi, brá einhver neftóbaksdós undir teskeiðina hjá honum þegar hann ætlaði að fá sér strásykur. Guðjón varð ekki var við þetta fyrr en Björn gamli skirpti kaffinu út úr sér. Og þá varð Guðjón svo reiður, að hann bað strákinn, sem gerði þetta, að 38 FÁLKINN gera svo vel og hypja sig strax út úr skúrnum og heim til sín. En jafnvel Guðjón á Hlíðinni hlaut að verða fyrir barðinu á náttúruspott- inu. Eitt af mörgu, sem Guðjón á Hlíðinni hafði umfram aðra menn, voru kraftar. Hann var jötunefldur. Ég sá hann einu sinni taka fullt olíufat seilingarhæð af bryggju ofan í valta skektu og láta það niður við tærnar á sér. Þá var ekki nema borð fyrir skektunni, því þetta var stál- tunna. Svo er það einu sinni, að Guðjón var að flyja efni í símalögn á Láng, — bæði kúlur og kúlukróka. Krókarnir voru í hundrað kílóa kössum og Guðjón rétti kassana upp á Láng þar sem tveir menn tóku við þeim og stöfluðu þeim. Það var ekki fyrr en mennirnir tveir tóku við kössunum að maður sá, að þeir voru þungir. En svo kom Guðjón að einum kassa, sem ekki var þungur. Það fékkst aldrei skýring á því, hví þessi krókakassi var tómur. En Guðjón tók á honum eins og hinum kössunum og datt aftur yfir sig á fjörugrjótið. Hann varð aldrei jafngóð- ur í bakinu síðan. Svo algild er reglan um náttúruspott- ið í jafnvægislögmálinu, að jafnvel reg- inafl hins gáfaðasta happamanns, verð- ur honum að falli í átaki ef nokkuð ber útaf. Reglan um náttúruskopið er sjálfsagt ekki án undantekninga. En mér hefur ekki tekizt að hafa upp á neinni undan- tekningu. Og sannast sagna veit ég ekki hvort heldur ég hlakka til eða kvíði fyrir, að hitta þann mann, sem sannfærir mig um að hann sé skotheld- ur fyrir þess konar skopi. Því einhvern tíma hlýt ég að hitta þann mann. Og eitthvað óskaplega skrýtið hlýtur að henda þann mann samdægurs. En það er vandi að segja þessar stuttu sögur um náttúruspottið og jafnvægis- lögmálið á íslandi. Þær eiga að vera stuttar sögur, og það er ekki nema á fárra manna færi að segja þær. Þorsteinn Ö. Stephensen kann vel að segja stuttar sögur. Ég hef heyrt hann segja margar þess háttar sögur ágæt- lega vel. Að vísu hnupla ég kjarnanum úr einni af sögum hans síðar í þessari bók, en samt ætla ég að segja eina af sögum Þorsteins Ö. í heilu lagi til dæmis um það, hvernig mér finnst stutt saga vel sögð. Það var þegar fréttastofa Ríkisút- varpsins og leiklistardeildin voru til húsa á Klapparstíg 26. Þorsteinn kom til mín á kvöldvakt- inni, undir klukkan tíu, og spurði hvort ég þekkti Sigurjón Markússon. Hann harmaði það að ég skyldi ekki hafa kynnzt honum og sagði: Ég hef kynnzt Sigurjóni Magnússyni tvisvar. Fyrst kynntist ég honum þann- ig, að hann varð stúdent tuttugu og fimm árum á undan mér. Síðan iiðu mörg ár. Svo kynntist ég honum aftur, þannig, að Sverrir Kristjánsson eignað- ist barn með dóttur hans. Þessi ævisögukjarni þriggja merki- legra manna er ekki nema fjörutíu orð, en er þó fullkominn. Og gjarnan hefði ég viljað taka mér þennan sagnastíl til fyrirmyndar. En ég hef skuldbundið mig til að segja í þessari bók náttúru- skopsögur af mínum mönnum á sam- tals 220 blaðsíðum í stóru broti og hlýt því að biðja vandláta lesendur velvirð- ingar á því, sem umfram er fyrstu blað- síðuna. IOIIO í staöiim . . . Framhald af bls. 21. að reyna við það næst þegar ég fæ tækifæri til að fara utan. — Hefur aðsókn verið góð að nám- skeiðunum hér? — Hún hefur verið mjög góð, en nokkur misskilningur er enn ríkjandi hér á landi á eðli og tilgangi judo. Margir verða fyrir sárum vonbrigðum eftir fyrsta tímann. Þeir héldu að judo væri eitthvert töframeðal, sem hægt væri að læra á örstuttum tíma til þess að geta á auðveldan hátt orðið sigur- stranglegur í slagsmálum. En þetta er algjör misskilningur. f judo gilda strangar leikreglur og þar eru engin fólskubrögð leyfð, þvert á móti. Judo er fyrst og fremst jafnvægisíþrótt og leik- fimi og hún er mjög seinlærð. Einnig verður góður judo-maður að temja sér kurteisi jafnt í æfingum og utan þeirra. Þetta á raunar við um allar íþróttir, en í judo er sérstaklega mikil áherzla lögð á góða framkomu og menn hindraðir á frambraut , ef þeir eru viðriðnir ein- hver misferli. Judo hefur fyrir skömmu verið viðurkennd sem Olympíuíþrótt og gefur auga leið, að slíkt hefði ekki gerzt nema um sanna og heilbrigða íþrótt væri að ræða. — Hvað er það í stuttu máli, sem menn læra í judo? — Sá, sem leggur stund á judo, æfir vörp, þar sem andstæðingnum er varp- að á bakið, byltur, þar sem lært er að hljóta byltu án þess að hún valdi sárs- auka eða meiðsum, og fangbragðaglímu, þar sem allar aðferðir, er gætu leitt til meiðsla, eru útilokaðar, en mikið úrval af árangursríkum aðferðum eða brögð- um er haldið eftir. Sá sem æfir judo þjálfar allan líkamann, jafnframt því sem hann tileinkar sér einbeitni, hraða, jafnvægi í hreyfingum og fimi. — Þurfa menn ekki að hafa talsverða krafta til þess að ná árangri í judo? — Nei, alls ekki. Það skiptir í raun- inni engu máli hvernig menn eru vaxn- ir, hvort þeir eru háir eða lágir, þrek- vaxnir eða grannvaxnir. Núverandi heimsmeistari, Geesink, er til dæmis 1.99 á hæð, en einn mesti judomeistari, sem uppi hefur verið, var ekki nema 1.70 Á síðasta meistaramóti sigraði einn keppandi, sem var 134 pund að þyngd, annan sem var 265 pund.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.