Fálkinn - 07.11.1962, Qupperneq 7
með öllu og gjarnan mættu
menn hafa í huga, að glíman
er eina þjóðaríþrótt okkar ís-
lendinga, ef kveðskapurinn er
undanskilinn. Sú var tíðin, að
menn fóru í eina bröndótta á
mannamótum og hafði allur
þorri manna yfirleitt gaman
af þeim átökum, enda voru
engin bolabrögð þar sýnd. Nú
er mér sagt, að jafnvel í rétt-
unum séu menn hættir að
glíma. Grundirnar við réttar-
veggina voru í gamla daga
jafnan ákjósanlegasti staður-
inn til þess að sýna, hve lipr-
ir og brögðóttir menn voru í
glímunni. — Ég skrifa þetta
bréf, af því að ég veit að blöð-
in eru sterkt áróðursvopn og
ég hygg, að þau mættu gjarn-
an hefja áróður mikinn fyrir
glímunni og hvetja æsku-
menn til að iðka hana. sjálf-
um sér til gagns og þroska, en
eldri kynslóðinni til ánægju.
Grettir gamli.
Svar:
Eftir því sem viö bezt vitum
hefur ööru hverju veriö rekinn
áróöur fyrir glímunni í blöö-
unum, en því miður virðist þaö
ekki hafa haft mikil áhrif.
Iþróttasambandiö hefur einnig
gert sitt til þess aö fá ungmenni
til aö iöka íþróttina t. d. hefur
þaö gefiö strákum á vissum aldri
aögang aö glímukeppni.
Slæmt uppeldi.
Heill og sæll Fálki minn. —
Það er ekki oft, sem ég sezt
niður og skrifa þér — mig
minnir þó að ég hafi gert það
nokkrum sinnum áður. —
Svo er mál með vöxtum
(byrja ég ekki eins og á að
gera í bréfum til blaða?), að
ég fer daglega með strætis-
vagni. Stundum eru þeir of
seinir og stundum eru þeir of
fljótir, en það skiptir ekki
máli í þessu sambandi. Und-
anfarnar vikur hef ég gert mér
til dundurs að virða fyrir mér
blessaða æskuna í strætis-
vögnunum. Hegðun hennar
er eins og hér segir: 1) Það er
undantekning, ef barn sem
ekki borgar fullt fargjald.
stendur upp fyrir fullorðnu
fólki. 2) Börnin safnast sam-
an við útgöngudyrnar, svo að
það er erfiðleikum bundið að
komast út. 3) Þau eru með
þennan ógnar hávaða, svo að
maður getur varla lesið blaðið
sitt í friði. Mér sýnist líka, að
fullorðna fólkið skipti sér
ekkert af ólátunum í krakka-
skömmunum og það telst til
undantekningar ef vagnstjór-
inn hastar á krakkana, og er
ég mest hissa á því, vegna
þess að það hlýtur óneitan-
lega að fara alveg ógurlega í
taugarnar á þeim og ekki
auðveldar það þeim aksturinn.
Ég vil taka fram, að flestir
vagnstjórarnir eru hinir prúð-
ustu og mættu aðrir menn,
sem þjóna eiga almenningi
taka þá sér til fyrirmyndar.
Gleraugnaglámur.
Svar:
Gama,n væri aö fá álit fleiri
manna um þessi mál. Viö förum
aldrei meö strœtisvögnum, svo
aö viö getum ekki dæmt um,
hvort þessi frásögn liefur við
rök aö styöjast.
Leyilögreglugátan.
—-------Loksins komu þið
með eitthvert efni, sem mann-
inum mínum líkar. Yfirleitt
lítur hann ekki í íslenzk blöð,
en síðan þið tókuð að birta
þessar leynilögreglugátur, þá
getur hann ekki á sér setið
að gagnrýna þær. Hann veit
nefnilega allt betur en aðrir
menn. Sjálfur segir hann, að
hann geti skrifað betri glæpa-
sögur en Agatha Cristie. Ég
tek ekkert mark á gortinu í
honum eins og þið kannski
skiljið. ....
Ein, sem les framhaldssöguna.
ELLEFU ERLENDIR ÁFANGASTAÐIR OG FARSEÐLAR TIL ALLRA
FLUGSTÖÐVA í HEIMI - GEGN GREIÐSLUM i ÍSLENZKRI MYNT
OPNA ALLAR ÆVINTÝRALEIÐIR OG TRYGGTA
ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM
MEÐ CLOUDMASTER-FLUGVÉLUM LOFTLEIÐA
ff\
FALKINN