Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 38

Fálkinn - 07.11.1962, Blaðsíða 38
j Með íiorskuiii Framhald af bls. 35. voru í þann veginn að fara í stríðið og sem margir hverjir áttu ekki aftur- kvæmt. Eftir nokkurra daga bið í Halifax fór norska flugsveitin um borð í E. s. Cireassia og litlu síðar lét skipalestin í haf austur á bóginn. Allt fór friðsam- lega fram í fyrstu, en er skipalestin átti eftir nokkurra dægra siglingu til Reykjavíkur hilaðj önnur aðalvél Cir- eassia. Skipalestin hélt áfram en tveir tundurspillar voru skildir eftir til þess að fylgja skipinu og gæta þess. Rétt um sama leyti og bilunin átti sér stað var systurskip Cireassia, sem var í sömu skipalest skotið í kaf af þýzkum kaf- báti og fórust þar mörg hundruð menn. Én Cireassia komst klakklaust til ís- lands og varpaði akkerum á ytri höfn- inni í Reykjavík hinn 1. maí 1941. Brezki herinn hafði reist braggahverfi í Nauthólsvíkinni er hlaut nafnið Camp Corbett. Þessa bragga rýmdu nú Bret- ar fyrir norskum. Flugvélar flugdeild- arinnar, Northrop sjóflugvélar komu fijótlega til landsins og baráttan við kafbátana hófst. Frá því verður sagt i næsta kafla. I»egar þýzka . . . Framhald af bls. 29. Síðan þreif hann skammbyssu úr hulstri sínu og miðaði á þá: „Hands up!“ Þjóðverjarnir voru fluttir tafarlaust í bæinn, þar á meðal var yfirkyndari á „Bahia Blanca“, sá eini sem vit- að er til að hafi komið til íslands síðan. Það var 17 árum seinna og var hann þá skipverji á þýzkum togara og kom þá til Reykjavíkur til að láta græða fingur sinn. Þýzku fangarnir voru flestir fluttir í fangabúðir í Kanada en aðrir til Eng- lands. Þeir týndu þó tölunni á leiðinni, skipin voru skotin niður í hafi og þar fórust sumir þeir sem höfðu komizt lífs af er „Bahia Blanca“ fórst. Flestir munu þó hafa haldið lífi og undu vel hag sínum í kanadisku fanga- Eruð þár áskrifandi að Fálkanun? D E □ D 0 Ef svo er ekki bá er sínanúnerið 1221o og þér fáið blaðið sent um hœl. búðunum, þeir voru ekki látnir vinna en fengu gott viðurværi. Yfirkyndarinn hefur látið svo ummælt að þau ár sem hann dvaldi í fangabúðunum hafi verið beztu ár ævinnar. Þeir Ólafur Ófeigsson og Antonio Sohst hafa ekki sézt síðan þessir atburð- ir gerðust. Eftir styrjöldina fékk Ólaf- ur þó fregnir af starfsbróður sínum þýzka með einkennilegum hætti. Ólafur hætti sjómennsku að mestu leyti í styrjaldarlok en fór þó einn túr með nýsköpunartogarann „Marz“ árið 1948. Þá seldu þeir aflann í Cuxhafen. Þegar togarinn renndi að bryggju þar stóð aldraður maður og tók á móti kast- línunni. Það fór ekki framhjá Ólafi að maður þessi virtist ekki venjulegur hafnarverkamaður. Það var eitthvað fyrirmannlegt í fasi hans. Þegar „Marz“ hafði verið bundinn við bryggjuna kom þessi maður að máli við skipverja og spurði hvort hann mætti litast um um borð. íslenzkir togarar báru þá af fiskiskipum annarra þjóða hvað glæsileik snerti og nýtízku útbúnað. Var það auðsótt mál að lofa gamla manninum um borð. Ólafur bauð hon- um í káetu sína og þeir tóku tal saman er sá þýzki hafði skoðað skipið. Þar kom máli þeirra að Þjóðverjinn kvaðst ekki alls óvanur sjómaður, sagðist hafa verið á sjó hér áður og raunar verið skipstjóri. „Var það á togurum?“ spurði Ólafur. O-nei, ekki vildi karl meina það. Síðan spurði hann Ólaf hversu fjöl- menn áhöfn væri á togaranum. ,.Við erum 30 á ísfiskveiðum,“ svar- aði Ólafur, „en hvað hafðir þú marga undir þinni stjórn?