Fálkinn - 07.11.1962, Side 33
UNDIRFÚT ERU
AÐALBMERKI
KVENLEGB
ÞDKKA
Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl).
í þessari viku munu miklar kröfur verða gerðar
til yðar, og þér þurfið ekki að búast við hjálp frá
öðrum. Gangið djarflega til verks, og verið ekki
hræddur við að beita nýjum aðferðum. í vikulokin
getið þér tekið hlutunum með ró og hvílt. yður vel.
Nautsmerkið (21. apríl—21. maí).
Ekki er laust við að ýmis smáatriði verði yður til
ama í þessari viku. Þér ættuð að láta þetta ekki á yður
fá, og reyna að sinna því, sem þér hafið undir
höndum þessa dagana. Konur, sem fæddar eru undir
þessu merki, æfctu ekki að láta vonbrigði fyrri vikna
á sig fá nú. Það koma bjartari dagar.
Tvíburamerlcið (22. maí—21. júní).
Þetta verður vika framkvæmda og dugnaðar fyrir
næstum alla, sem fæddir eru undir þessu merki. Allar
líkur benda til þess, að margt muni einnig gerast í
þessari viku. í miðri vikunni getur svo farið, að þér
fáið bréf eða upphringingu, sem boðar komu gests.
Krabbamerkið (22. júní—22. júlí).
Vissulega verður mikið annríki í vikunni, og í raun-
inni mun fátt gerast, sem lyft.ir yður upp úr hvers-
dagsleikanum. Þér ættuð að hafa stjórn á skapsmun-
um yðar. Látið ekki tækifæri til að öðlast launa-
hækkun ganga yður úr greipum. Verið var um yður
á föstudag.
Ljónsmerkið (23. júlí—23. ápúst).
Það er kominn fcími til að þér gangið til verks og
Ijúkið við öil þau smáverkefni, sem þér hafið legið
lengi á. Látið samt ekki skapsmunina hlaupa með
yður í gönur. í einkalífinu er að vænta mikillar
spennu; það ríður á því, hvort þér bregðist rétt við
vandamáli nokkru, sem nýlega kom upp.
Jomfrúarmerkið (21+. ágúst—23. september).
í þessari viku fer mesti tíminn í að sjöttla ýmis
deilumál heima fyrir. Margir foreldrar ná ekki upp
í nefið á sér yfir hegðun barna sinna. En gleymið
því ekki, að eitt sinn voruð þér líka ungur. Ef þér
hafið það í huga mun allt fara betur en á horfðist.
Voparskálamerkið (21+. september—23. október).
Það, sem einkennir þessa viku mest er vinna og
aftur vinna. Þér verðið mjög vel upplagður t.il starfa
þessa viku og þér ættuð að nota þetta tækifæri til að
sýna, hvað í yður býr. Ungar og ógiftar konur munu
ef til vill lenda í smávegis ástarævintýrum í lok
vikunnar.
Sporðdrekamerkið (21+. október—22. nóvember).
Þér fáið óvenjulega lít.ið að gera á næstunni og
þess vegna ættuð þér að nota tímann til þess að
hvíla yður svolítið. I ástamálunum skiptast á skin og
skúrir. Nokkrir munu lenda í dásamlegum ástar-
ævint.ýrum, en aðrir munu verða fyrir vonbrigðum.
Boffamannsmerkið (23. nóvember—23. desember).
Persóna nokkur, sem þér hafið hingað til ekki haft
mikinn áhuga á, mun í þessari viku verða yður t.il
mikils gagns og hjálpar. Þér skuluð ekki halda að
eitthvaö óhreint búi á bak við þessa hjálpsemi, heldur
þakka fyrir hana og sýna þakklæti yðar í verki.
Steinffeitarmerkið (21+. desember—20. janúar).
í þessari viku munuð þér taka miklar ákvarðanir,
sem munu verða þungar á metunum í framtíðinni.
Látið ekki fólk, sem hingað til hefur ekkert haft
saman við yður að sælda, hafa áhrif á gerðir yðar.
Margir af unga fólkinu munu fá nokkur fcilboð, sem
þeir ættu að athuga nánar.
Vatnsberamerkið (21. janúar—19. febrúar).
Þetta verður með afbrigðum róleg vika, engar nýjar
fréttir, eða skemmtileg ævintýri munu bera við. Þér
ættuð annars að vera meira heima við og sinna fjöl-
skyldu yðar. Ef til vill munu ástamálin blómstra
eitthvað í lok vikunnar. Gætið að fjármununum.
Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz).
Þetta verður sennilega vika tækifæranna. Það
reynir mjög á hæfileika yðar í ákveðnum málum og
þér skuluð reyna að gera yðar bezta. Enginn vafi
er á því, að það mun færa yður nær settu marki.
Ungum, ógift.um konum er ráðlagt að vera svolítið
eftirlátar og ættu þær að reyna að setja sig í spor
þeirra, sem þær deila við.
______-—— -----------------------—--------------------------------i
FÁLKINN
33