Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Síða 4

Fálkinn - 07.11.1962, Síða 4
íð & heyrt Hún kemur ykkur áreiðanlega spánskt fyrir sjónir þessi mynd. En ein af dansmeyjum í kafara-ballett gekk í það heilaga fyrir skömmu. Þegar ljósmyndarinn ætlaði að taka mynd af brúðhjón- unum, þyrptust dansmeyjarnar að og röðuðu sér upp til beggja hliða. Auðvitað birtist svo myndin í öllum blöðum. Ráðsnilld Búktalarinn hafði ekkert að gera og var félaus að kalla. En hann var slunginn og sniðugur. Hann notaði síðasta tíukrónuseðil- inn til þess að kaupa sér hund. Og með hundinn undir hendinni fór hann inn á næsta veitingahús. Hann kippti þjóninum út í horn og sagði: — Ég á ekkert þessa stundina annað en þennan hund, sem talar. Vilduð þér kaupa hann fyrir 100 krónur? — Hvað eigið þér við, — hund, sem talar? spurði þjónninn forviða. Búktalarinn sýndi nú íþrótt sína og svo virtist, sem hundur- inn talaði: — Víst get ég talað. Ég get sagt eitt og annað um matinn hér. Hann er hræðilegur. Ég hef sosum verið hérna fyrr. Þjónninn klóraði sér í hnakkanum alveg forviða. Búktalarinn brosti til hundsins, en sagði síðan við þjóninn: — Mér Þykir leitt að þurfa að skilja við þennan hund. En ég þarf að fá peningana. Hvað segið þér? — Ja, 100 krónur er of mikið fyrir hann, jafnvel þótt hann tali. Hér eru 50 krónur. Og þjónninn fór ofan í veskið sitt. Búktalarinn þjarkaði ekkert. Hann tók við peningunum og muldraði: — Þakka yður fyrir. Að svo mæltu, skundaði hann til dyra. Þegar búktalarinn tók í hurðarhúninn, hrópaði hundurinn á eftir honum: — Nújá, svo ég er aðeins 50 króna virði eða hvað. Eftir þetta segi ég ekki orð framar, svo lengi sem ég dreg andann. Og hundurinn stóð vitanlega við orð sín. Kynleg lög í New York fylki í Bandaríkjunum hefur verið ákveðið að hefja gagngera endurskoðun á gömlum lögum og afnema ýmis laga- ákvæði, sem enn þá standa óhögguð í lagasafninu. Hér eru nokkur sýnishorn af þessum lögum: Það er bannað að selja límonaði í mjólkurflöskum. Það er bannað að láta asna sofa í baðkarinu sínu. Það er bannað að hafa með sér eða reyna að selja spil í grennd við herbúðir. Það er bannað að skjóta héra úr sporvögnum eða öðrum opin- berum farartækjum. Það er bannað að ganga með matskeið í vasanum á götum úti. Ung stúlka í Bremen í Þýzkalandi ætlaði fyrir nokkrum árum að fá sér ný og falleg nærföt. Fór hún því í verzlun, sem seldi m. a. vörur frá setuliðum hernámsliðanna. Varla hafði hún mátað nær- fötin og bundið öll bönd og fest allar smellur en hún fór að skelli- hlæja. Á nærbuxunum stóð nefnilega: „Teljið upp að tíu, áður en þér losið um snúruna.“ Afgreiðslustúlkan roðnaði og sagði, að nærfötin hefðu verið saumuð úr gömlu fallhlífasilki. Skömmu eftir að sir Winston Churchill hafði gengið í Frjáls- lynda flokkinn, bauð hann ungri og hvat- skeytlegri stúlku til málsverðar. Stúlkan leit á hann með daðurs fullu augnaráði, á með- an á máltíðinni stóð, og ávarpaði hann síðan: — Það er einkum tvennt, sem mér fellur ekki í fari yðar, hr. Churchill. — Og hvað er það? — Nýja pólitíkin yðar og yfirvaraskegg það, sem þér berið. — Kæra ungfrú, svaraði Churchill hæ- versklega, þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því. Hvorugt munuð þér sennilega komast í nána snertingu við. ★ í París er margt að sjá í aðalstöðvum UNESCO fyrir for- vitinn ferðalang. Eitt af því, sem mesta athygli vekur venju- lega er gríðarstórt veggmálverk eftir Pi- casso. Allir sem sjá málverkið, spyrja um hvað myndin sé. Nokkrir hafa álitið, að þetta væri mynd af baðströnd við miðjarðarhafið. Aðrir hafa sagt, að myndin táknaði bardagann milli góðs og ills og enn aðrir hafa látið í ljós þá skoðun sína, að myndin sýndi flug Ikarosar til sólar- innar og fall hans til jarðar eftir að vængir hans höfðu brunnið. Listfræðingur nokkur áleit, að bezt væri að spyrja listamanninn sjálfan, en það bar ekki mikinn árangur, því að málarinn svar- aði: — Það eru nokkuð mörg ár síðan ég málaði þessa mynd og reyndar hef ég alveg gleymt, hvað hún átti að tákna. ★ Á meðan á sjálfstæðisbaráttunni stóð, var Eamon de Valera oftar en einu sinni fangels- aður fyrir skoðanir sínar, einkum er hann var að láta þær í ljós opinberlega. Bretar gátu samt aldrei þaggað niður í honum, því að jafnskjótt og hann var látinn laus, hóf hann áróðurinn af enn meiri krafti en fyrr. Eitt sinn var de Valera tekinn fastur, þegar hann var að halda ræðu. Hann fékk árs- fangelsi. Þegar hann var laus, hélt hann þegar á sama stað og byrjaði að halda ræðu fyrir sömu áheyrendum og fyrir ári. Áður en hann byrjaði aðalræðuna, sagði hann: — Eins og ég var að segja, þegar ég var tekinn. ★ 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.