Fálkinn


Fálkinn - 07.11.1962, Síða 21

Fálkinn - 07.11.1962, Síða 21
SIGURÐUR HAFLIÐASON Bjartsýnni nú en 1939 Við fórum næst inn í Áhaldahús Vegagerðanna í Borgartúni og hittum þar Sigurð Hafliðason verkfæra- vörð. — Hvernig leið þér í gær- kveldi, Sigurður? — Ég tók þessu ákaflega rólega. Ég vissi eiginlega ekkert um þessa ræðu fyrr en útvarpið framlengdi dag- skrána og var þá eiginlega að fara í háttinn. —- Þú hefur ekki búist við, að styrjöld væri að skella á? — Nei það held ég ekki. Ég er bjartsýnn á tilveruna og held að þetta verði lagað með samningum. Það hefur svo oft munað ákaflega mjóu en allt hefur þetta blessast. Það var tæpt í Kóreu um árið, en það blessaðist nú allt og hvernig var ástandið 1956 þegar Ungverjalandsmálið og Súez voru á dagskrá? Nei ég held það verði ekki styrjöld, þótt alltaf geti það komið fyrir, en ég er bjartsýnni en 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. MÓSES AÐALSTEINSSON Leið bölvanlega um nöttina Almenna Byggingarfélagið er með skrifstofur fyrir innan Vegagerðina í Borgartúninu og þangað fórum við næst. Við hittum þar fyrir Móses Aðal- steinsson verkfræðing, en hann var reyndar í símanum að tala um mótatimbur og þessháttar. — Hvernig varð þér við í gærkveldi, Móses? — Mér varð nú ekki þægi- lega við þessu. Ég var mjög spenntur því ég bjóst hálf- partinn við að innrás væri hafin á Kúbu. Svo kom efni ræðunnar og mér létti að vísu nokkuð en ég hafði stríð alveg á tilfinningunni, þegar ég fór að sofa og leið böivanlega. — Hafðir þú í hyggju að aðhafast nokkuð þótt stríð skylli á? — Hvað er hægt að aðhaf- ast? Það er skollin á styrjöld og maður getur ekkert gert. Annars er ég miklu bjart- sýnni í dag og geri mér vonir um að þetta verði útkljáð með samningum. f ||||| J||||| I ÍSLEIFUR GISSURARSON BKatt ekki í hug að grafa sér byrgi í Vegagerðinni hittum við líka ísleif Gissurarson bifvéla- virkja. Hann lá reyndar undir einum af Benzbílunum og mátti lítið vera að tala við okkur. Hann mátti varla vera að, að koma undan til að láta taka af sér mynd. — Hvernig varð þér við í gærkveldi? — Mér varð nú engan- veginn við, því ég mátti ekkert vera að því að hlusta, hafði alveg nóg að gera. — En hvað finnst þér um þetta? — Ég hef nú, ef satt skal segja ákaflega lítið hugsað út í þetta mál. Maður hefur haft svo mikið að gera og þá er maður ekki að liggja í blöðunum. — Býztu við styrjöld? — Nei, það geri ég ekki. Að minnsta kosti hefur mér ekki dottið í hug að gera neinar ráðstafanir þar að lút- andi, svo sem eins og að fara að grafa neðanjarðarbyrgi. Ég held þetta verði útkljáð með samningum. GÍSLI ÍSLEIFSSON Asnalegt af hálfu Bandaríkjamanna Rétt í því við vorum að kveðja Móses kom inn í her- bergið Gísli ísleifsson skrif- stofumaður og skákstjóri. — Hvernig varð þér við í gærkveldi Gísli? — Ég tók þessu ákaflega rólega og svaf vel í nótt. Ég fór í bíó í gærkveldi og skrapp svo á Hressó á eftir og heyrði að dagskráin var framlengd í útvarpinu svo ég bjóst við miklu meiri tíðindum, eigin- lega að innrás á Kúbu væri hafin en sem betur fer var það ekki. — Þér hefur ekki komið stríð í hug. — Nei eiginlega ekki. Ég held að það sé ekki svo mikil hætta á því. Þetta verður sjálfsagt lagað með samning- um eða málamiðlun einhvern veginn. — Ég hef ekki mikla þekk- ingu á þessum málum. Annars finnst mér þetta nokkuð asna-' legt af hálfu Bandaríkjanna; og frekleg íhlutun í málefni Kúbu. En ég er ekki trúaður á styrjöld. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.