“ „Ellefu hundruð manns,“ svaraði gamli hafnarverkamaðurinn hógvær- lega. Það kom þá upp úr kafinu að Þjóð- verjinn hafði verið skipstjóri á einu stærsta og glæsilegasta farþegaskipi Þýzkalands, línuskipinu ,,Bremen“. Hann hét Scháfer og var commodore að tign, en íslenzk tunga á ekki sambæri- legt sæmdarheiti. í káetu Ólafs var uppi Ijósmyndin af skipbrotsmönnunum á „Bahia Blanca“. Commodore Scháfer rýndi nokkra stund í myndina og sagði svo: „Þarna er maður sem ég kannast við!“ Hann benti á Sohst skipstjóra. Það kom í ljós að þeir höfðu verið saman í fangabúðum í Kanada. Scháfer hafði komið sér vel í fangelsinu enda hafði hann alla tíð verið andsnúinn nazism- anum og Bandamenn höfðu jafnvel trúað honum sjálfum til að stýra risa- skipinu „Bremen“ í brezka höfn, þegar það var hertekið. Sohst hafði hinsveg- ar ekki farið í launkofa með hollustu sína við stefnu stjórnarinnar. Hann var einn þeirra sem var langþreyttur á upplausninni sem ríkti í Þýzkalandi áður en Hitler hrifsaði til sín völdin í Þýzkalandi og batt við hann nokkrar vonir. Þegar styrjöldinni linnti loks að fimm árum liðnum og löndin voru leyst undan viðjum stríðsveldanna hvert af öðru, voru rifjaðir upp ýmsir atburðir er legið höfðu í þagnargildi þann tíma er mestu hamfarir geisuðu í álfunni. Meðal annars var minnst á björgun skipshafnarinnar af „Bahia Blanca“. Eftir lok stríðsins komu saman nokkrir yfirmenn af togaranum „Hafsteini" á heimili austurríska aðalræðismannsins í Reykjavík, Júlíusar Schopka. Þar var þeim veitt viðurkenning frá Sambands- lýðveldi Vestur-Þýzkalands. Ólafur Ófeigsson skipstjóri hlaut vindlinga- öskju úr silfri til minningar um þennan atburð en aðrir veski úr silfri. Sohst skipstjóri mun enn á lífi í Þýzkalandi. Ólafur Ófeigsson er nú sextugur að aldri, er sístarfandi við útgerð og fisk- vinnslu. Fyrirtæki þeirra bræðra er landsfrægt, togarar þeirra hafa alla tíð verið happaskip, aflasæl og auðnudrjúg. Ólafur lætur lítið yfir þegar hann er inntur eftir hinu frækilega björgun- arstarfi sínu. „Þetta var ósköp auðvelt og svosem ekki neitt“, segir hann. Það hefur því þurft að leita til annarra sjónarvotta um snarræði hans og þraut- seigju, er hann bjargaði skipverjum af „Bahia Blanca“ þann 10. janúar 1940. Jafn mörgum mönnum hafði þá ekki verið bjargað úr sjávarháska við strend- ur íslands. Fnrðuleg fyrirbæri Framhald af bls. 24. hleypti af stokkunum. Átti unga stúlkan að hafa orðið fyrir skipinu, þegar það rann fram og hafa beðið þar bana. Síð- an á hún að hafa fylgt skipinu og sé sú, er kemur á kojustokk skipstjóranna á stundum. (Jónas Guðmundsson stýrimaður skrásetti eftir frásögn Sigurðar Sumar- liðasonar skipstjóra). RAFÐA FESTm Framh. af bls. 24. ur svo maðurinn með peningana. Hún tekur hendur móður sinnar og strýkur þær biðjandi. — Gefðu mér svo sem hálfan annan mánuð. Bara fimm eða sex vikur! Þá verður allt komið í lag! Móðir hennar finnur að 'hún fær ekki hnikað Kristínu frá skoðun sinni. — Jæja, þá segjum við það, sVarar hún og lætur undan. — Eftir tvo mánuði kem ég aftur frá Helsingfors. Ef þú lof- ar mér því að þurfa þá ekki nýjan um- hugsunarfrest, skal ég hafa þolinmæði þangað til. — Því lofa ég þér! Alveg ákveðið! svarar Kristín. Og í fyrsta skipti á ævinni segir hún nú ósatt. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.